- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
Framljós – nýtt frá Cateye
Þá er enn einn veturinn genginn í garð og um leið tími ljósanna. Úrvalið á íslenska markaðnum hefur lítið breyst frá fyrri árum, hvað þá frá úrvali síðasta árs. Trek er þó komið með ný díóðuljós og Hjólhestinum barst í hendur glæný ljós frá Cateye. Örninn er umboðsaðili beggja framleiðenda.
Þegar þetta er ritað þá var verðið á ljósunum ekki komið né heldur var hægt að lesa um þau á heimasíðu Cateye. En það er nokkuð spennandi að vera með þeim fyrstu að skoða ljós sem eiga líklega eftir að vera á markaðnum næstu 2-4 árin. Hér eru á ferðinni smáspennuljós sem flest ganga á 2,6 – 3,0 voltum fyrir utan eitt sem gengur á 5,4 - 6,0 voltum. Þetta eru því ódýrustu ljósin frá Cateye og má gera ráð fyrir því að verðið sé í öllum tilvikum undir 3500 kr. Cateye er þegar farin að hefja framleiðslu þessara ljósa úr gagnsæju plasti sem nýtir ljósið mun betur. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort það verði til þess að ljósið skíni beint í augu hjólreiðamanns með tilheyrandi truflun.
- Details
Dekk, gjarðir og fatnaður
Síðasti vetur (1999) var óvenju snjóþungur. Borgaryfirvöld hreinsuðu snjó af akvegum og bílastæðum nótt sem nýtan dag. Annað fékk að sitja á hakanum, þar á meðal stofnstígakerfið. Það væri afskaplega notalegt ef R-listinn stæði við sín fögru fyrirheit um að auka veg hjólandi og gangandi í borginni, líka á veturna. En borgin hirti hreinlega ekkert um að ryðja snjó af göngustígum nema þá ómarkvisst á afmörkuðum stöðum sem ekki dugði til samgangna.. Það er eins og D-listinn hafi aldrei farið frá eða félagarnir Einkabíllinn og Andsk… séu búnir að hrifsa til sín öll völd. Vegna þessa varð undirritaður að hugsa hlutina upp á nýtt og deila ferðalögum sínum með akandi umferð á skeindum götum borgarinnar. Ekki dugði að hringja og kvarta enda er ég ekki bíleigandi. Ekki dugði heldur að nota nagladekkin sem höfðu verið undir hjólinu seinustu 5 vetur og enst einstaklega vel, Nokian 1,9” Mount and Ground 160 nagla. Það þurfti dekk með betra snjómynstri sem gæfi kost á að hjóla um akvegi borgarinnar með sem mestu öryggi. Sem betur fer var Nokian (www.nokian.com/bike) komin með ný dekk á markaðinn sem uppfylltu óskir mínar 2,1” Extreme 296 nagla. Það þurfti aðeins að skipta um dekk að framan til að auka öryggið til mikilla muna.
- Details
- Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir
Hjólreiðamenn hafa lengi barist fyrir aukinni og bættri aðstöðu hvort sem er til útivistariðkunar eða til samgangna. Rök eða skýring yfirvalda á því að ekkert eða lítið sé gert, er oftar en ekki að það hjóli svo fáir á Íslandi og þá helst bara útlendingar. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) ákváðu að gera lauslega athugun á því hversu margir hjóli í raun og veru með því að telja hjólreiðamenn annars vegar á nokkrum gatnamótum milli klukkan 7 og 9 að morgni og hins vegar á einum gatnamótum yfir heilan dag. Stefnt er að því að halda þessari athugun áfram svo nákvæmara mat fáist.
- Details
- Björn Finnsson
Velkomin á vetrarslóð,
vegferð hjólamanna.
Rík af sælu, andlitsrjóð
eftir hjólreið sanna.
- Details
- Björn Finnsson
Haf til vetrar hjólahest
hertum nöglum búinn,
Heilsubótar hjartagest,
hamingjunni knúinn.
Klæði góð í kulda og trekk,
keðju hreina og smurða,
til varnar fyrir veðurtrekk
vatni og frosti élja.
Af luktum skærum ljómi skært,
lýsi stíga ferðum.
Bjöllur hljómi bjart og tært,
bremsur aldrei skerðum.
