„Fyrstu fregnir af notkun reiðhjóla á Íslandi birtust í tímaritinu Fjallkonunni árið 1887. Greinin fjallaði um hæfileika kvenna og að þær gætu jafnvel skarað fram úr karlmönnum. Þar var orðið hjólhestur notað í fyrsta sinn. Fyrstu reiðhjólin sem vitað er að hafi verið flutt til Íslands sáust í Reykjavík árið 1890“. „Reiðhjól voru fyrst í fárra eigu og þóttu nýstárleg mitt í hestaumferðinni.“