20 ½ árs saga ÍFHK rifjuð upp #4

Allt sumarið 1993 söfnuðu félagar ÍFHK af miklum dugnaði 3000 undirskriftum undir kröfu þess efnis að bæta þyrfti aðstöðu hjólreiðamanna á stór-Reykjavíkursvæðinu. Það þurfti að hafa fyrir hlutunum fyrir tíma internet undirskriftasafnana. Lesið leiðara 1. tölublaðs Hjólhestsins 3. árgangs sem kom út í janúar 1994 eins og forsíðan endurspeglar.

Í blaðinu var m.a. skemmtileg ferðasaga um ferð Svölu í Landmannalaugar og Eldgjá sem farin var í enda september 1993.Fyrir neðan er smá kafli en það má lesa alla ferðasögun hér .

    Veðurspáin fyrir helgina var ekki glæsileg, til að byrja með átti að vera rigning og rok en síðan átti að frysta og snjóa, en þar sem þetta var síðasta ferð ársins ákvað ég að skella mér með. Þær upplýsingar um leiðina sem ég hafði fengið frá þeim sem áður höfðu farið þessa leið stönguðust mjög á. Sagt var að árnar sem þyrfti að vaða skiptu tugum, þær væru djúpar og jökulkaldar, brekka tæki við af brekku og allar væru þær mjög brattar. Þetta gat komið heim og saman við það sem í leiðarlýsingu stóð að ferðin reyndi mjög á getu þátttakenda og hluti leiðarinnar væri eins og "brattur stigi".

    Ég var því komin á fremsta hlunn með að hætta við að fara þegar ég rakst á gamalt Æskublað þar sem haft var eftir 13 ára strák að þessi leið væri bara "létt dagsferð". Með því að leggja saman þessar mismunandi upplýsingar og deila með tveimur fékk ég út að ferðin væri í meðallagi erfið, þannig að óhætt væri fyrir mig að fara og sá ég alls ekki eftir því.


Smellið á blaðið til að sjá það stórt, annar smellur stækkar það enn meir og með stiku efst er hægt að velja mestu stækkun. Esc takkinn lokar blaðinu.
Páll Guðjónsson

 

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691