Í teinagliti tindrar ljós
tign á myrku kveldi.
Hjólreiðamaður hrímguð rós
hræddur í bílaveldi.
Ástand lífsin ætíð best
eftir hjólaferðir,
Gefur sálum manna mest
metur þeirra gerðir.
Vetrarsól er vakin stund
vaskra hjólagarpa.
Léttir mönnum leiða lund,
lífssins hljómi harpa.
Hverjum manni mest um vert
mætti og gleði halda,
í myrkri eigi magni skert
mannlíf hjóla falda.
Björn Finnsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Helgi og Lára
Við hjónin byrjuðum okkar hjóla-þróunarsögu fyrir 2 árum síðan þegar húsbóndinn fékk þokkalegt hjól. Síðan þegar frúin fékk hjól ári síðar voru á því táklemmur. Þeim var hinsvegar kippt snarlega af eftir fyrsta hjólreiðatúrinn. Þar sem hún var nær fallin í götuna á öðru hverju horni sem þurfti að stoppa á. Þar með voru táklemmur stimplaðar sem stórhættulegur hlutur sem fyrir löngu hefði átt að vera bannaður.
- Details
- Jói Leós.
- Details
- Björn Finnsson
Félagslíkaminn er nú á hröðu vaxtaskeiði unglingssins og má segja að þar springi margt út. Félögum fjölgar, ferðir blómstra, viðgerðaraðstaðan með öllum góðu verkfærunum laðar að sér félagsmenn til umhirðu hjólanna. Nýstækkuð setustofan býður sífellt fleiri velkomna í hlýlegan faðm sinn með umræðum, kaffisopa, myndum, myndböndum, frásögnum, leiðbeiningum, blöðum og skipulagi lífs og ferða.
- Details
- Árni Þór Sigurðsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Ólafur Jóhannes Stefánson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Björn Finnsson
Heilsubót með hjól við fót
hjartað skjótar herðir,
endurmótar innra rót
eflir fljótar ferðir.
Bætir kjörin, býður fjör
með börnin úti að hjóla.
Fögur tjörnin, fugl og stör,
frískleg för um holt og hóla.
Þegar ég var úti að hjóla í dag sá ég tvo svartklædda karla á ferð um bæinn á hjólum, við frekari athugun kom í ljós að hér voru á ferð lögregluþjónar á nýjum fjallahjólum sem lögregluembættið hefur fjárfest í.
Voru karlar þessir hressir í bragði en hefðu mátt vera betur búnir til hjólreiða til dæmis klæddir fyrir slíkt. Voru þessir knáu knapar á hringferð um aðal útivistarsvæði borgarinnar. Vil ég óska lögregluembættinu til hamingju með hjólalögguna.
Knáir voru knapar svartir.
komnir á hjóla vakt
lögðu í ferðir býsna bjartir
báðir voru í takt.
Hjólalöggan hjálmum búin
hjálpar fólki á ferð.
Annars væri öfugsnúin
öll sú vinnugerð.
Vísur þessar urðu til við sjón þessa.
Kveðja
Bjössi.
- Details
- Lára
Ég var búin að ákveða að fara ekki í þessa ferð, en þegar nær dró helginni og ég sá hversu góð spáin var, undirstakk ég systir mína að hafa litlu stelpuna og bróðir minn að sækja mig ef ég gæfist upp. Veðurblíðuna á laugardagsmorgninum stóðst ég auðvitað ekki, og ákvað að skella mér með manninum vitandi að blessaður gsm síminn virkaði og bróðir minn með kveikt á sínum. Það var mjög vel tekið á móti okkur á planinu (þó við værum í síðasta falli). Drifum við í því að græja okkur og leggja af stað.
- Details
- Páll Guðjónsson
Íslandsvinurinn góði Ulf Hoffmann sendi okkur grein sem hann skrifaði og birtist í nýjasta hefti RadZeit þar sem fjallað er um klúbbinn, landið og manninn sem er jafn frægur og Björk, Magnús Bergsson. Einnig kemur hjólaferð Mick Jagger á Ísafirði við sögu og fl.
Fleiri greinar...
Kveðskapur
Hér er safn af kveðskap um hjólið sem hefur birst í fréttabréfum klúbbsins í gegnum tíðina.