Fjallahjólaklúbburinn Fjallahjólaklúbburinn
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Pistlar
    • Pistlar
    • Ferðasögur og myndir
    • Hjólaleiðir
    • Útbúnaður
    • Saga reiðhjólsins á Íslandi
      • I. Inngangur
      • II. Alþjóðlegt baksvið
      • III. Reiðhjólið á Íslandi
      • IV. Samtök hjólreiðamanna
      • V. Reiðhjólið í umferðinni
      • VI. Verslun, viðgerðir og smíði
      • VII. Hjólakeppni
      • VIII. Ferðalög
      • IX. Lokaorð
      • Gamlar ljósmyndir
    • Kveðskapur
  • Dagskrá
    • Höfuðstöðvarnar Sævarhöfða 31
    • Hjólað um höfuðborgarsvæðið
    • Ferðalög ÍFHK
    • Viðburðir annarra
  • Hjólhesturinn
  • Klúbburinn
    • Um okkur
    • Gangið í klúbbinn
    • Umræðan
      • Facebook síða ÍFHK
      • Facebook grúppan
    • Afslættir til félagsmanna
    • Stjórn ÍFHK og nefndir
    • Saga ÍFHK
    • Samþykktir ÍFHK
  • English
Fjallahjólaklúbburinn Fjallahjólaklúbburinn
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Pistlar
    • Pistlar
    • Ferðasögur og myndir
    • Hjólaleiðir
    • Útbúnaður
    • Saga reiðhjólsins á Íslandi
      • I. Inngangur
      • II. Alþjóðlegt baksvið
      • III. Reiðhjólið á Íslandi
      • IV. Samtök hjólreiðamanna
      • V. Reiðhjólið í umferðinni
      • VI. Verslun, viðgerðir og smíði
      • VII. Hjólakeppni
      • VIII. Ferðalög
      • IX. Lokaorð
      • Gamlar ljósmyndir
    • Kveðskapur
  • Dagskrá
    • Höfuðstöðvarnar Sævarhöfða 31
    • Hjólað um höfuðborgarsvæðið
    • Ferðalög ÍFHK
    • Viðburðir annarra
  • Hjólhesturinn
  • Klúbburinn
    • Um okkur
    • Gangið í klúbbinn
    • Umræðan
      • Facebook síða ÍFHK
      • Facebook grúppan
    • Afslættir til félagsmanna
    • Stjórn ÍFHK og nefndir
    • Saga ÍFHK
    • Samþykktir ÍFHK
  • English

Vax í keðjuna

Details
Fjölnir Björgvinsson
Fjölnir Björgvinsson
13. desember 2010

Þegar kemur að viðhaldi reiðhjóla eru ekki mörg atriði sem þarf að skoða. Það helsta eru gírar, bremsur, keðja, dekk og legur (legurnar eru í sveifarásnum, nöfum og í stýrisliðnum). Þessir hlutir slitna mis mikið og líkur eru á að með góðri umhirðu á góðu hjóli lifi legurnar eigandann og rúmlega það. Klossar á diskabremsum endast betur en púðar á gjarðarbremsum og vandaður búnaður endist öllu jafna lengur en ódýr og því skiptir val á réttum eða öllu heldur viðeigandi búnaði miðað við notkun miklu máli.

Meira …

Val á nýju hjóli.

Details
Fjölnir Björgvinsson
Fjölnir Björgvinsson
30. júní 2010

Fjölnir Björgvinsson Hvernig hjól á ég að fá mér? Einföld spurning en svarið er langt frá því að vera einfalt. Mjög fjölbreytt úrval er til af hjólum en hvað af þeim hentar mér? Forsendurnar sem við sjálf verðum að setja eru: verð, notkunarsvið,  stærð og áætluð notkun.

Meira …

Létt viðhald fyrir alla

Details
Guðný Einarsdóttir
Guðný Einarsdóttir
13. maí 2010

ánægð með nýyfirfarið hjólHér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar hjólið er tekið fram að vori. 

Þrýstingur í dekkjum er mældur í pundum. Það stendur á dekkjum hversu mikill þrýstingur á að vera.  Grennri dekk þola meiri þrýsting. Hjólið rennur betur og það springur síður ef réttur þrýstingur er í dekkjum.

