Um er að ræða farangursvagn, svokallaðan BOB. Hægt er að hengja hann aftan í nánast öll hjól sem eru með snar-skiptiöxli (quick release axle). Burðarþol er 50kg. Með í leigunni fylgja festingar og vatnsheld, vönduð taska sem passar í vagninn. Sjá mynd. Barnavagninn er gerður fyrir tvö börn og ber að hámarki 50kg. Hann er vatns og vindheldur en hægt er að losa uppá blæjunni sé heitt í veðri. Smá farangurspláss er fyrir aftan sætin svo hægt er að gera matarinnkaupin með börnunum. Frekari upplýsingar og pöntun á vögnunum:

