- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Svínaskarð - Þingvallavegur
(hringur)
Vegalengd: 36 km
Upphafsreitur GPS 64 11 449N 21 32 341W
Möl 65% Malbik 35%
Heildarhækkun: 600 m.
Ferðin hefst við Þingvallaveg við afleggjara að Hrafnhólum. Hjólað er norður að Leirvogs á (3,3 km) og þá beygt til hægri inn með sumarhúsabyggð og áleiðis upp Svínaskarðið. Komið er niður á Kjósarskarðsveg að norðanverðu og þá beygt til hægri áleiðis að Þingvallavegi. Leiðin er mjög krefjandi um Svínaskarðið þar sem um grófan og brattan vegslóða er að fara, en auðveld að öðru leyti.
- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Arnarstapi -Snæfellsjökull-Fróðárheiði (hringur)
Vegalengd: 55 km
Möl 50% Malbik 50%
GPS punktur á upphafsreit: 64 46 094N 23 38 424W
Talsvert brött leið á grófum vegi upp á jökulhálsinn fyrstu 7 km en að því loknu niðurbrun "norður og niður" að Útnesvegi (nr 574). Skemmtileg leið fyrir þá sem unna klifri og niðurbruni, bæði á malbiki og möl.
- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Hrafnseyrarheiði - Kvennaskarð (hringur)
Vegalengd: 50 km
Upphafsreitur GPS 65 45 561N 23 27 044W
Möl 100%
Heildarhækkun: um 1000 m.
Ferðin hefst við Hrafnseyri í Arnarfirði. Hjólað út með Arnarfirðinum fyrstu 16 km og þá beygt til hægri, áleiðis upp í Kvennaskarð. Vegslóðinn er grófur á köflum. Hjólað niður með Kirkjubólsá uns komið er á veg austan Hofs. Þá tekin fyrsta beygja til hægri áleiðis að bænum Bakka, í gegnum hlaðið og upp á þjóðveg, áleiðis suður á Hrafnseyrarheiði. Neyðarskýli er efst á heiðinni (GPS 65 48 389N 23 26 075W). Leiðin er krefjandi í heild, en felur í sér mikið niðurbrun að loknu puði upp í Kvennaskarðið annarsvegar og Hrafnseyrarheiðina hinsvegar.
- Details
- Árni Davíðsson
Reiðhjólið er ökutæki og hjólreiðamaðurinn er stjórnandi ökutækis. Þegar hjólað er af stað er rétt að hafa í huga að fyrir reiðhjól gilda um margt sömu lögmál í umferðinni og fyrir bíla.
Hjólreiðamönnum farnast best þegar þeir haga sér líkt og aðrir ökumenn í umferðinni og þegar komið er fram við þá sem ökumenn.
Á umferðarþungum stofnbrautum með að- og fráreinum og miklum umferðarhraða gilda að hluta aðrar reglur. Um hjólreiðar á stofnbrautum er ekki fjallað í þessum pistli.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Hvernig hjól á ég að fá mér? Einföld spurning en svarið er langt frá því
að vera einfalt. Mjög fjölbreytt úrval er til af hjólum en hvað af þeim
hentar mér? Forsendurnar sem við sjálf verðum að setja eru: verð,
notkunarsvið, stærð og áætluð notkun.
- Details
- Ásbjörn Ólafsson
1. Stofnun hjólaráðs
Stofnaðu
hjólaráð til að móta þá stefnu og þær hugmyndir sem
fyrirtækið/stofnunin gæti unnið eftir og væru líklegar til árangurs.
Markmið ráðsins væri einnig að koma hugmyndunum í framkvæmd og það með vilja stjórnar. Myndun samgöngustefnu gæti verið hluti af aðgerðunum.
- Details
- Ásbjörn Ólafsson
Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en á vef Landssamtaka hjólreiðamanna eru nokkrar hugmyndir.Smellið hér.
- Details
- Guðný Einarsdóttir og Páll Guðjónsson
Hvað þarf að gera til að hjólreiðar verði raunhæfur kostur fyrir þig?
Við þekkjum það öll að vera föst í viðjum vanans og finna okkur ýmsar
ástæður til að viðhalda þeim. En er hægt að hafa áhrif á þig? Viltu
skipta um gír? Hvaða hindrar þig í að gera hjólreiðar að lífsstíl þínum?
