- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hjólaferðin hefst á Sandártungu í Þjórsárdal, laugardaginn 26 júlí kl 12:00. Hjólað um línuveg og skógarslóða. Ca 30 km. Erfiðleikastig 5 af 10. Um kvöldið er sameiginleg máltíð og kvöldvaka, gist í Hólaskógi í svefnpokaplássi. Takið sundföt með, aldrei að vita nema Þjórsárlaug verði mátuð.

- Details
- Hrönn Harðardóttir
Lagt af stað laugardaginn 10 maí kl 11:00 frá Olís Bensínstöðinni við Norðlingaholt. Hjólað eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg. Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns, þar sem gist verður í góðum bústöðum með heitum potti. Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki. Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer. Fólk þarf að hafa með sér nesti til tveggja daga, það verður sameiginleg máltíð á laugardagskvöldi (innifalið í verði), drykkjarföng að eigin vali, rúmföt (lak, sængur og koddaver), tannbursta og sundföt. Trússbíll tekur farangur og aðrar pjönkur, möguleiki á að fá aðstoð upp Hengilinn ef brekkurnar taka um of í. Það er sjónvarp í bústöðunum og hægt að fylgjast með Eurovision keppninni sem er á laugardagskvöldið.

- Details
- Árni Davíðsson
Hjólateljari var settur upp síðasta sumar við nýja hjólastíginn meðfram Suðurlandsbraut, rétt hjá gatnamótunum við Kringlumýrarbraut. Hann telur þá sem hjóla framhjá og sýnir hversu margir hafa hjólað hjá yfir daginn og yfir árið. Talningin er líka birt á heimasíðu framleiðandans og hægt er að kalla fram niðurstöður úr teljaranum í sólarhring eða mánuð aftur í tímann á heimasíðunni.
- Details
- Bjarney Gunnarsdóttir
Hjólreiðahópur Almenningsíþróttadeildar Víkings var stofnaður vorið 2013. Síðan í haust hefur hann haldið úti æfingum í öllu veðri, með- og mótvindi, sólskini, snjó og hálku. Hópurinn hittist ávallt á fimmtudögum kl. 18:00 við Víkingsheimilið. Æfingar eru fjölbreyttar og misjafnt er hvort hjólaður er hringur um bæinn eða gerðar hjólaþrekæfingar s.s. brekkuhjólreiðar eða hjólasprettir. Að auki er aðstaða til styrktarþjálfunar í Víkingsheimilinu og nýtti hópurinn sér það í vetur þegar veður var sem verst. Æfingarnar eru einstaklingsmiðaðar þannig að hver og einn tekur þátt á sínum forsendum. Engin krafa er gerð um aldur eða útlit hjóls og því geta allir áhugasamir hjólarar verið með. Það eina sem þarf er áhugi á hjólreiðum.

- Details
- Vefstjóri
Við viljum hvetja fólk að borga sem fyrst því þá getum við sent nýtt félagskírteini með Hjólhestinum og sparað klúbbnum auka póstburðargjöld. Glænýr Hjólhestur er kominn úr prentsmiðjunni, óvenju stór og pattaralegur enda stútfullur af efni. Endilega reynið að ganga frá greiðslu fyrir helgi svo þið verðið með í fyrstu dreifingu.

- Details
- Vefstjóri
Vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn er komin á fullt og auglýsum við nú eftir efni. Það er laust pláss fyrir ferðasögur, reynslusögur og ýmisskonar pistla.
Það væri t.d. gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki og heyra hvað dreif viðkomandi af stað og hver reynslan hefur verið. Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.
Fleiri greinar...
Síða 19 af 64