- Details
- Hrönn Harðardóttir
Myndakvöld 8 nóvember í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Sýndar verða myndir og myndskeið frá starfsemi Fjallahjólaklúbbsins. Þriðjudagsferðirnar, Viðeyjarferðin, svipmyndir frá opnu húsi á fimmtudögum, viðgerðanámskeið, vorhátíðin o.fl o.fl. Myndirnar verða sýndar kl 20:15 og svo verða myndböndin sýnd eftir kaffihlé um kl 21. Garðar og Örlygur hella upp á kaffi og baka vöfflur.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Couch Fest Films og Fjallahjólaklúbburinn býður unnendum kvikmynda að koma og njóta þess að horfa á nokkrar stuttmyndir í hlýlegu og heimilislegu umhverfi að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Laugardaginn 10 nóvember 2012. Sýningin hefst kl 14:00 og stendur í klukkutíma. Þó er rétt að taka fram að myndirnar sem verða sýndar í klúbbhúsinu eru tilraunakenndar og ekki við hæfi barna eða viðkvæms fólks. Hér má sjá þær myndir sem verða sýndar í klúbbhúsinu: http://www.couchfestfilms.com/films-2012-rvk1.html Aðgangur ókeypis og allir vekomnir á meðan húsrúm leyfir. Og hér má sjá dagskrána í Reykjavík, sýnt verður á nokkrum stöðum í Reykjavík þennan dag og fólk hefur tíma til að labba / hjóla á milli þeirra. http://www.couchfestfilms.com/RVK2012.html
- Details
- Ferðanefnd
Hvað er betra í upphafi aðventu en gíra sig niður í smá kósíheit og jólastemmingu með félögum úr Fjallahjólaklúbbnum. Farið verður í bústað við Úlfljótsvatn föstudaginn 30.11.2012, borðaðar piparkökur, drukkið kakó, farið í heita pottinn eða gert hvaðeina sem fólk langar til. Frjáls dagskrá á föstudegi. Þar eð veður geta verið válynd á þessum árstíma verður laugardagurinn ekki skipulagður fyrirfram, nema það verður hjólað eitthvert. Hvort það verði eitthvað út fyrir heimreiðina kemur í ljós, ef hann brestur á með sól og blíðu verður hjólað í kring um Þingvallavatn, 65 km leið. Annars niður með Úlfljótsvatni, gegn um Þrastarskóg, upp með Soginu og aftur að bústöðunum, 30 km. Eða bara keppni, hver gerir flottasta snjóengilinn.
- Details
- Stjórn ÍFHK
Aðalfundur ÍFHK verður haldinn 18. okt. kl. 20 að Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið
9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda.
Ennfremur er auglýst eftir tillögum að lagabreytingum.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hrönn mun þá sýna myndir og myndband frá ferð Fjallahjólaklúbbsins frá Landmannalaugum niður á Hellu með viðkomu í Dalakofanum. Húsið að Brekkustíg 2 opnar kl 20:00 og myndasýningin byrjar stundvíslega kl 20:15. Myndbandið er í heimildamyndalengd, eða yfir 40 mínútur, svo það verður sannkallað níu-bíó en áætlaður sýningartími myndbandsins er kl 21:00.
Viðgerðaaðstaðan verður opin á neðri hæð hússins eins og venjulega.
Ferðanefnd
- Details
Á opnu húsi ÍFHK næstkomandi fimmtudagskvöld verður kynning á VÄTTERNRUNDAN, stærsta afþreyingarhjólamóti í heimi með yfir 20 þúsund þáttakendum sem hjóla 300 kílómetra leið kringum VÄTTERN. Þáttakendum frá Íslandi hefur fjölgað ár frá ári og í sumar fór 11 manna hópur sem kláraði allur keppni. Hópurinn mætir með ferðasöguna í farteskinu, myndir og videó, ásamt því að spjalla við áhugasama um þáttökuna og hvað þarf að hafa í huga. Léttar veitingar verða á boðstólnum. Húsið opnar kl. 20.
- Details
- Húsnefnd Fjallahjólaklúbbsins.
Fimmtudaginn 13. september 2012 verður haldið viðgerðar og
vetrarundirbúningsnámskeið í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsinns kl 20:00
til 22:00. Farið verður yfir helstu atriði í bremsu og gírbúnaði sem og
það helsta sem þarf að hafa í huga þegar vetur gengur í garð. Léttar
veitingar. Námskeiðið er á „óformlegufyrirlestrarformi“ og því skráning
óþörf. Frítt fyrir meðlimi ÍHFK, 1000,- fyrir aðra.
- Details
- Landssamtök hjólreiðamanna
Framundan er hjólaráðstefnan; Hjólum til framtíðar 2012; rannsóknir
og reynsla. Hún verður haldin í Iðnó 21. september frá kl. 9 - 17.
Í ár leggjum við áherslu á það sem efst ber á baugi í heimi hjólavísindanna og reynslu þeirra sem hafa eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi.
Til landsins koma virtir vísindamenn með fyrirlestra m.a. frá Bretlandi og Finnlandi. Einnig verða innlendar hjólatengdar rannsóknarniðurstöður og rannsóknir kynntar auk þess sem farið verður yfir reynslu einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga af eflingu hjólreiða.
Fleiri greinar...
Síða 25 af 64