Hjólaðu maður!

Just another WordPress.com weblog
Hjólaðu maður!
  1. Hjól með innbyggðum nándarskynjurum, leiðsögukerfi, staðsetningartæki, „hjólaleitarkerfi“, ljósum og samskiptabúnaði. Afhverju ekki? Vanguard frá Vanhawks gæti kallast „snjallhjól“. Það varar þig við ef einhver kemur aftan að þér („draftar“ þig) með titringi í höldunum. Hjólið hefur innbyggt staðsetningartæki og leiðsögukerfi sem segir þér til með ljósdíóðum í stýrinu. Hjólið (eða reyndar gagnagrunnur framleiðandans) heldur utan um […]
  2. Ég vildi bara vekja athygli ykkar á þessari umfjöllun Magnúsar Halldórssonar viðskiptafréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis um heimilisreksturinn.  Þið sem ratið inn á þessa síðu vitið nú líklega að það er hægt að spara með því að hjóla, en viðskiptafréttastjórinn hefur reiknað sér meiri sparnað en flestir aðrir sem ég hef heyrt af. Að öllum […]
  3. Hlutverk lögreglu á Íslandi (skv. 2. grein lögreglulaganna) er m.a. að gæta almannaöryggis og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna.  Hlutverk Umferðarstofu er m.a. (skv. heimasíðu hennar) “að auka lífsgæði fólks með því að efla öryggi í umferðinni.” Markmiðið með því að auka öryggi í umferðinni er augljóslega að minnka heilsutjón vegfarenda. […]
  4. Hér er grein um könnun meðal hjólreiðmanna í Stokkhólmi þar sem þeir nefna helstu ástæður fyrir því að þeir hjóla. 9 af hverjum 10 nefna hreyfingu 8 af hverjum 10 nefna tímasparnað 7 af hverjum 10 nefna umhverfissjónarmið Mér finnst merkilegt hversu margir nefna tímasparnað. Ég held að fáir hjólreiðamenn á Íslandi spari tíma á […]
  5. Reiðhjólahjálmar úr bylgjupappa! Afhverju ekki? Anirudha Rao, hönnunarnemi frá London, hefur hannað reiðhjólahjálm úr bylgjupappa og kallar hann Kranium. Pappinn er vatns- og svitaheldur. Hjálmurinn uppfyllir EN 1078 staðalinn fyrir hjólabretta-, hjólaskauta- og hjólahjálma (sem er reyndar hálfgerður „drasl staðall“ þegar kemur að reiðhjólahjálmum til notkunar í umferðinni, þó að mati Kiwanisklúbbsins sé hann fullgóður […]