Meira …

Lært að hjóla upp á nýtt á „liggjandi“ hjóli í Edinborg

Details
Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
20. apríl 2010

Árni í Edinborg Það hefur lengi verið draumurinn að prófa liggjandi hjól. Ég vissi af manni í Edinborg, , sem rekur fyrirtæki sem býður upp á prufutíma og stuttar ferðir á liggjandi hjólum af ýmsum gerðum. Þegar leiðin lá til Edinborgar um daginn greip ég gæsina og hafði samband við hann. Það var lítið mál að fá tíma þótt ég væri bara einn á ferð, fyrirvarinn stuttur og ég nokkuð tímabundinn vegna strangrar dagskrár í ferðinni. Sama dag og ég kom út mæltum við okkur mót kl. 4 á verkstæðinu sem geymir hjólin fyrir hann.

Meira …

Korter með sprungið dekk!

Details
20. apríl 2010

Sprungið dekk Með réttu græjunum í töskunni og svolitla reynslu  ertu korter að gera við sprungið dekk.
Á vorin er algengt að dekkin undir hjólunum springi. Það er í beinum tengslum við fjölgun hjóla í umferðinni og illa sópaða stíga og gangstéttar. Lítið dekkjaviðgerðasett, 2-3 felguþrælar og pumpa, geta bjargað degi hjólreiðamannsins. Nemendur í 6. og 7. bekk í Fossvogsskóla fengu að spreyta sig á dekkjaviðgerðum á hjólaverkstæði skólans í vetur. Þeir sem ekki komust að þar geta fylgt myndunum – lið fyrir lið:

Meira …

Spörum og hjólum í allan vetur

Details
12. október 2009

Á öllum tímum ætti fólk að temja sér sparnað. Notkun reiðhjóla til samgangna er ein besta sparnaðarleiðin sem hugsast getur.
Fjöldi fólks hefur hjólað í allt sumar, sjálfu sér, samfélagi og náttúru til góða. Mikilvægt er að fólk hætti nú ekki að hjóla aðeins vegna þess að kominn er vetur. Við daglegar hjólreiðar yfir vetrarmánuðina komast menn oft og tíðum að raun um það að veðrið er sjaldan verulega vont heldur misjafnlega gott.

Búnaður til vetrarhjólreiða hefur batnað mikið síðastliðin tíu ár. Í dag er fáanlegt mikið úrval nagladekkja sem hentar við ýmsar aðstæður. Mikið úrval hentugs fatnaðar er líka að finna í verslunum og er helsta breyting síðustu ára sú að úrvalið er ekki lengur bundið við hjóla- og útivistarverslanir.

Hér á eftir fylgir stutt samantekt á því hvernig best er að búa sig og hjólið í þéttbýli fyrir veturinn.

Meira …

Verum upplýst

Details
10. október 2003

Þá er tími ljósdíóðunnar kominn. Ljósdíóðan er greinilega að ryðja hefðbundinni ljósaperu af markaðnum. Sífellt fleiri díóðuljós líta dagsins ljós. Fyrirtækið Cateye kemur á hverju ári með ný ljós á markaðinn. Sum þeirra eru ekkert sérstök en oftast má finna athyglisverð ljós.

Meira …

Eggjaþeytarinn

Details
10. október 2003

Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan LOOK framleiðandinn kom fyrst fram með smellupedala. Voru þeir sérstaklega hannaðir fyrir götuhjólakeppni. Skórnir sem við þessa pedala þurfti að nota voru ekki beinlínis merkilegir. Voru þeir meira og minna úr skræpóttu grjóthörðu vínilefni. Það var því ekki hægt að klæðast þeim við nein jakkaföt auk þess sem ákaflega óþægilegt var að ganga í flestum skóm þessarar gerðar. Það sem gerði þessa skó og pedala hins vegar ekki að almenningseign var að undir skóna þurfti að skrúfa skósmelluna, geysimikið plaststykki (Cleat). Var það svo stórt að ef maður steig af hjólinu gekk maður eins og mörgæs og í hverju fótmáli mátti heyra "klik-klak-klik-klak". Það var því ekki nein skemmtiganga fyrir 20 árum þegar dekk sprakk á keppnishjólinu og maður þurfti að ganga heim.

Meira …

Matur á ferðalögum og fleiri ráð

Details
Alda Jóns
Alda Jóns
02. apríl 2003
Matur á ferðalögum 


Mér datt í hug að setja á blað nokkur atriði sem að ég hef lært á mínum ferðalögum. Því að það eru ekki allir til í að lifa á bjúgnakaffi eða súrum bjúgum við að upplifa fegurð landsins okkar (tilvitnun í Magga Bergs).

Meira …

Ný stýrislega

Details
04. apríl 2002

Meira …

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Síða 2 af 5

Fjallahjólaklúbburinn
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691

Vafrakökur og persónuvernd

Vefur unninn af Hugríki.is.