- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Sumarið '99 var ég á bílaferðalagi um Þýskaland og að heimsækja gamla vini. Þá sá ég Móseldalinn í fyrsta skipti og eyddi einum degi þarna og heillaðist gersamlega. Ég var staðráðinn í því að koma þarna aftur og gefa mér enn meiri tíma til að skoða allt sem svæðið hefur uppá að bjóða.
- Details
Þá er tími ljósdíóðunnar kominn. Ljósdíóðan er greinilega að ryðja hefðbundinni ljósaperu af markaðnum. Sífellt fleiri díóðuljós líta dagsins ljós. Fyrirtækið Cateye kemur á hverju ári með ný ljós á markaðinn. Sum þeirra eru ekkert sérstök en oftast má finna athyglisverð ljós.
- Details
Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan LOOK framleiðandinn kom fyrst fram með smellupedala. Voru þeir sérstaklega hannaðir fyrir götuhjólakeppni. Skórnir sem við þessa pedala þurfti að nota voru ekki beinlínis merkilegir. Voru þeir meira og minna úr skræpóttu grjóthörðu vínilefni. Það var því ekki hægt að klæðast þeim við nein jakkaföt auk þess sem ákaflega óþægilegt var að ganga í flestum skóm þessarar gerðar. Það sem gerði þessa skó og pedala hins vegar ekki að almenningseign var að undir skóna þurfti að skrúfa skósmelluna, geysimikið plaststykki (Cleat). Var það svo stórt að ef maður steig af hjólinu gekk maður eins og mörgæs og í hverju fótmáli mátti heyra "klik-klak-klik-klak". Það var því ekki nein skemmtiganga fyrir 20 árum þegar dekk sprakk á keppnishjólinu og maður þurfti að ganga heim.
- Details
- Óli Þór
Er gerlegt að nota hjól sem samgöngutæki í Reykjavík?
Upphafið: Sumarið 1999 byrjaði ég að hjóla. Hafði keypt allnokkuð notað
hjól á uppboði hjá Löggunni nokkru áður. Í fyrstunni var ætlunin að
kanna hvort það væri mögulegt að hjóla alla leið í vinnuna, úr miðbæ
Reykjavíkur að Rannsóknastofnunum á Keldnaholti, rétt rúmir tólf
kílómetrar, það væri minna mál að komast heim aftur það er jú alltaf
hægt að láta ná í sig á bílnum.
- Details
- Alda Jóns
Matur á ferðalögum
Mér datt í hug að setja á blað nokkur atriði sem að ég hef lært á mínum ferðalögum. Því að það eru ekki allir til í að lifa á bjúgnakaffi eða súrum bjúgum við að upplifa fegurð landsins okkar (tilvitnun í Magga Bergs).
- Details
- Páll Guðjónsson
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins var 7. nóvember. Að venju fór hann vel fram. Alda, Sólver og Sigurður sitja áfram í stjórn og tveir nýjir koma inn Óli "litli" og Guðlaugur Stefán Egilsson.
Umræður spunnust um ýmis mál og var sátt um störf síðustu stjórnar og að halda áfram á svipaðri braut. Alltaf má þó gera betur og helst að það vanti baráttufólk inn í starfið til að auka drifkraftinn. Fólk getur skráð sig í nefndir með því að hafa samband við Öldu formann eða senda póst á netfang klúbbsins
- Details
- Alda Jónsdóttir
Eftir að hafa verið á myndasýningu hjá Magga Bergs í klúbbhúsinu og
séð og heyrt um Arnarvatnsheiðina var eins og einhver innri auðnalöngun
vaknaði og mig langaði að fara alein í smá krefjandi ferð og treysta
bara á sjálfa mig. Ég er vön að ferðast með fjölskyldunni, vinum og
klúbbnum í allskonar ferðum en hafði aldrei farið neitt ein nema
skjótast á Laugarvatn í sumarbústað.
- Details
- Details
- Gísli Guðmundsson
Jæja krúttin mín nú kemur sagan um drenginn sem ákvað að fara í hjólreiðaferð með Íslenska fjallahjólaklúbbnum til Úlfljótsvatns sumarið 1999. Drengurinn pakkaði öllu niður í tösku á föstudagskvöld og gerði allt klárt. Á laugardagsmorgun var fengið sér í gogginn og hjólað af stað með viðkomu í vinnunni þar sem drengurinn þurfti að klippa nokkra hausa áður en lagt var í hann. Jæja allt tók þetta nú enda og steig drengurinn á bak og lagði af stað áleiðis að Árbæjarsafni þar sem allir ætluðu að hittast og leggja á ráðin hvernig við ættum að hjóla þetta og niðurstaðan var að við áttum að fara áfram. Fjölmenni var í ferðinni og lögðum við af stað í lögreglufylgd út úr bænum vegna þess að það var mikið af börnum með í för bæði á hjólum og í aftanívögnum svo það varð að fara varlega í allri bílaumferðinni.
- Details
- Gísli Guðmundsson,
Það var sumarið 1996 sem ég ákvað að hjóla hluta af vestfjörðunum og ákvað ég að byrja að hjóla við Brjánslæk og tók ég ferjuna Baldur yfir Breiðarfjörð sem er gríðarlega fallegt svæði og ætti fólk að setja slíka ferð á planið hjá sér þó það væri ekki nema bara fram og til baka. En hvað um það. Ferðin byrjaði í Stykkishólmi þar sem ferjan var tekin og hjóleríið byrjaði í Brjánslæk.
