Hér sýnir Árni Davíðsson okkur hvernig á að skipta um sveifarlegu. Verkfærin sem þarf að nota eru sérhæfð og þau er að finna á verkstæði Fjallahjólaklúbbsins sem er opið öllum félagsmönnum.
Hér sýnir Árni Davíðsson okkur hvernig á að skipta um sveifarlegu. Verkfærin sem þarf að nota eru sérhæfð og þau er að finna á verkstæði Fjallahjólaklúbbsins sem er opið öllum félagsmönnum.
Við ætlum í óvænta helgarferð 30 maí.
Fyrri dagleiðin er þægileg, allt á jafnsléttu, á malbiki og góðum malarvegum. Við munum hjóla frá Selfossi, niður að sjónum, að Stokkseyri, þar sem við munum gera hádegishlé og taka brimið og særokið inn í sálina. Hjólum aftur í norður að bílunum, þá höfum við lagt að baki 40 km og áætlum að það taki 5-6 tíma með hléum. Erfiðleikastig 4 af 10.
Margir eru að velja sér reiðhjól þessa dagana og svo vilja krakkarnir stækka eitthvað á milli ára og þá þarf að huga að ýmsu. Hér sýnir Árni okkur hvað þarf að hafa í huga þegar stellið er stillt.
Á vorin er ekki úr vegi að yfirfara reiðhjól fjölskyldunnar og athuga hvort þau séu í lagi. Árni Davíðsson sýnir okkur hvað þarf að athuga áður en fákunum er hleypt út.
Hér sýnir Árni Davíðsson okkur hvernig skipt er um hefðbundna bremsupúða og þeir stilltir til. Ef rifflurnar á púðunum eru orðnar grunnar eða horfnar þá er kominn tími á endurnýja.
Hér sýnir Árni Davíðsson okkur hvernig skipt um dekk og gert við slöngu.
Ég á fleiri en eitt áhugamál. Dag einn er ég gekk inn í þýska myndasagnabúð blasti við mér bók sem sameinaði tvö þeirra: Teiknimyndasögur og hjólreiðar. Þetta var LukkuLákabók eftir þýskan höfund og teiknara – hliðarafurð af hinni einu og sönnu LukkuLákaseríu. Þetta var vel gerð bók með góðum söguþræði og myndum. Líkt og í „alvöru“ bókunum var tekið fyrir ákveðið þema í sögu Norður Ameríku. Hér var það frumtýpan af keðjuhjólinu sem hetjan þurfti að komast á í gegnum hættur vestursins til vesturstrandarinnar. Þar hlaut það hylli almennings en Léttfeti, reiðhestur LukkuLáka, var ekki eins hrifinn.
Árni Davíðsson bretti niður skálmarnar á hjólabuxunum, gerði sér lítið fyrir og var mætingameistari þriðjudagskvöldferða Fjallahjólaklúbbsins árið 2019. Fékk hann að launum Hjólabókina, eftir meistara Ómar Smára, blóm og konfekt.
Í lok júlí sköpuðust aðstæður fyrir mig að fara í nokkuð langa hjólaferð. Ég hef lítil hjólað á hálendinu norður af Vatnajökli og þar sem langvarandi austanátt var í spilinum, beindi ég sjónum mínum að upphafsstað á Austurlandi. Ég fékk far til Akureyrar á föstudagskveldi, gisti hjá Ingvari frænda mínum og ætlaði að hefja leiðangurinn á laugardagsmorgni með því að taka strætó til Egilsstaða upp á Möðrudalsöræfi.
Afmælishátíð Fjallahjólaklúbbsins var haldin með pomp og prakt 27. júlí. Við ákváðum að hafa þetta aðeins veglegra en pylsuhátíð vestur í bæ. Leigðum bústað uppi í Heiðmörk og buðum upp á grillveislu, kaffi, köku, bjór, rautt, hvítt og gos.
Í nokkur skipti hefur Fjallahjólaklúbburinn staðið fyrir lengri hjólaferðum erlendis. Ein slík var skipulögð síðasta vor og farin 2. til 9. september 2019. Það gekk á ýmsu í undirbúninginum en allt hafðist að lokum og varð að snilldar ferð sem gleymist seint.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.