Landssamtök hjólreiðamanna

Landssamtök hjólreiðamanna
  1. Það er ansi oft sem maður sé fullyrt að hjálmur hafi bjargað og svo er vitnað í lögreglu, heilbrigðisstarfsfólk, aðstandendur, hinn slasaða eða vitni. 
    Er eru þau einhvern tímann að álýkta á annan veg ?  Fer einhver einhvern tíman fram athugun á vísbendingum ?  Er Er er þetta svolítið og með nýju fötin keisarans, að menn gera ráð fyrir eitthvað og þá sjá þeir það. 

    Ef einhver mundsi álýkta á annan veg, mundi hún þora að segja það að hjálmurinn hafi sennilega ekki skipt máli í þessu einu tilteknu tilviki ?  Mundu blaðamenn þora eða velja að hafa það eftir þeim ?  
    Sennilega ekki.  Hér er hætta á staðfestingarvillu, eða á ensku "confirmation bias". 

    Lesendur athugið að þar með er færsluritari ekki að fullyrða neitt um hvorki þetta tiltekna slys ( þar sem vantar algjörlega að skoða aðdraganda ákeyrslunnar ) né um gagnsemi hjálma. Hér eru um að ræða heimspekilegar og siðferðislegar vangaveltur tengd yrðingar lögreglu. Lögregla er jú opinber stofnun, og betra ef við getum treyst því að fullyrðingar þaðan byggja á góðum grunni.    -ML 
  2. Í nýlegri frétt RÚV var sagt "Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir of litla hreyfingu og áreynslu draga allt að 3,2 miljónir manna til dauða ár hvert."  

      http://www.ruv.is/frett/hreyfing-oft-ekki-sidri-en-lyf

    Til samanburðar látast 1,3 milljón í heiminum í bílslysum (töluverður hluti af þessu fólki voru labbandi börn  ).   Við sjáum að tölurnar séu á svipuðu róli.  Reiknað í lífárum sem tapast eru tölurnar einnig sambærilegar.   

    Nú segja sumir eflaust að að þetta er allt öðruvísi á Íslandi. Ekki hægt að nýta erlenda þekkingu hér.

    En fólk á vesturlöndum eru í miklu meiri hreyfingarleysi en meðaltali í heiminum, og á þetta við um Ísland einig. Og færri deyja í umferðinni á 100.000 hér en á heimsvísu.  Þannig að ef eitthvað, þá á þetta enn frekar við á Íslandi.  

    Sem sagt :  Hreyfingarleysi er ekki vandamál sem megi hunsa þegar horft er til lausnar í umferðaröryggismálum.  
    Ef lausnir við umferðaröryggi gera það að verki að fleiri aka bílar og færri ganga eða hjóla, þá er ekki ólíklegt að við skiptum einn vanda út fyrir annan af svipaðri stærðargráðu.  Ofan á þetta kemur að sérfræðingar benda á slæm heilsuáhríf  mengunar úr bílum. Í Evrópu er reiknað með að mengun úr bílum dragi fleirum til dauða en árekstrar og ákeyrslur. 

    Og enn samkvæmt WHO, þá spara hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu nú þegar mörg mannslíf á ári hverju. Tölurnar eru sambærilegar við fjöldi þeirra sem látast í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu hið síðari ár. 

    Gefum okkur til dæmis að  6.000 hjóla 30 mínútur á dag 200 daga ársins. ( Margir hjóla meira á dag og margir hjóla allt árið, sem dregur upp þessi meðaltöl )
    Samkvæmt reiknivél WHO á  http://heatwalkingcycling.org   þá koma  hjólreiðarnar í veg fyrir að  2,8 ótímabær dauðsföll árlega.  Ganga kemur í veg fyri svipuð mörg daudsföll árlega og hjólreiðar. Fleiri ganga, en varnaráhrifin gegn lífsstílssjúkdóma er aðeins minni fyrir hvern tímaeining.  

    Lausnin sem er ýjað að, í greininni "Umdferðarslys kosta miljarða" eru mislæg gatnamót. Þau mundi hvert kosta miljarða fyrir hvert gatnamót. Þetta eru peningar sem margir mundi í dag segja að væru mun betur varin í heilbrigðiskerfinu.  En sennilega væru þeir ekki síður í fyrirbyggjandi lýðheilsustarfi.  Að greiða götur virkra samgangna sparar mannslífum og sparar útgjöld í heilbrigðiskerfinu. Sem og í fyritækjum og stofnunum vegna fækkun veikindadaga.

    Mislæg gatnamót aftur á móti hafa hingað til lengt leiðir hjólandi og gangandi, og stundum gert minni aðlaðandi.  Þá eru margir fræðimenn á því að mislæg gatnamót leiði til aukins akstur sem aftur leiði af sér aukins mengunar og færi umferðarteppurnar á annan stað frekar en að leysa vandamálið. 

    Hins vegar virðist vera að lækkun umferðarhraða geti bætt flæði umferðar, aukið afköst gatnamóta og dregið úr mengun og ógnun sem gangandi, hjólandi og í raun við öll verðum fyrir og upplífum. 

     ( Ef einhver hefur áhuga á rannsóknina sem var efni RÚV-fréttarinnar, þá birtist hún hér, í British Medical Journal, eitt af virtustu  læknatímaritunum:   http://www.bmj.com/content/347/bmj.f5577  ) 
    -ML

  3. Á morgun, laugardag, málum við Listastíg með krít yfir Hörputorgið á Barnamenningarhátíð, til þess að varða örugga hjólaleið um torgið. Þetta er vonandi upphafið að alvöru úrbótum. Allir að mæta og kríta með okkur frá kl. 11 - 15. Ástandsskoðun Dr. Bæk og hjólaþrautabraut með umferðamerkjum.

    (Frétt á Fésbókasíður Hjólafærni.  Hjólafærni er aðili að Landssamtökum hjólreiðamanna. )

    (ML)

     

  4. LHM fagnar þessum tillögum.

    Innflutt reiðhjólÞað er sjálfsagt að fella niður tolla af reiðhjólum og fylgihlutum til samræmis við 0% tolla og vörugjöld af innflutningi á eyðslugrönnum bílum sem samþykktur var á Alþingi 2010 með lögum nr. 156/2010. Vörugjöld af eyðslugrönnum bílum er núna 0% og engir tollar af þeim.

    LHM gerði umsögn um frumvarpið á sínum tíma og vakti athygli á þessu misræmi í tolllagningu á eyðslugrönnum bílum og reiðhjólum. Væntanlega er Alþingi nú að bregðast við því. 

    Í umsögn LHM sagði m.a.:

    LHM vekur athygli á því að reiðhjólið er án vafa sparneytnasta og vistvænsta ökutækið sem völ er á, losar minni gróðurhúsalofttegundir en nokkurt annað, brúkar að mestu innlenda orkugjafa (matvæli) auk þess að þurfa mun kostnaðarminni mannvirki en stærri ökutæki, hvort heldur sem talið er í ferkílómetrum vega eða bílastæða. Þá eru ótalin veruleg jákvæð áhrif notkunar þeirra á lýðheilsu. Því telja LHM það skjóta skökku við að skv. frumvarpinu muni ríkið skattleggja reiðhjólið meira en t.d. metanbifreiðar og aðrar bifreiðar sem losa allt að 80 g CO2/km og sambærilega sparneytna díselbifreiðar (10%.)

    Tillaga LHM
    LHM telja að 10% tollar á reiðhjól séu því í engu samræmi við það frumvarp sem hér er lagt fram, og hvetja efnahags- og skattanefnd til að fella samhliða úr tollskrá 10% toll af tollflokki 8712 um reiðhjól, sem og varahluti til þeirra. Væri slíkt í samræmi við þau markmið sem áður var vitnað til um samband skattlagningu og útblásturs ökutækja.

     Á heimasíðu LHM var fjallað um innflutning á reiðhjólum til ársins 2010 og kom þar fram að lækkun tekna ríkissjóðs af niðurfellingu tollana gæti numið um 30 til 40 milljónum króna á ári en sparnaður neytanda gæti orðið um 60 til 80 milljónum króna. Þá er ekki reiknað með vísitöluáhrifunum á lán og minni þörf fyrir dýrari ökutæki og eldsneyti.

    Ríkið fær þessa upphæð sennilega margfalda tilbaka í betri lýðheilsu almennings. Þetta er góð ráðstöfun sem allir vinna á, ríkið, neytendur og almenningur.

     

  5. Það er vart boðlegt að tryggingafélag sem vill láta taka sig alvarlega láti svona bull frá sér. Samkvæmt tölunum sem koma þarna fram fjölgar þeim sem hjólar um 98 og helst fjöldi þeirra sem hjóla með hjálm nokkurn veginn í stað eða fækkar um 2.25% sem er ekki marktækur munur.

    Jú á vef VÍS er líka talað um að þeim hafi fækkað hlutfallslega en fyrirsögnin segir annað: Hjólreiðamönnum með hjálm fækkar um 11% milli ára

    Síðan er fullyrt að  „reiðhjólahjálmur minnkar líkur á höfuðáverka um 69% og minnkar líkur á alvarlegum höfuðáverkum um 79%.“ Það er ekkert talað um við hvaða aðstæður þessi töfravirkni á að eiga sér stað né hvaðan þessar tölur eru komnar.

    Ég veit hvaðan þær koma. Þær eru áratugagamlar mýtur sem er fyrir löngu búið að hrekja. Þær eru stærsta lygin í öryggismálum hjólreiðamanna. Mýtur eru langlífar og hjálpar ekki þegar fjársterk tryggingafélög halda þeim við með áróðri eins og þarna kemur frá VÍS.

    Hér er pistill sem ég skrifaði um þetta: Stærsta lygin í öryggismálum hjólandi þar sem ég reyni að vísa í staðreyndir en ekki mýtur. Á Hjólablogginu er líka að finna fleiri skrif um þessi mál sem og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna lhm.is.

    Á vefnum cyclehelmets.org má lesa sér til um nýjustu rannsóknir á virkni reiðhjólahjálma og ýmsar mýtur sem er enn haldið á lofti af þeim sem láta sig oft lítið varða um vísindi og staðreyndir og halda því á lofti sem þeim finnst.

    Talning VÍS sýnir 9,57% fjölgun þeirra sem hjóla. Það er fagnaðarefni enda allra hagur að sem flestir hjóli. Líka tryggingarfélaga.

    Páll Guðjónsson