- Details
- Guðný Einarsdóttir
Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar hjólið er tekið fram að vori.
Þrýstingur í dekkjum er mældur í pundum. Það stendur á dekkjum hversu mikill þrýstingur á að vera. Grennri dekk þola meiri þrýsting. Hjólið rennur betur og það springur síður ef réttur þrýstingur er í dekkjum.
- Details
- Jóna H. Bjarnadóttir, ÍSÍ.
Hjólað í vinnuna fór fyrst af stað árið 2003. Landsmenn hafa tekið átakinu mjög vel og hefur þátttaka aukist um 1400% frá upphafi. Meginmarkmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
- Details
8788492 og losa! Búin að kaupa sólarhringsleigukort að og
París er mín. Svona einfalt er að ferðast um París fyrir 1 evru á dag.
Við sannreyndum það mæðgur á ferð okkar um borgina á dögunum. Fyrir
þessa einu evru vorum við með afnot af Velib’ hjóli í sólarhring og
komumst á einkar ánægjulegan hátt um alla borgina.
Stöðvarnar liggja þétt og við höfðum hvert hjól í 30 mín. í senn. Utan við húsið okkar í hverfi 9 voru 28 m í næstu hjólastöð. Þar biðu þau eftir okkur; u.þ.b. 20 hjól í röð sem við gátum valið á milli. Ég valdi alltaf hjól sem var með heilleg handföng og virtist í góðu standi. Einstaka sinnum mátti sjá hjól með slitna keðju eða laskað að öðru leyti. Hins vegar er líklegt að þau hafi verið fljótlega fjarlægð af starfsmönnum JCDecaux og einkennandi var hversu heilleg flest hjólin voru.
- Details
- Jóhannes Andri Kjartansson
Síðan ég var unglingur og gekk Laugaveginn svokallaða hefur mig alltaf
langað til að hjóla þessa leið en aldrei látið af því verða fyrr en
nýlega. Í september 2008 ákvað ég ásamt tveimur vinnufélögum, þeim
Ásmundi og Davíð, að hjóla þessa leið áður en veturinn gengi í garð.
Ætlunin var að hjóla í einni lotu þessa 55 km með stuttum stoppum í þeim
fjórum skálum sem eru á leiðinni og vonandi ekki vera lengur en 12-14
klst niður í Langadal, Þórsmörk.
- Details
- Stefan Sverrisson
Ferðamenn: Stefán Birnir Sverrisson
Dagsetning 29.7.2008
Vegalengd: 50 km
Mesta hæð: 621 m
Hjól: Mongoose-fjallahjól með framdempara, leigt á Ísafirði
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Þó að 20. afmælisár Fjallahjólaklúbbsins hafi verið í fyrra og dagskrá
klúbbsins verið fjölbreyttari en nokkru sinni að því tilefni, er samt
útlit fyrir að það herrans ár 2010 verði enn stærra og fjölbreyttara.
Þar má nefna nokkrar ferskar nýjungar eins og matreiðslunámskeið fyrir
ferðalanga á fjöllum (fyrir göngu- og hjólreiðafólk), fyrirlestur um
næringu og nesti, ratleiki, gpsnámskeið og ýmiss konar kynningar frá
fyrirtækjum eins og ferðaskrifstofum og útivistar- og hjólabúðum. Fastir
liðir í dagskránni verða eins og fyrri ár: viðgerðanámskeiðin
eftirsóttu í þremur þrepum, teiningarnámskeið, myndakvöld, bíókvöld,
ferðaundirbúningsnámskeið o.m.fl.
- Details
- Árni Davíðsson
Það hefur lengi verið draumurinn að prófa liggjandi hjól. Ég vissi af
manni í Edinborg, , sem rekur fyrirtæki sem býður upp á
prufutíma og stuttar ferðir á liggjandi hjólum af ýmsum gerðum. Þegar
leiðin lá til Edinborgar um daginn greip ég gæsina og hafði samband við
hann. Það var lítið mál að fá tíma þótt ég væri bara einn á ferð,
fyrirvarinn stuttur og ég nokkuð tímabundinn vegna strangrar dagskrár í
ferðinni. Sama dag og ég kom út mæltum við okkur mót kl. 4 á verkstæðinu
sem geymir hjólin fyrir hann.
