Sumarið 2020 var svolítið öðruvísi. Í miðjum heimsfaraldri héldum við okkar striki með þriðjudagskvöldferðirnar. Enda dásamlegt að hjóla um höfuðborgina og nágrennið. Við ákváðum að breyta um brottfararstað og fara frá Mjódd í stað Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Við rákumst á gamalt plan og ákváðum að fylgja því að mestu. Þess vegna var farið oftar í Heiðmörk og úthverfi en áður.