Þetta er ekki bílastæði á skipulagi Háskólans. Þetta er friðland sem er skilgreint sem hverfisverndarsvæði og virðist síðasta skipulagsbreytingin vera frá 2011. Þá var tjörn felld út af skipulagi en fyrra skipulag frá 1998 gerði ráð fyrir tjörn í friðlandinu. Friðlandið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Norræna hússins og Reykjavíkurborgar.
Þetta er kannski klassískt dæmi um það hvernig stjórnsýslunni er framfylgt af HÍ og Reykjavíkurborg. Friðland notað sem bílastæði í 22 ár frá því skipulag er samþykkt a.m.k.
HÍ hefði auðvitað átt að byggja bílageymslu fyrir löngu og setja gjaldskyldu á öll bílastæði við háskólann, sem stæði undir kostnaði við landnotkun, byggingu, rekstri og viðhaldi bílastæðanna. Þeir sem nota bíla eiga auðvitað að greiða þann kostnað sem af notkun þeirra hlýst. Í staðinn hefur HÍ farið þá leið að hækka "skráningargjöld" og láta þau standa undir æ stærri hluta af rekstri skólans og þar á meðal byggingu og rekstri bílastæða.
Deiliskipulag 2011 á skipulagsvefsjá.
Þessi staða sýnir vel í hvaða öngstræti úthverfauppbygging leiðir okkur. Hverfið byggist upp fyrir um 20-30 árum síðan en vegna breyttrar íbúasamsetningar er ekki lengur þörf fyrir skólahúsnæðið sem var byggt upp með ærnum tilkostnaði á sínum tíma. Í stað þess að þróa hverfið áfram til að íbúasamsetning dugi til að fylla skólanna eru byggð upp ný úthverfi sem enda í sömu stöðu eftir 20-30 ár með hálftóma skóla.
Að mínum dómi hefði verið æskilegra að þétta þessi hverfi og sleppa t.d. íbúabyggðinni í Úlfarsárdal í staðinn. Núna situr borgin uppi með að þurfa byggja nýtt hverfi með nýja innviði og nýjan grunnskóla í Úlfarsárdal en í staðinn hefði verið hægt að þétta byggð í Grafarvogi, nýta innviði þar og skapa betri þjónustu fyrir íbúana með minni tilkostnaði.
Til dæmis hefði mátt byggja sunnan við Korpúlfstaðaveg frá Egilshöll að Úlfarsá á um 150 m breiðri ræmu og taka af golfvellinum sem því nemur. Það er um 20 ha svæði sem hefði verið hægt að leggja undir nýja byggð.
Gjaldskrá Bílastæðasjóðs stendur varla undir rekstri húsanna hvað þá byggingu þeirra samanber ársskýrslur Bílastæðasjóðs.
Þetta sýnir í hnotskurn þá meðgjöf sem er með bílaeign á landinu. Ekki einu sinni þar sem eru tekin bílastæðagjöld standa þau undir byggingu, rekstri og viðhaldi bílastæðanna né heldur verðmæti landsins sem undir þau fara.
Það væri fróðlegt ef hagfræðingur mundi taka saman hvaða upphæðir fara í þessa meðgjöf á ári.
Margt af þessu fólki er á sömu leið og gæti hæglega deilt bíl. Afherju gerir fólk það ekki í meira mæli? Allir að bíða eftir sjálfkeyrandi bílum? Línuritið hér að neðan sýnir minnkun umferðar með aukinni samnýtingu þegar fleiri einstaklingar deila bíl. Bara það að fara úr 1,2 einstaklingum í 1,4 einstaklinga í hverjum bíl mundi eyða núverandi umferðartöfum.
Annars keyrir auðvitað gulur deilibíll um bæinn nú þegar á korters fresti á annatíma. Hann heitir Strætó.
Skemmtileg grein um bíla í pressunni.
Þar sem ég hef áður skrifað um bifreiðaeign og aðallega fólksbílaflotann velti ég því fyrir mér hvort hugtök séu notuð í greininni eins og þau eru skilgreind í umfjöllun Samgöngustofu. Það skiptir máli að menn noti skilgreind hugtök með réttum hætti og finnst mér ýmislegt ekki ganga upp í talnefninu m.v. uppgefnar tölur hjá Samgöngustofu.
Ökutæki er mun viðfeðmara hugtak en bifreið. Er ekki átt við bifreiðar þarna? Um síðustu áramót voru 244.842 bifreiðar í umferð, bifreiðar á skrá voru 298.588. Er átt við bifreiðar í umferð? Fólksbifreiðar í umferð voru síðan 213.855 en á skrá voru 257.100, þannig að varla er átt við fólksbifreiðar.
Hvað varðar meðalaldur bíla kemur ekki fram hvort það er meðalaldur bíla á skrá eða í umferð og hvort það eru fólksbifreiðar eða allar bifreiðar. Það er um tveggja ára munur á meðalaldri fólksbíla í umferð og fólksbíla á skrá.
Með flotans er þá átt við flotans í umferð eða á skrá og er átt við bifreiðar eða fólksbifreiðar?
Úrvinnslusjóður áætlar að allt að 12 þúsund ökutækjum verði skilað til förgunar í ár. Það yrði metfjöldi. Fyrra metárið var 2017. Þá var um 9.500 ökutækjum skilað til förgunar, sem var tæplega 50% aukning frá árinu 2016.
Eftir efnahagshrunið jókst hvatinn til að halda gömlum bílum lengur gangandi. Með auknum kaupmætti og meira framboði notaðra bíla, þ.m.t. bílaleigubíla, virðist sem margir hafi nýtt tækifærið í ár og látið farga gömlum bílum.
Tölur Úrvinnslusjóðs benda til að meðalaldur bíla sem fara til förgunar hafi náði hámarki 2016. Guðlaugur G. Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir styttast í að gjald sem bílaeigendur greiða fyrir förgunina verði hækkað.
Um 245 þúsund ökutæki voru skráð hér á landi um síðustu áramót. Förgun 12 þúsund ökutækja samsvarar því 5% flotans, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Með fyrirvara um að ég er bara búin að sjá Mbl útgáfu blaðsins hefði verið gaman að sjá umfjöllun um úrvínnslukerfi bifreiða, uppbyggingu úrvinnslugjalds, önnur úrvinnslugjöld á bifreiðum, fyrirhugaða hækkun á úrvinnslugjaldi (ef það stendur til), tölur um bifreiðaeign, hlutfall bifreiða á skrá sem er í umferð, muninn á meðalaldri bifreiða á skrá og í umferð og vangaveltur um hversvegna aðeins 82% bifreiða á skrá er í umferð.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.