Fjallahjólaklúbburinn Fjallahjólaklúbburinn
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Pistlar
    • Pistlar
    • Ferðasögur og myndir
    • Hjólaleiðir
    • Útbúnaður
    • Saga reiðhjólsins á Íslandi
      • I. Inngangur
      • II. Alþjóðlegt baksvið
      • III. Reiðhjólið á Íslandi
      • IV. Samtök hjólreiðamanna
      • V. Reiðhjólið í umferðinni
      • VI. Verslun, viðgerðir og smíði
      • VII. Hjólakeppni
      • VIII. Ferðalög
      • IX. Lokaorð
      • Gamlar ljósmyndir
    • Kveðskapur
  • Dagskrá
    • Höfuðstöðvarnar Sævarhöfða 31
    • Hjólað um höfuðborgarsvæðið
    • Ferðalög ÍFHK
    • Viðburðir annarra
  • Hjólhesturinn
  • Klúbburinn
    • Um okkur
    • Gangið í klúbbinn
    • Umræðan
      • Facebook síða ÍFHK
      • Facebook grúppan
    • Afslættir til félagsmanna
    • Stjórn ÍFHK og nefndir
    • Saga ÍFHK
    • Samþykktir ÍFHK
  • English
Fjallahjólaklúbburinn Fjallahjólaklúbburinn
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Pistlar
    • Pistlar
    • Ferðasögur og myndir
    • Hjólaleiðir
    • Útbúnaður
    • Saga reiðhjólsins á Íslandi
      • I. Inngangur
      • II. Alþjóðlegt baksvið
      • III. Reiðhjólið á Íslandi
      • IV. Samtök hjólreiðamanna
      • V. Reiðhjólið í umferðinni
      • VI. Verslun, viðgerðir og smíði
      • VII. Hjólakeppni
      • VIII. Ferðalög
      • IX. Lokaorð
      • Gamlar ljósmyndir
    • Kveðskapur
  • Dagskrá
    • Höfuðstöðvarnar Sævarhöfða 31
    • Hjólað um höfuðborgarsvæðið
    • Ferðalög ÍFHK
    • Viðburðir annarra
  • Hjólhesturinn
  • Klúbburinn
    • Um okkur
    • Gangið í klúbbinn
    • Umræðan
      • Facebook síða ÍFHK
      • Facebook grúppan
    • Afslættir til félagsmanna
    • Stjórn ÍFHK og nefndir
    • Saga ÍFHK
    • Samþykktir ÍFHK
  • English

Afturljós prófuð

Details
Páll Guðjónsson
Páll Guðjónsson
07. mars 2012

almost-all-lights.jpgÞað er nauðsynlegt að hafa góð ljós á hjólunum stóran part ársins og lengi vel vorum við með ýtarlegar úttektir á gæðum ljósa í Hjólhestinum. Hér er ágæt úttekt á 16 afturljósum frá ýmsum framleiðendum og ættu Íslendingar að kannast við sum þeirra.

Aðalatriðið er kannski hversu mikill munur er enn á ljósunum og að enn er verið að selja hálf gagnslaus ljós því miður innan um stórgóð ljós eins og sést á ljósstyrknum sem mældur er frá 800 og upp í 23000.

Meira …

Opið hús fimmtudaginn 1. mars 2012 frá kl 20:00.

Details
Stjórnin
Stjórnin
29. febrúar 2012

Arnaldur reiðir fram kaffi af miklu listfengi á efri hæðinni.  Viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.

Nýr Hjólhestur er koinn úr prentsmiðju og vantar okkur aðstoð við að pakka honum og greiðsluseðlum fyrir póstsendingu. Það væri gaman að fá sem flesta til aðstoðar.  Boðið verður upp á pizzu og gos.

Félagsgjöldin eru komin í heimabanka flestra og sumir búnir að borga. Við viljum hvetja fólk að borga sem fyrst því þá kemur nýtt félagskírteini með Hjólhestinum og við spörum okkur auka póstburðargjöld. Annars er bara glænýr Hjólhestur að leggja af stað til ykkar með greiðsluseðilinn.

Þau ykkar sem ekki eruð félagsmenn ættuð að kíla á það að ganga í klúbbinn og styðja við bakið á okkur. Það kostar litlar 2000 kr sem sparast fljót með þeim afsláttum sem bjóðast gegn framvísun félagsskírteina. Sjá nánar hér .

Stjórnin

Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi, málþing

Details
Páll Guðjónsson
Páll Guðjónsson
23. febrúar 2012

Á málþinginu verður fjallað um tækifærin sem fólgin eru í hjólaferðamennsku, hver staðan er á Íslandi í dag og hvað við þurfum að gera til að geta nýtt þessi tækifæri. 

Málþingið er liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila, um að skilgreina landsnet hjólaleiða á Íslandi og fleira því tengt.

