
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Vegna óviðráðanlegra orsaka verðum við að fresta þessari ferð um óákveðinn tíma.
Lagt af stað á bílum frá Reykjavík laugardaginn 27 júlí kl 8:30. Keyrt til Víkur, þar sem gist verður á vel útbúnu tjaldsvæði. Hægt að sitja inni í rúmgóðu skýli, hita sér vatn og rista brauð. Kl 11:00 verður hjólað upp í Þakgil eftir ágætum malarvegi, þaðan þræddur árfarvegur Kerlingardalsárinnar nokkra kílómetra, uns komið er á sæmilegan sveitaveg vestan megin við ána. Brunað niður að Vík á malbikinu og sólstólarnir dregnir fram. Farið út að borða um kvöldið. Þetta landsvæði er ákaflega fallegt, bakgarðurinn að Þórsmörk er í senn hrikalegur og tignarlegur. 40 km dagleið, og búast má við 6-8 klst með hæfilegum sólbaðspásum. Erfiðleikastig 7 af 10. Upplagt að taka með vaðskó og lítið handklæði.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Fjallahjólaklúbburinn hefur nú skipulagt helgarferð um svæði frá Kili, inn undir sunnanverðan Hofsjökul og niður með Þjórsá.
Hjólaleiðin er mjög krefjandi og krefst færni í hjólreiðum á fjöllum. Leiðin liggur eftir grófum malarslóða, hraun og sanda. Einnig þarf að fara yfir nokkrar ár. Erfiðleikastig er 9/10.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Næsta þriðjudag verður hin árlega hjólaferð til Viðeyjar. Mæting hjá Viðeyjarferju, Skarfagörðum 3 kl 19:00 Ferjan leggur af stað kl 19:15, greiða þarf far kr 1.100,00 og eftir leiðsögn um eyjuna er hægt að fá sér kaffi og vöfflur í Viðeyjarstofu.

- Details
- Húsnefnd
Næsta fimmtudagskvöld verður hjólreiðakeppnin Jökulmílan kynnt.
Jökulmílan er lengsti einstaklingsmiðaði hjólreiðaviðburður sem er skipulagður árlega á Íslandi. Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er 160,9 km langur, eða nákvæmlega 100 mílur. Jökulmíluna er því með sönnu hægt að kalla „Aldarskeið“ eða á ensku „Century Ride“ sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða vestanhafs. Við skipuleggjendur Jökulmílunnar, viljum höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna eins og gjarnan er með slíka viðburði. Við skorum á þig að reyna „Míluna“ á þínum eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Vorhátíð Fjallahjólaklúbbsins var haldin fimmtudaginn 30 maí, góðir gestir mættu, gæddu sér á pylsum með öllu og svo bauð Arnaldur gestum upp á eðal kaffi að hætti Klúbbhússins. Fjörugar umræður á baðstofuloftinu settu svo punktinn yfir i-ið.
Hér eru fleiri myndir. Smellið á þær til að sjá þær í fullri stærð og veljið slideshow til að fá sjálfvirka myndasýningu.:

- Details
- Sesselja Traustadóttir
Hjólum til framtíðar 2013 – réttur barna til hjólreiða
Föstudaginn 20. september 2013 kl. 9 – 16. Takið daginn frá.
Ágæti viðtakandi.
Í Evrópsku samgönguvikunni í haust, ætlum við að skoða saman hjólaaðstæður íslenskra barna á málþinginu Hjólum til framtíðar 2013 – réttur barna til hjólreiða.
Megintilgangurinn með ráðstefnunni er að skoða innlendar aðstæður, er hér allt í sóma? Rýna í reynslu annarra og greina með hvaða hætti og hvort gera megi hjólreiðar meira aðlaðandi í íslensku skólasamfélagi – aðferðir og leiðir. Þemað er Réttur barna til hjólreiða.
- Details
- Húsnefnd
Hin árleg vorhátíð IFHK verður haldin fimmtudaginn 30 maí næstkomandi. Sumarið hefur látið á sér standa og finnst okkur upplagt að hittast, grilla pylsur, segja sögur og deila áformum sumarsins. Margar áhugaverðar ferðir verða farnar á vegum klúbbsins nú í sumar og er upplagt að kynna sér málið.
Hér eru nokkrar myndir frá hátíðinni í fyrra.
Kveðja. Garðar
Fleiri greinar...
Síða 21 af 64