
- Details
- Páll Guðjónsson
Venju samkvæmt hefst vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn núna eftir hátíðarnar og auglýsum við nú eftir efni. Það er laust pláss fyrir ferðasögur, reynslusögur og ýmisskonar pistla.
Það væri t.d. gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki og heyra hvað dreif viðkomandi af stað og hver reynslan hefur verið. Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Bjartur og 3SH ætla að taka höndum saman og halda samhjól á
gamlársdagsmorgun. Hjóluð verður skemmtileg leið sem hentar öllum og
eftir túrinn verður þátttakenndum boðið í heitu pottana í Sundhöll
Hafnarfjarðar.
Lagt verður stundvíslega af stað kl. 09:30 frá Sundhöll Hafnarfjarðar.
Hjólað verður í ca. einn og hálfan klukkutíma, á hraða sem hentar öllum
og verður hópnum reglulega safnað saman.
- Details
- Húsnefnd
Aðventukvöld verður haldið fimmtudaginn 13. desember. Kaffimeistarinn verður á staðnum ásamt vöfflumeistaranum. Eigum saman notarlega kvöldstund. Viðgerðaraðstaðan opin. Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl. 20.

- Details
- Arnaldur Gylfason
Næsta fimmtudagskvöld er kaffihúsakvöld og verður að vanda boðið upp á gott kaffi. Einhverjar sérstaklega góðar baunir verða valdar í þetta sinn.
Í haust var hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar. Undirritaður sendi ásamt félögum inn tillögur að hjólasvæði í Öskjuhlíð. Var tillagan valin í hóp tíu tillagna sem verðlaun hlutu. Ég ætla að kynna tillögurnar á fimmtudaginn og spjalla um Öskjuhlíð og hjólasvæði. Sjáum svo hvert spjallið leiðir okkur. Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl. 20.
Arnaldur
- Details
- Húsnefnd Fjallahjólaklúbbsins.
Ágætu félagar. Fimmtudaginn 22. nóvember verður opið hús hjá
Fjallahjólaklúbbnum og gestir kvöldsins eru stofnendur nýjustu
hjólabúðarinnar í bænum, Reiðhjólaverslunarinnar Berlín, sem hóf göngu
sína í júlí sl. Hún sérhæfir sig í klassískum hjólum og fatnaði, allt
frá sokkum upp í vetrarfrakka, sérstaklega ætlað fyrir borgarhjólreiðar.
Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl. 20.
Viðgerðaraðstaðan verður sem endranær opin á neðri hæðinni. Verið velkomin. Þökk fyrir og sjáumst
- Details
- Húsnefnd Fjallahjólaklúbbsins.
Næsta fimmtudagskvöld (15. nóv) er þemað vetrarhjólreiðar. Farið verður lauslega yfir ýmislegt tengt vetrarhjólreiðum. Þetta verður óformlegt en kjörið tækifæri til að spyrja um búnað og fleira tengt vetrarhjólreiðum.
Eitt af því sem þarf til hjólreiða í skammdeginu er góður ljósabúnaður. Albert Jakobsson úr HFR kemur með nokkur ljós frá Light and Motion til að sýna okkur.
Kaffihúsakaffi verður í boði.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Slökkvitæki ehf ætlar að veita meðlimum ÍFHK 15% afslátt af vinnu (t.d. við endurhleðslu slökkvitækja o.þ.h.). Þeir selja slökkvitæki, reykskynjara, eldvarnarteppi ofl ofl tengt því að verja gegn eldsvoða. Slökkvitæki ehf, Helluhrauni 10, 220 Hafnafirði opið 10 til 17 virka daga. www.eldklar.is
Fleiri greinar...
Síða 24 af 64