Dagskrána og nánari upplýsingar má sjá á vef Landssamtaka hjólreiðamanna: Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi, málþing

Ferðir sumarsins kynntar

Details
Ferðanefnd
Ferðanefnd
15. febrúar 2012

Fimmtudaginn 16. febrúar næstkomandi mun ferðanefnd Fjallahjólaklúbbsins kynna ferðir sumarsins, dags- og helgarferðir.  Dagskráin er fjölbreytt og freistandi og allir ættu að finna ferð við sitt hæfi. Fyrsta ferðin verður ferð á Úlfarsfell.  Nánari upplýsingar um hverja ferð er að finna á dagatali klúbbsins .
Heitt á könnunni og viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni. 

Kynningin hefst kl 20:30 að Brekkustíg 2.

Teininganámskeið - kynning

Details
07. febrúar 2012

Farið verður létt í fræðin fimmtudagskvöld 9. feb. Sýnt verður hvernig teina á gjarðir og ýmsar útfærslur og hefðir fyrir mismunandi tilefni. Sýndir verða mismunandi teinar og nipplar frá nokkrum framleiðendum, hersla og lögun.Ef tími vinnst til í lokin fær fólk að spreyta sig við að herða upp og yfirfara sínar eiginn gjarðir undir leiðsögn.

Meira …

Nýir afslættir til félagsmanna

Details
Páll Guðjónsson
Páll Guðjónsson
01. febrúar 2012

Við erum að fara yfir afslætti sem félagsmenn fá gegn framvísun félagsskírteinis og voru tvö ný fyrirtæki að slást í hópinn. Tri og Mataskur

Meira …

Efni óskast í fréttabréfið

Details
Páll Guðjónsson
Páll Guðjónsson
27. janúar 2012

Hjólhesturinn Við minnum á að það er laust pláss fyrir ferðasögur, reynslusögur og ýmisskonar pistla. Þetta verður hefðbundið fréttabréf en ekki „Hjólreiðabæklingur fullur af dönskum dömum“ eins og einhver komst að orði um sérútgáfunar í fyrra og 2010.

Það væri gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki, hugsanlega eftir innblástur úr Hjólreiðabæklingunum sem við höfum dreift samhliða Hjólað í vinnuna keppninni síðustu tvö vor.

Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.

Skilafrestur á efni er út mánuðinn. Þó væri gott að heyra sem fyrst frá þeim sem eru með efni í undirbúning. Hver síða rúmar 6-700 orð / 3200-3500 slög en minna með myndum. - Það er skemmtilegra að hafa myndir með og reynum við að hafa amk. eina flotta opnumynd ef að líkum lætur. Eldri Hjólhesta má lesa hér..

Einnig vantar okkur aðstoð við að afla auglýsinga til að fjármagna blaðið.

Ritnefnd This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stefna borgarinnar í hjólreiðamálum rædd

Details
Húsanefnd
Húsanefnd
24. janúar 2012

rvk-hjolavisarJHJ_044cr.jpg Fimmtudaginn 26. jan verður opið hús þar sem góðir gestir frá Reykjavíkurborg mæta og hafa framsögu um hjólreiðar í borginni. Þetta eru Karl Sigurðsson formaður umhverfis- og samgönguráðs, og varaformaður ráðsins, Kristín Soffía Jónsdóttir. Þau ræða stefnu borgarinnar í hjólreiðamálum og hvernig þau sjá fyrir sér framtíðarskipulag samgöngumála þar sem saman fara ólíkir samgöngumátar. Og sitthvað um snjómoksturinn góða.  Við vonumst til að sjá sem flesta og nú er tækifærið til að spyrja fulltrúana út í málin.

Af þessu tilefni má minna á að hlusta má á framsögu og horfa á glærur Dags B. á ráðstefnu LHM síðasta haust þar sem hann kynnti ýmisar nýjar áherslur hjá Reykjavíkurborg. Allar glærur og hljóðupptökur má nálgast hér áf vef Landsamtakanna: Hjólum til framtíðar, ráðstefna um eflingu hjólreiða til samgangna 

Fleiri greinar...

  1. Dagskráin fram á sumar
  2. Ný gögn frá Reykjavíkurborg um snjómokstur verða til sýnis og umræðu 12/ 01
  3. Dagleiðir í hring á hjóli á Vestfjarðakjálkanum
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33

Síða 29 af 64

Skráið ykkur á póstlistann

Framundan:

13. maí 2025
19:00 -
Beiðholt
19. maí 2025
19:00 - 21:00
Opið Verkstæði
20. maí 2025
19:00 -
Kleppur – Hraðferð
27. maí 2025
19:00 -
Kópavogur
02. jún 2025
19:00 - 21:00
Opið Verkstæði

Fjallahjólaklúbburinn
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691

Vafrakökur og persónuvernd

Vefur unninn af Hugríki.is.