- Details
Verkefni fyrir sveitarfélög þéttbýlistaða
Mikið hefur verið rætt um að stjórnvöld eigi að fara í mannfrekar framkvæmdir. Margar hugmyndir eru fremur galnar og munu oft og tíðum kalla á enn ferkari útgjöld samfélagsins í framtíðinni. Hins vegar eru einnig til mjög arðbærar framkvæmdir. Það sem að samgöngum snýr er að breyta hönnun samgöngukerfisins til samræmis við það sem gerist hjá nágrannalöndunum svo hægt verði að koma á jafnræði milli allra samgönguhátta.
- Details
- Páll Guðjónsson
Svona leit fyrsta forsíða Hjólhestsins út 1992. Undanfarið höfum við
verið að skanna inn elstu blöðin og gera aðgengileg á vef klúbbsins . Það
vekur athygli að þó margt hafi breyst þá er líka svo margt sem ekkert
hefur breyst. Greinin Varnarbarátta hjólreiðamanna – skýrum kröfum allt frá 1993 ekki sinnt sýnir að baráttumálin eru enn þau
sömu og má lesa marga kjarnyrta pistla í elstu árgöngum Hjólhestsins
eftir t.d. Magnús Bergs sem enn berst fyrir úrbótum eins og lesa má í greininni Arðbærar mannfrekar framkvæmdir . Eins var í þessu fyrsta blaði ferðasaga frá Landmannalaugum
rétt eins og í þessu blaði.
- Details
- Páll Guðjónsson
Íslenski fjallahjólaklúbburinn hefur áratugum saman barist fyrir bættum
aðstæðum til hjólreiða og undanfarin ár hefur sú barátta færst undir
hatt Landssamtaka hjólreiðamannanna í samvinnu við hin stóru
hjólafélögin.
Á þessum vettfang er unnið mikið og gott starf og árangurinn víða
sýnilegur, þó oft hafi þetta því miður verið varnarbarátta við að halda í
okkar réttindi og að berjast gegn óskynsamlegum aðgerðum yfirvalda.
- Details
Heldur þú að umhverfismál hafi eitthvað með hjólreiðar að gera? Hjólar
þú vegna þess að það er svakalega „grænt”? Kannanir hafa sýnt að
flestir sem hjóla hafa aðrar ástæður fyrir því að hjóla en einhver
gildi. Menn hjóla oft vegna þess að er ágætis leið til að halda sér í
þokkalegu formi, vegna þess að það er gaman, veitir frelsi og lætur
manni liða vel. Og stundum vegna þess að hjólreiðar eru, miðað við
aðstæður, skásti kosturinn til að koma sér á milli staða fyrir einn eða
fleiri á heimilinu. Nýlega hefur verið endurvakning í hjólamenningu sem
undirstrikar að hjólreiðar eru svalar (Cycle-chic)
- Details
- Páll Guðjónsson
Hjólamenning er margskonar enda spannar áhugasvið hjólreiðafólks jafn
vítt svið og annars fólks. Fjallahjólaklúbburinn er alls ekki bara fyrir
þá sem hafa áhuga á fjallahjólum og því að hjóla á slíkum hjólum. Hann
rúmar öll svið og hefur verið drifkrafturinn í hagsmunagæslunni sem nú
er unnin innan Landssamtaka hjólreiðamanna þar sem ÍFHK er stærsta
aðildarfélagið.
Fleiri greinar...
- Hjólað á Costa Blanca
- Korter með sprungið dekk!
- Pabbi minn getur lánað þér + svipmyndir úr hjólaferðum
- Haust óvissuferð með Fjallahjólaklúbbnum
- Um reiðhjólahjálma skyldunotkun eða frjálst val?
- Reiðhjólið raunhæfasti ferðamátinn
- Kjaransbraut
- Pínulítið skömmustulegir, einkum þó ég
- Laugarvatnshjólreið 17. júní 2009
- Hjólaferð um fjallabak með nemendum í 8. bekk
Kveðskapur
Hér er safn af kveðskap um hjólið sem hefur birst í fréttabréfum klúbbsins í gegnum tíðina.