- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þriðjudaginn 4 september verður lokahóf þriðjudagskvöldferða, og hlýtur sá farandbikarinn sem hefur oftast mætt í sumar. Mæting í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum kl 19:30, við munum hjóla um nágrennið og enda hjá GÁP kl 20:00 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur. Hófinu lýkur svo um kl 21:00 með því að úrslit verða kunngjörð. Hákon J. Hákonarson hefur gefið Fjallahjólaklúbbnum veglegan farandbikar sem og styttu sem vinningshafinn fær til eignar. Síðar í haust verður myndakvöld í klúbbhúsinu, þar sem sýndar verða allar myndir sem hafa verið teknar í sumar, og einnig myndbönd sýnd frá þessum skemmtilegu hjólatúrum.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Árviss ferð að hausti. Hist verður við Árbæjarsafn 15. september kl. 12 og hjóluð Nesjavallaleið yfir Hengilinn og niður að Úlfljótsvatni. Náttúrufegurðin er einstök við bæjardyr höfuðborgarsvæðisins og fallegt að sjá haustlitina með þessum vistvæna ferðamáta. Gist verður í góðum bústað með rúmum og svefnlofti, grillað og farið í pottinn. Hjóluð sama leið til baka. Mestur hluti leiðarinnar er á malbiki og leiðin vel fær götuhjólum, þó ekki racerum. Það eru nokkrar brattar brekkur, svo fólk þarf að vera í sæmilegu hjólaformi, en þetta er ferð sem flestir sem hafa hjólað í klukkutíma eða meira samfleytt geta farið í.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þriðjudaginn 17 júlí munum við hjóla út í Hafnarfjörð, skoða Hellisgerði og fara á kaffihús í miðbænum. Fólk má búast við að ekki verði komið aftur í Höfuðborgina fyrr en kl 23:00, upplagt að hafa með sér vatn á brúsa og eitthvað að maula á leiðinni til að halda uppi orkunni. Brottför frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum, aðalinngangi kl 19:30
- Details
- Ferðanefndin
Fjallahjólaklúbburinn fer í sína árvissu hjólaferð til Viðeyjar, þriðjudaginn 26.júní 2012. Mæting við Viðeyjarferju, Skarfaklettum 3 ekki síðar en kl 19:00, brottför er 19:15. Kaupa þarf miða í ferjuna (kr 1.000,00), og ef fólk vill fá sér vöfflukaffi í Viðeyjarstofu, þá er tilboð í miðasölunni, sigling og vaffla. Það verður hjólað um eyjuna, sagan skoðuð sem og hús og minjar. Siglt aftur til baka kl 22:00
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Gott fólk.
Mig langar að bjóða ykkur í barna- og fjölskylduhjólaferð laugardaginn 16. júní kl. 10, frá aðalinngangi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Allir velkomnir óháð börnum og fjölskyldu. Leiðin verður a.m.k. einn hringur í Laugardal (2,5 km) fyrir þá allra minnstu. Eftir það, fyrir þá sem vilja, getum við haldið áfram að hjóla t.d. inn í Fossvogsdal, og/eða myndað eins konar hjólalest og fylgja þátttakendum áleiðis heim. Sjalfsagt er að stoppa við rólóin á leiðinni.
Með von um að sja sem flesta.
Bestu kveðjur, Ulla Zuehlke
Nánari upplýsingar
- Details
- Húsnefnd
Kompukvöld verður haldið fimmtudaginn 14 júní á Brekkustígnum. Kompukvöldin eru orðin nokkuð fastur punktur í starfsemi félagsins þar sem hjólafólk getur selt eða keypt ýmsan varning .. föt, dekk, gírskipta, styri, dempara og margt annað. Að þessu sinni ætlum við að bjóða fólki að koma með hjól til sölu af öllum stærðum og gerðum. Tilvalið fyrir unga sem gamla að selja eða kaupa draumahjólið á viðráðanlegu verði. Að sjálfsögðu má prútta ! Kaffi á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin að venju.
Fyrirhugað demparanámskeið frestast um 2 vikur.
- Details
- Húsnefnd
Það er opið kvöld á fimmtudaginn. Viðgerðaraðstaðan verður að sjálfsögðu opin. Kaffikarlinn verður á staðnum og býður upp á kaffidrykki úr vélinni góðu.
- Details
- Ferðanefnd
Ágætu félagar. Það styttist í fyrstu helgarferð á vegum ferðanefndar sem er 23-24. júní. Hér er um að ræða 2 daga ferð upp að Snæfellsjökli, Fróðárheiði, Berserkjahraun og Vatnaleið. 100 km og nóg af niðurbruni, klifri, aur, snjó og malbiki allt í bland. Ferðatilhögun er lýst hér
Fleiri greinar...
Síða 26 af 64