Eftir að ljósaúrval verslana var orðið gott tókum við Palli til nokkur algeng, athyglisverð og nýleg ljós í prófun. Ekki er um að ræða alla ljósaflóru verslanana, því mikið af ljósunum voru sýnilega óttalegt pjátur. Ekki verða prófuð ljós með rafal (dínamóljós) af þeirri einföldu ástæðu að það úrval rafala sem til eru á markaðnum hér á landi eru úr grárri forneskju. Nýtni þeirra er léleg og festingar slíkar að þær myndu skemma bæði nýmóðins dekk og grindur. Sambærilegt væri að það myndi enginn bílstjóri skrúfa varadekkið með boddískrúfum aftan á húddið á bílnum sínum. Margir vilja þó nota rafala og því er allt eins líklegt að í næsta tölublaði Hjólhestsins verði ýtarleg umfjöllun um rafala. En þar sem þyngd, nýtni reiðhjóla og búnaðar þeirra eins og rafala, hefur aukist til muna er notuð önnur tækni. Rafalar nútímans eru sambyggðir framnafinu, en hafa því miður þótt dýrir og því eru rafhlöðuljós algengust.
Hvernig var prófað? Við gáfum okkur forsendur sem við töldum að skiptu máli og settum niður í reiti. Við gáfum ljósunum einkun frá "0" sem var afleitt, upp í "5" sem var frábært. Notaður var spennugjafi svo að öll ljós fengju rétta spennu (volt) og miðuðum við að notuð væru Nickel Cadmium hleðslurafhlöður. Ljósmæli notuðum við til að mæla ljósstyrkinn í mælieiningunni LÚX.
Við gefum ljósunum einkanir eftir því hversu vel þau henta annars vegar til langferða og hinsvegar til að sjást í umferðinni.
Í reitnum "ferðaljós" lítum við á þætti eins og dreifingu ljóssins, endurkast ljósgeisla í augu hjólreiðamanns, breytilegar styrkleikalínur í ljósgeislanum og hvort hann dreifist jafnt á breiðan flöt. Við þessi ljós verða líka að vera öflugar rafhlöður svo að hægt sé að ferðast einhverjar vegalengdir. Ef nota á ljós í ferðalög verður það að fá einkunina 3 eða meira til að teljast nothæft.
Í reitnum "innanbæjarljós" er horft á þætti s.s. styrkleika og dreifingu ljóssins. Þar skiptir styrkleiki hliðarlýsingu verulegu máli svo að það fari ekki á milli mála að hjólreiðamaður sé á ferð. Þarna má ljósið helst ekki fá verri einkun en 2,5 og mikilvægt er að rafhlöður séu full hlaðnar. Í reitnum LÚX er gefin upp styrkleiki ljóss í brennipunkti í 20sm fjarlægð. Lægri talan segir til um styrkleikann í endanum á sýnilegum hliðargeisla. Þar er ljósið svo dauft að það er varla meira en frá sprittkerti, sem gefur frá sér 15 LÚX í 20sm fjarlægð. Því hærri tölur þeim mun betra.
Í reitnum "hliðarlýsing" er horft til þátta svo sem styrkleika hliðarlýsingu sem fær einkunn svo og gráðurnar sem hliðargeisli nær til hliðanna út frá miðju. Við gefum auk þess hagnýtar upplýsingar s.s. hvað peran sé í voltum og wöttum. Hvaða gerð af rafhlöðum, nickel cadmium eða sýrurafhlaða, volt og amperstundir (Ah) (4Ah = rafhlaðan endist í 4 kst. miðað við 1 amper afhleðslu).
Af hverju hleðslurafhlöður?
Flest Halogen ljósin eru með peru sem gefin er upp fyrir 2,5 volt eða 4,8 volt sem þýðir að ef setja á óhlaðanlegar Alkaline rafhlöður í ljós sem t.d. hefur 4,8 volta peru fær hún 6 volta spennu. NiCd rafhlöður gefa aðeins út 1,2 volt í stað 1,5 volt eins og Alkaline rafhlöður sem gefur mun skærara ljós. En það er ekki allt sem sýnist. Fyrir utan gífurlegan rafhlöðukostnað og mengun sem einnota rafhlöðum fylgir, endist peran mun skemur. Hér á landi getur það verið bagalegt því seljendur ljósanna hafa ekki alltaf átt til auka halogenperur sem kosta, þegar þær fást, 400 - 800kr. Við notkun einnota rafhlaðna freistast fólk til að láta þær endast þar til ljósið er orðið svo dauft að það er fyrir löngu hætt að gegna sínu hlutverki. Hleðsla alkaline rafhlöðu endist að meðaltali 2-4 sinnum lengur en í NiCd rafhlöðu en það kemur ekki að sök þar sem hægt er að hlaða NiCd nokkur hundruð sinnum. Hleðslutæki og NiCd rafhlöður fást víða. Skynsamlegt er að fjárfesta í tveimur settum af rafhlöðum svo að annað settið geti verið í hleðslu á meðan hitt er í notkun. Reynið að velja rafhlöður með sem mestri rýmd í Ah. Eftirtaldar stærðir hafa fengist hér í verslunum.
