Það er ekki bara gott fyrir heilsuna og umhverfið að hjóla í vinnuna það er líka gott fyrir budduna. Og til að hvetja fólk ennfrekar til að hvíla bílinn er hægt að semja um aukagreiðslur frá vinnuveitanda allt að hámarki samtals 8.000 kr. á mánuði og fá borgað fyrir að hjóla í vinnuna. Af 8.000 kr. launum fara um 3.000 kr. vanalega í skatt en beint í þinn vasa með þessu fyrirkomulagi.