Vinstri umferð

Einhverjum kann að þykja þetta undarleg spurning því allir vita að það er hægri umferð á Íslandi. En í stígakerfinu í Reykjavík eru víða línur á stígum sem eflaust eru vel meintar og ætlað að auka öryggi en hafa þver öfug áhrif. Í stað þess að nota sömu umferðarreglur alls staðar er fólk sett í þær aðstæður á stígum Reykjavíkur að brjóta helstu grunnreglur umferðarinnar. Ef ekið væri á vinstri vegarhelming myndi það augljóslega valda stór hættu í umferðinni. Ef bílar færu yfir óbrotnar línur myndi það augljóslega valda stór hættu. Ef það væri vinstri umferð vestan Krinlumýrarbrautar en hægri umferð austan myndi það rugla fólk í rýminu. Ef til viðbótar víxlaðist þetta eftir því hvort leiðin lægi í austur eða vestur myndi það rugla fólk enn fremur, en þetta er raunin á stígum Reykjavíkurborgar. Af hverju er verið að hafa fyrir því að neyða hjólafólk á stígum Reykjavíkur til að þverbrjóta þessar grunnreglur?  stíg vantar

Á samgönguviku Reykjavíkurborgar september 2007 kom erlendur sérfræðingur, John Franklin, og flutti erindi sem fjölluðu meðal annars um þetta atriði. Hann vitnaði í tölur um slysatíðni sem voru fjórfalt hærri meðal hjólafólks í löndum þar sem svona var ruglað með almennar umferðarreglur á stígum miðað við lönd sem létu svona línur eiga sig og allir notuðu sömu umferðarreglur alltaf.

Í þessar myndsyrpu reyni ég að hjóla eftir svokallaðri leið tvö í stígakerfinu, leið sem á að liggja hringinn í kringum Reykjavík vestan Elliðaár, en eins og í ljós kom voru menn ansi fljótir á sér að teikna leiðir á kortið, nokkrum árum á undan áætlun.