Stærð D: 1,2Ah 1,8Ah og 4Ah - Stærð C: 1,2Ah 1,6Ah og 2Ah - Stærð AA: 0,5Ah til 0,9Ah
Rýnt í töfluna.
Ekki stendur til að sóa tíma og pappír í umfjöllun um lélegustu ljósin heldur snúa sér að þeim ljósum sem geta talist góð öryggistæki. Því má segja að eftirtalin ljós séu álíka óviðunandi að gæðum: Smart halogen, Zefal halogen, bæði Ventura ljósin, Cateye HL500 og Cateye HL 330. Ljós sem ekki eru með halogen eða kripton peru eru þó áberandi léleg. Það getur verið að úr töflunum megi sjá eitthvert ósamræmi í ljósstyrk og einkunargjöf, en munið einkunin er ekki gefin einvörðungu út frá ljósstyrk heldur líka hvernig ljósgeislin dreifist. Þessum ljósum verður vart bjargað þó svo að í þau verði settur blikkari. En það má kannski mæla með þeim sem óbreittum vasaljósum.
Það er ríkjandi sá misskilningur að græna blikkljósið gagni sem framljós. Það er ekki hægt að mæla með því einvörðungu. Það hentar kannski sem viðbótarlýsing með hvítu framljósi eða sem neyðarlýsing þegar önnur ljós bila. Blikkljósin eru þau einu sem ættu að hafa Alkaline rafhlöður því við það að nota NiCd rafhlöður minnkar ljósstyrkurinn um helming. Munið bara að skipta rafhlöðunum reglulega út. Það má alltaf klára þær í vasaútvarpinu.
Benda má á aðra gerð ljósa frá Vista Lite; Xenon sem blikkar eins og myndavélaflass og gagnast mun betur. Xenon flass ljós eru mjög björt og sjást vel af bílstjórum en eingöngu ef þau blikka nógu oft, helst ekki sjaldnar en einu sinni á sekúndu.
Snúum okkur því að athyglisverðari ljósum. Fyrst ber að nefna Cateye HL-NC100. Því fylgir 2,4volta, 1,3Ah NiCd rafhlaða sem fljótlegt er að kippa úr ljósinu og tengja við meðfylgjandi hleðslutæki. Þetta er sniðug útfærsla ef keypt er auka rafhlaða. Því er freistandi að mæla með þessu ljósi en ljósgeislinn mætti vera betri.
Ekki er laust við að maður fussi og sveii þegar maður sér ljósið frá EverReady. Reyndar er það svo ljótt að það er komið yfir mörkin og getur því talist virkilega flott, minnir á stóran LEGO kubb. En það kemur á óvart sem öryggistæki, því ljósaspegillinn er stór og áberandi og ljósið rúmar tvær stórar rafhlöður af D stærð. Skipta þarf um peru og setja í staðinn halogen því meðfylgjandi pera nær sínu ljósmagni aðeins með því að vera gróflega eyðslusöm. Festingarnar eru fyrirferðamiklar, en fljótlegt að taka þær af. Satt best að segja er hægt að mæla með þessu ljósi.
VistaLite VL600 (RoadToad) er skemmtilegt ljós með góðan hliðargeisla og breiðan framgeisla. Í ljósinu er breiður brennipunktur og því mælist ljósið fremur dauft en sést vel til hliðanna. Ljósið sameinar þó nauðsynlegustu atriðin. Það er lítið og nett og festingarnar ágætar.