- Details
Ég hef fengið nóg, þá sérstaklega eftir að ég var keyrður niður á gangstétt fyrir framan heimili mitt. Það var þá sem ég sannfærðist um, sem og eftir reynslu fyrri ára, að ég ætti ekki að hjóla á gangstéttum heldur vera úti á götu þar sem hjólreiðamenn eiga fullan rétt á að vera. Nú getur verið að einhverjum þyki ég vera orðinn bilaður og vel má vera að fyrir þá sem fara hægt á hjólum sínum séu gangstéttirnar fullkomnar samgönguæðar. En fyrir mig sem get ágætlega haldið 30-40 km hraða og aðra sem líta á reiðhjólið sem samgöngutæki, þá eru íslenskar gangstéttir ónothæfar. Staðreyndin er sú að hvergi lendi ég jafn oft í hættum eins og á gangstéttum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Umhverfismálastofa Landverndar og Umhverfisstofnunar HÍ héldu málstofu í Ráðhúsi Reykjavíkur, 11. október 2001 og þar sem þessi mál voru rædd og margt athyglisvert var sagt. Að sjálfsögðu barst talið oft að einkabílnum og vandamál sem honum fylgir og þörfinni á að leita annarra lausna. Hér má sjá valin ummæli og tengingu á vef Landverndar þar sem lesa má öll erindin.
Meðal annarra talaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um skipulagsmál og vitnaði í skipulagsmarkmið um að "Efla vistvænar samgöngur; svo sem almenningssamgöngur og hjólreiðar.." og sagði: "Þetta er sú sýn sem við setjum fram en veruleikinn er ennþá dálítið annar. Við búum í samfélagi mikilla mótsagna þar sem við erum öll í orði kveðnu á kafi í umhverfisvernd - sérstaklega þegar hún veldur okkur engum óþægindum - og þykir óskaplega vænt um náttúruna, en erum svo algerlega móralslaus þegar kemur að skipulagi hins manngerða umhverfis sem við ætlum að skila til framtíðar."
Já, það eru orð að sönnu að Aðalskipulagið er sú sýn sem stjórnmálamenn setja fram en veruleikinn er ennþá dálítið annar eins og sést á hjólreiðastígum borgarinnar sem fjallað er um hérá umferðarvefnum okkar. 14/10/2001 PG
- Details
- 2001-9-22
Hér eru svipmyndir frá opnun hjóla- og göngustígsins í Mosfellsbæ. Það var klippt á borðann við Korpubrúna á laugardaginn 22. sept. og margir mættu og hjóluðu síðan með hópnum að íþróttamiðstöðinni í Mosfellsbænum.
Þetta var líka dagur sem notaður var víða í Evrópu til að hvetja fólk til að skilja einkabílinn eftir heima og kynna um leið hvaða aðrir valkostir eru í boði og þá umtalsverðu kosti sem þeim fylgir. Um þetta má lesa hér: www.22september.org en klúbburinn hefur líka fróðleik á íslensku um þessi málefni á vef sínum á síðu sem við köllum "Hugsað til framtíðar" Kynnið ykkur málin og myndið ykkur skoðanir byggðar á staðreyndum.
Páll Guðjónsson, vefstjóri ÍFHK
- Details
- Páll Guðjónsson
Reykjvíkurmaraþon 18. ágúst 2001 - Sjálfboðaliðar frá ÍFHK hjálpa til.
- Details
- Páll Guðjónsson
Reykjvíkurmaraþon 18. ágúst 2001 - .
Myndir teknar í keppninni og fyrir og eftir í klúbbhúsinu.
- Details
- Páll Guðjónsson
Reykjvíkurmaraþon 18. ágúst 2001.
Myndir teknar eftir keppnina í klúbbhúsinu okkar.
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Jakob viðar Guðmundsson
Hér eru nokkrar svipmyndir úr þriðjudagskvöldferðinni um Seltjarnarnes 12 júní 2001.
- Details
- Oddný Guðmundsdóttir
Sumir eiga bíla og aka þeim, eins og þeim þóknast um landið. En við getum ekki öll átt bíla. Það er heldur ekki nauðsynlegt. Áætlunarbílar ganga um alla helztu vegi. En auðvitað fer áætlunarbíll aðeins þá leið, sem honum er ætlað að fara. Og ekki er hann að stanza, til að lofa okkur að skoða Dettifoss, Ásbyrgi, Dimmuborgir eða hellana við Ægissíðu. Og enn síður fer hann heim í hlað til allra kunningja, sem okkur langar til að sjá. Hann bíður heldur ekki þar til þokunni léttir, svo við getum séð Herðubreið eða Tindastól.
Fleiri greinar...
- Bót á stígum
- Þú Þór bifreiðarinnar!
- Athugasemdir við göngu- og hjólastíga við mislæg gatnamót Víkurvegar og Vesturlandavegar
- Þriðjudagskvöldferð um Grafarvog
- Þriðjudagskvöldferð um Garðabæ
- Fjölskylduferð til Úlfljótsvatns 2001
- Reiðhjólafólk og Reykjanesbraut
- Þriðjudagsferð um Laugarnesið
- Svipmyndir úr unglingaferð
- Sveitafélögin hjóluð saman
Kveðskapur
Hér er safn af kveðskap um hjólið sem hefur birst í fréttabréfum klúbbsins í gegnum tíðina.