Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins var haldinn 25. nóvember 2018 og var þar kosinn nýr formaður og stjórn og gerðar lítillegar breytingar á lögum klúbbsins.
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins var haldinn 25. nóvember 2018 og var þar kosinn nýr formaður og stjórn og gerðar lítillegar breytingar á lögum klúbbsins.
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins verður haldinn 25. október 2018, Brekkustíg 2, kl. 20.
Það spáði ekki góðu helgina sem planið var að hjóla á Vestfjörðum. En við fengum þó einn góðan dag. Mjóifjörður tók á móti okkur í sparifötunum, það var logn og prýðis hiti. Eitthvað var um útidúra, skroppið upp að Eyrarfjalli og skoðuð falleg laut þar sem brekkan byrjar. Svo kílómetrafjöldinn var 37 eftir ánægjulegan hjóladag.
Fyrsta þriðjudagskvöldferðin var 1 maí. Það var við hæfi að koma við á Langholtsvegi og heiðra minningu Helga Hóseassonar Síðan var haldið í Klúbbhúsið í vöfflukaffi.
Maí 2018 hefur verið svolítið einkennilegur á Íslandi, það hefur snjóað ítrekað, en helgina sem nokkrir félagar úr Fjallahjólaklúbbnum hjóluðu til Úlfljótsvatns var bongóblíða. Mestan hluta leiðarinnar. Sól og blíða. Við fengum að vísu smá sýnishorn af alls konar veðri, grenjandi rigningu og smá haglél. Og hvílík dásemd að láta sig líða ofan í heita pottinn í lok ferðar og snæða saman góðan mat í góðra vina hópi.
Það er margsannað að starfsmenn sem hjóla til vinnu mæta ferskari, þeir eru hraustari, taka færri veikinda daga og þeir taka ekki síðasta lausa bílastæðið. Það er því til margs að vinna fyrir bæði starfsmenn og atvinnuveitendur að vel sé gert við þá sem hjóla og að hvetja fleiri til að prófa það. Hér eru nokkrir punktar.
„Á ég að skella mér í ferð með Fjallahjólaklúbbnum? Það væri nú gaman að hjóla Nesjavellina. Hef ekki komið þangað síðan ég var smápolli í bíltúr með pabba og mömmu. Hjól? Nei, ég hef nú ekki hjólað eftir fermingu en fékk gjafabréf frá vinnufélögunum í hjólreiðaverslun. Kannski leynileg ábending um að nú þurfi að bæta líkamsástandið. Stjáni á lagernum fékk rakspíra og undirhanda svitalyktareyði í jólavinaleiknum. Það ætti að segja honum eitthvað karlanganum.“
Við ætlum að fagna því að sumarið er loksins að koma. Það verður grill og gaman í klúbbhúsinu fimmtudaginn 19 apríl (sumardaginn fyrsta) kl 19, en við ætlum að vinna okkur inn fyrir pulsunum, við hjólum saman frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 18:00
Pylsur og gos í boði Fjallahjólaklúbbsins. Á meðan birgðir og húsrúm leyfir.
Samgönguhjólreiðar og rafmagnshjól hafa verið líflegir sprotar síðustu misseri, ekki eingöngu á Íslandi heldur einnig í nágrannalöndunum. Þróunin er ör og borgaryfirvöld víða um heim líta til þess að breikka notkun hjóla út fyrir hefðbundin hjól. Oslóborg niðurgreiddi til dæmis rafmagnshjól af stærri gerðinni í fyrra í sérstöku átaki til að fjölga slíkum hjólum.
Ólafur Þórðarson fæddist í Reykjavík 1963 og ólst upp í Hvassaleiti þar til hann kláraði menntaskóla og fór í nám til Bandaríkjanna. Hann hefur á þessu ári hjólað í hálfa öld.
Margir eru haldnir söfnunaráráttu og hún tekur á sig margar myndir. Ein birtingarmynd hennar er sú tegund túrisma þegar fólk safnar stöðum; 100 hæstu toppar landsins, fjöldi landa í heiminum, austasta og vestasta hitt og þetta og svo framvegis. Ég verð víst að játa að ég tilheyri þessum hópi fólks. Samt er það yfirlýst trú mín að ferðalög snúist um upplifanir fremur en tölfræði eða landakortaútfyllingar. Mín söfnunarhneigð tengist teiknaraeðlinu í mér.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.