Cateye micro HL500-2 er nýjasta afurð Cateye, enda er einhver hugsun bak við hönnunina á þessu ljósi. Þar má finna allar gerðir ljósgeisla sem skipta máli. Stór og hreinn ferkantaður framgeisli án allra misjafna (t.d. sebralínur). Í honum miðjum er langdrægur mjór geisli (sem mætti þó vera breiðari) og til hliðar eru áberandi geislar. Mjög lítið ljós endurkastast beint frá ljósi í augu hjólreiðamanns sem er sérstaklega mikilvægt ef hjólað er í niðamyrkri eða þoku. Ljósmagnið er ekkert svakalegt en nýtingin á því sem er til staðar er góð. Ljósið tekur 4 rafhlöður af AA stærð sem settar eru í grind og smellt í ljósið. Hugsanlega full fíngert fyrir þá sem hafa þumalputta á öllum fingrum. En það fundust tveir gallar. Lokið fyrir rafhlöðurnar er með innbyggðann ljósrofa og átti til að detta af ef ekki var farið rétt að við að slökkva. Hinn gallinn var að í ljósinu er ný gerð af peru sem er ófáanleg nema í umboðinu. Því fær þetta ljós ekki fulla 5 fyrir hönnun. Þetta ljós hentar ágætlega til ferðalaga ef tengt er við það Cateye rafhlöðu hylki sem rúmar 4 rafhlöður af D stærð og selt er sér. Því má koma fyrir í brúsafestingu og getur þá hleðslan enst í allt að 8 klst. Munið bara, að ef tengja á við ljósið auka rafhlöðurnar er mikilvægt að taka litlu rafhlöðurnar úr ljósinu. Þá er komið að alvöru ljósum. Það eru tvær gerðir flóðlýsinga, annarsvegar
Cateye HL-NC200 og hinsvegar Smart Twin Halogen. Þessi ljós eru nauða lík í allri útfærslu. Tveir kastarar, annar breiður og hinn mjór. Sá breiði 2,4 wött og sá mjói 10 wött. Báðum ljósum fylgir 6 volta, 4Ah viðhaldsfrír sýrugeymir. Það eru samskonar geymar og notaðir eru í bílum en að sjálfsögðu mun minni. Báðum ljósum fylgir hleðslutæki. Þessi ljós eru tvímælalaust þau bestu í könnuninni þó ekki væri nema bara fyrir ljósgeislann sem þessi ljós gefa. Þau henta því ágætlega við allar aðstæður sem vegur þungt á móti göllunum sem eru nokkrir: Ljósakerfið er þungt og dýrt. Kastarafesting passar ekki á öll hjól. Seinlegt er að taka búnaðinn af hjólinu. Rafhlöðutaskan er fest á hjólið með frönskum rennilás sem slitnar með tímanum. Sýrurafhlaðan er fljót að eyðileggjast ef hún er alveg tæmd, auk þess sem opna þarf töskuna til að hlaða hana. Það má því dunda sér við að endurbæta búnaðinn að nokkru leiti. Benda má svo á að ef leggja á í langferð er um að gera að nota ekki sterka ljósið að óþörfu og jafnvel að skipta út perunni og setja 2,4 Watta peru til að fá betri endingu og hlífa rafhlöðunni.
Afturljós.
Nú er það liðin tíð, að nota óbreitta peru í afturljósi, því nú er tími blikkljósanna. Tilkoma þessara ljósa varð vegna þess að á markaðinn kom ný gerð rauðra ljósadíóða sem gáfu frá sér mun bjartara ljós en áður hafði þekkst (10-20 falt bjartari). Því miður er tæknin í ljósadíóðum í öðrum litum en rauðum ekki komin jafn langt og það er ástæðan fyrir að ekki er hægt að mæla með grænu framljósunum. Vistalite varð fyrsta fyrirtækið til að nýta sér þessa tækni fyrir reiðhjólamarkaðinn fyrir u.þ.b. 5 árum með VL 300 rauða blikkljósinu. Í dag eru margir framleiðendur með svipuð ljós. Það skal engan undra að þessi ljós hafi náð þessari útbreiðslu, því blikkið dregur að sér athygli og sker sig úr frá öðrum ljósum í annars ljósmenguðu umhverfi auk þess sem glitauga er í öllum ljósunum. Þessi ljós hafa annan góðan eiginleika, þau er rafhlöðusparandi, fyrirferðalítil og nýtast á fleiri stöðum en bara á hjólinu því það má t.d. hengja það í belti þegar fólk er á gangi. Það hefur þó einn galla. Það dofnar fljótt þegar spennan fellur á rafhlöðunni, því verður að segjast að uppgefinn endingartími, 100-300 klst, sé óþarflega langur. Nær væri að helminga þann tíma. Það er því miður útbreiddur miskilningur að blikkið geri gagn þar til rafhlaðan hefur alveg klárast. Umhverfið er mikið mengað af öðrum sterkum ljósum og gera þá endurskinsmerki oft mun meira gagn. Skiptið því reglulega um rafhlöður svo ljósið geri eitthvert gagn. Notið Alkaline rafhlöður og skiptið um leið og ljósið fer að dofna.
