Á sunnudag munum við hjóla Eysteinsdalsleið.  45 km á malbiki og þokklegum malarvegi.  Frá Ólafsvík liggur malbikuð hjólabraut að Hellnum og mölin tekur við þegar við beygjum inn á veg F575.  500 metra hækkun er á Eysteinsleiðinni, hún er krefjandi og þó að fólk sé á rafmagnshjólum má búast við að þurfa að teyma í mestu brekkunum.  Ef vill má hjóla alla leið upp að Snæfellsjökli, þá lengist túrinn um 10 kílómetra og ca 150 meta auka-hækkun.  Erfiðleikastig 8+ af 10.  Við munum ekki fara okkur að voða né valda skaða á náttúrunni.  Ef það er mikil bleyta eða snjóskaflar, þá munum við snúa við og fara sömu leið til baka.  Annars hjólum við niður veg 570 og þá er nú gott að hafa bremsurnar í lagi.  Förum út að borða á veitingastaðnum Sker um kvöldið.

Á mánudag, þjóðhátíðardaginn munum við pakka saman og halda í austur.  Hjólum um Kolgrafarfjörð og Framsveitarveg út fyrir Eyrarfjall.  Góður malarvegur að mestu á jafnsléttu.  35 km og erfiðleikastig 4 af 10.  Áfram keyrum við í austur, stoppum og hjólum um Stykkishólm og tökum, ef vill, þátt í hátíðahöldunum.  Áfram keyrum við eftir norðanverðu Snæfellsnesi og stoppum við Skraumu, en þar rennur á um ákaflega fallegt gil út í sjó.  Göngum meðfram því 2-3 km.  Samkvæmt hefð munum við snæða hamborgara í Borgarnesi áður en formlegum ferðalokum er lýst yfir.

Ferðin er ætluð félögum sem hafa greitt félagsgjöldin, hver og einn greiðir fyrir sína gistingu og fæði en ekkert þátttökugjald er í ferðina sjálfa.  Við þurfum að panta borð á sunnudagskvöldi og því þarf að tilkynna þátttöku með góðum fyrirvara, í síðasta lagi miðvikudaginn 12 júní.  Það má líka hitta á okkur og hjóla eina dagleið og koma með okkur út að borða, en við þurfum að vita af því í tíma.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða með sms í takkasíma 823-9780.