- Details
- Haraldur Tryggvason
Þann 15.05.2001 stóðu Landssamtök hjólreiðamanna og Íslenski fjallahjólaklúbburinn fyrir talningu á hjólreiðafólki við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar frá kl. 7:00 til 20:00, í 13 m/s eða 6 vindstigum (allhvass) og -0.8°C hita.
- Details
- Páll Guðjónsson
Nú á dögunum barst okkur vilyrði fyrir styrk úr Borgarsjóði til að lagfæra Brekkustíginn enn frekar. Er verið að smíða gluggann og smíða blikkkantana á þakkantana svo að ekki leki inn.Einnig þurfum við að setja hita á efri hæðina og bæta kaffiaðstöðuna.Á sumardaginn fyrsta stóð til að mála allt húsið en Hörpumenn sem veittu okkur Hörpustyrkinn í fyrra réðu okkur frá því vegna þess að enn væri of kalt. Það mætti hins vegar vaskur hópur í klúbbhúsið á sumardaginn fyrsta og málaði allt húsið að innan gerði þar ýmis smáverk sem ekki veitt af að gera.Fljótlega verður húsið grunnað og málað að utan með grillveislu í lok dags svo að nú fylgjumst við með veðurspánni, veljum hentugan dag, og hóum í mannskapinn gegnum tölvupóstlistann.
Fleiri greinar...
Síða 60 af 64