Vista lite VL300 hefur ljósadíóður og notar tvær AA rafhlöður sem gefa góða endingu eða u.þ.b. 200 klst. VL300XC er samskonar ljós en hefur 5 ljósadíóður er því bjartara en með styttri endingartíma. VL200 SP er minna um sig með 5 ljósadíóður og með AAA rafhlöður sem veldur því að það endist vart lengur enn 50 klst. Kostur ljóssins er hinsvegar að tvær ljósadíóður eru látnar lýsa til hliðar sem bætir hliðarlýsingu.
VL700 Eclipse ljósið er nýstárlegt þar eru 7 ljósadíóður sem lýsa í 180 gráður. Bak við þær er spegill sem eykur enn frekar á nýtinguna. Því er ljósið mjög gott sem freistar manns til að líta fram hjá styttri endingartími battería. Það getur líka reynst erfitt fyrir fólk með þumalputta á öllum að skipta um rafhlöðu. Sum ljós hafa möguleika á stöðugu ljósi. Það nýtist lítið sem ekkert í umferðinni og eyðir mun meira rafmagni. Það nýtist hins vegar ágætlega þegar finna þarf skráargatið á útidyrahurðinni.
Á markaðnum eru ýmsar gerðir blikkljósa sem geta verið ágæt. Hafið þó eftirfarandi í huga: Leitið að ljósum þar sem ekki þarf verkfæri til að skipta um rafhlöður í, stærri rafhlöður þýða lengri endingartími, fleiri ljósadíóður þýða meiri birtu og ljósadíóður sem vísa til hliðanna þýða betri hliðarlýsingu.
Tegund |
Pera |
Rafhlaða |
Sem ferðaljós |
Sem innan- bæjar ljós |
Hliðargeisli |
Ljósstyrkur |
Verð (veturinn 96) |
||
|
|
|
einkunn |
einkunn |
gráður |
eink. |
aðalgeisli |
hliðargeisli |
kr. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Cateye HL-NC200 |
6 volt 2,5W |
Sýra 4Ah |
5 |
5 |
70° |
4 |
>5000 |
70 |
9611 |
6 volt 10W |
>5000 |
180 |
|||||||
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Smart Twin halogen |
6 volt 2,5W |
sýra 4,5Ah |
5 |
5 |
60° |
4 |
>5000 |
60 |
8261 |
6 volt 10W |
>5000 |
100 |
|||||||
|
|||||||||
Cateye Micro HL500 2* |
4,8 volt 2,4 wött |
4xD* |
3 |
4 |
90° |
3,5 |
>5000 |
50 |
1687 1770*
|
|
|||||||||
Cateye Micro HL500 2 |
4,8 volt 2,4 wött |
4xAA |
2,5 |
3,5 |
90° |
3,5 |
>5000 |
50 |
1687 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Cateye Micro HL500 |
4,8 volt 1,25 wött |
4xC |
1,5 |
1,5 |
45° |
2 |
1300 |
20 |
1295 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Cateye HL NC100 |
2,4 volt 1,25 wött |
NiCd 1,3Ah |
2 |
2 |
30° |
1 |
1400 |
30 |
3496 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Cateye ** HL330 |
2,4 volt <1,25 wött |
2xC |
1 |
0 |
50° |
1 |
500 |
15 |
766 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Zefal XP625 |
2,4 volt 1,25 wött |
2xC |
1 |
0 |
25° |
0 |
700 |
15 |
1390 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Vista Lite VL600 |
4,8 volt 2,5 wött |
4xAA |
2,5 |
3 |
90° |
3,5 |
1000 |
35 |
1315 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Smart Halogen BL103H |
2,4 volt 1,25 wött |
2xC |
1,5 |
1 |
70° |
0 |
1300 |
20 |
1288 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Ever Ready** |
2,5 volt 2 wött |
2xC |
1,5 |
4 |
70° |
4 |
1200 |
20 |
690 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Ventura** |
2,4 volt 0,3 wött |
2xD |
0 |
0 |
45° |
0 |
350 |
10 |
790 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Ventura Halogen |
2,4 volt 1,25 wött |
2xC |
0,5 |
0 |
45° |
0 |
1300 |
15 |
990 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Vista Lite VL310C |
5 grænar ljósadíóður |
2xAA |
0 |
0 |
5° |
0 |
>30 |
0 |
1330 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
VistaLite Xenon Clear |
Xenon strobe |
2xAA |
0 |
5 |
90° |
5 |
góður blikkandi |
ca. 3200 |
* Þessi einkunn miðast við að notað sé rafhlöðuflaskan sem seld er aukalega
** Þessi ljós eru ekki með halogen peru. Ever Ready ljósið hefur Krypton peru
Magnús Bergsson
© Hjólhesturinn 3.tlb. 5.árg. okt. 1996