Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins verður haldinn fimmtudaginn 19. janúar 2023 kl. 20 í klúbbhúsinu Brekkustíg 2.
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins verður haldinn fimmtudaginn 19. janúar 2023 kl. 20 í klúbbhúsinu Brekkustíg 2.
Það er auðveldara en margur heldur að setja nýja gírskipta á hjólið sitt. Hér er skipt um grip gírskipta (grip shift).
Það er frábært að hjóla um Höfuðborgarsvæðið. Í tilefni af Samgönguviku 16. - 22. september tengjum við saman sveitarfélögin í þremur hjólalestum sem hjóla frá bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Reykjavík og Mosfellsbæ.
Árnes er í 95 km fjarlægð frá Reykjavík. Þar er tjaldsvæði, sundlaug og þjóðvegasjoppa. Þar ætlum við að hjóla helgina 15-17 júlí. Nema þar verði arfavitlaust veður eða óguðleg rigning, þá förum við kannski til Hvammstanga. Alla vega. Takið helgina frá fyrir tjaldferðalag.
Framundan er 3ja daga hjólahelgi. Gist á tjaldsvæðinu á Hvammstanga eða hver og einn planar sína gistingu. Aksturstími á Hvammstanga er ca 2.5 klst, um 200 km.
Fyrsta þriðjudagsferðin verður næstkomandi þriðjudag og samkvæmt hefð endar hún í Klúbbhúsinu okkar í Vesturbæ. Þar verður boðið upp á kaffi og kökur. Við hittumst við Landsbankann í Mjódd og leggjum af stað þaðan kl 19:30. Ferðirnar eru styttri og léttari til að byrja með og taka ca 1.5 tíma. Þegar líður á sumarið lengjast ferðirnar og má þá búast við að þær taki 2-3 tíma.
Nú eru Vestfirðirnir komnir í tísku. Lonely Planet var að velja þá sem einn af girnilegustu áfangastöðum í heimi, árið 2022. Árið 2020 varð til svokölluð Vestfjarðaleið í kjölfar þess að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Þetta er skilgreind ferðamannaleið sem ferðaþjónustan á Vestfjörðum hefur unnið að með Vestfjarðastofu í fararbroddi. Það er ekki síst hjólreiðaferðamennskan sem er í sviðsljósinu.
Þegar ein beljan... Klúbbhúsið okkar í Vesturbæ stendur alveg við gangstétt á hornlóð. Og er greinilega ekki heimili. Fyrir vikið verðum við leiðinlega mikið fyrir barðinu á veggjakroturum. Eftir mörg lög af yfirmálun í mismunandi litatónum var kominn tími á að mála allt húsið og biðum við eftir vorinu til að geta framkvæmt það.
Innviðarráðherra skipaði starfshóp til að kortleggja stöðu smáfarartækja í umferðinni og vinna tillögur að úrbótum, m.a. til að tryggja umferðaröryggi og bæta innviði fyrir nýjan ferðamáta. Starfshópurinn á að skila af sér tillögum fyrir 1. júní n.k. Smáfarartæki eru nú einkum rafmagnshlaupahjól sem líka eru kallaðar rafskútur. Það er er stefnt að því að sumarið 2022 liggi fyrir tillögur að breytingum á regluverki smáfarartækja, ásamt áherslum og aðgerðum um örugga notkun, búnað og umhverfi smáfarartækja hér a landi sem samræmist þessum markmiðum. Starfshópurinn á að eiga samráð við opinbera aðila og einkaaðila svo og almenning.
Velo City ráðstefnan 2021 fór fram í Lissabon í september s.l. Höfundur fór á ráðstefnuna ásamt tveimur öðrum íslendingum, Sesselju Traustadóttir frá Hjólafærni og Katrínu Halldórsdóttur frá Vegagerðinni. Ráðstefnan er án efa stærsta ráðstefnan um hjólreiðar í heiminum og er skipulögð af Evrópusamtökum hjólreiðamanna ECF, sem Landssamtök hjólreiðamanna eiga aðild að. Hún er haldin í mismunandi borgum og verður næst 14.-17. júní í Ljubljana í Slóveníu[1]. Á ráðstefnunni er fjallað um allt sem viðkemur hjólreiðum bæði niðurstöður strangra vísinda og reynsluvísinda alls staðar úr heiminum.
Góð hjólastæði fyrir gesti, gott aðgengi fyrir starfsmenn, viðgerðaraðstaða, samgöngusamningar og stefnumótun eru á meðal þess sem gefur stig í Hjólavottun vinnustaða; vottun sem varð til upp úr samfélagsverkefninu Hjólum.is þar sem grasrót, stofnanir og fyrirtæki fóru samhent í aðgerðir til að efla hjólreiðamenningu á Íslandi árið 2015.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.