Ef maður rýnir í myndum frá borgum með öfluga samgönguhjólreiðamenningu, þá er stór hluti þeirra sem hjóla án hjálms. Reyndar virðist vera að hjálmaáherslur og öflug hjólamenning geti farið frekar illa saman. Margar rannsóknir hafa bent til þess að hjálmaskylda dragi gjarnan úr fjölda þeirra sem hjóla til samgangna. Ég vil bæta við að mikill félagslegur þrýstingur gagnvart "hjálmlausum" geti verið ígildi hjálmaskyldu.
Það að hjálmaskylda og mikill fókus á hjálmum dragi úr aukningu í samgönguhjólreiðum, er aðalástæðu þess að nýleg skýrsla OECD um öryggi hjólreiða mæli ekki með áherslu á hjálmum heldur nefnir tugir annarra þátta til að bæta öryggi. "Umferðaröryggisbíblian" frá Samgönguhagfræðistofnun Noregs, Transportøkonomisk institutt, kemst að sömu niðurstöðu. Umferðaröryggisbíblian er virt rit og byggir á skipulega og vandaðri úttekt á bestu rannsóknirnar sem hafa birst í ritryndum vísindatímaritum.
Nú er viðbúið að einhverjir komi með sína sögu af einhverjum sem var "bjargað" af hjálmi sínum, en eins og sagt er á ensku : "The plural of anectdotes is not data". Ef við skiljum ekki að vísindi trompi reynslusögum þá er illa fyrir okkur komið. (Ekki að vísindinn séu með eilíf svör, né hafið yfir gagnrýni, ég var ekki að segja það.)
Valdar setningar úr OECD skýrslunni, sem fer varlega, enda tekur tíma að snúa stóru skipi :
"Non-infrastructure measures can improve safety, but they should not be the sole focus of policy."
"To be clear -- these studies indicate reduced risk of head injury for a single cyclist in case of a crash. The effects must not be mistaken for the safety effects of mandatory helmet legislation or other measures to enhance helmet usage."
Það er virkilega margt gott, og sumt sem er of afturhaldssamt í drögunum að nýrri stjórnarskrá.
En núna langar mig að benda á atriði sem ég spurði Noam Chomsky að þegar haldin var fjarfundur með honum í fyrra : Væri ekki hyggilegt að stjórnarskrábinda að ákvarðandir skulu byggja á bestu þekkingu og á rökræðum ?
Fyrir suma er kannski móðgun að setja svoleiðis í stjórnarskrá, en mér sýnist vera full þörf á því.
Og _ef_ tímarnir framundan verða uppfullir af glundroði og dómsdagsstemningi og að það færist í aukanna að fólk treysta stjórnmálamenn og vísindamenn mun minna en áður, þá er virkilega þörf á svoleiðis ákvæði. Ef fulltrúar okkar á Alþingi koma fram sem yfirvegaðir og skynsamir ætti tiltrú á gangsemi þeirra og heiðarleika jafnframt að aukast
Það þarf að að brýna á það að rök og haldbær þekking þurfi að liggja til grundvallar, sérstaklega í löggjöfinni. Rök, haldbær þekking, að sjálfsögðu ásamt almannahagsmunum og virðingu fyrir hagi minnihlutahópa.
(Smá viðbót + leiðrétting kl. 23 )
Á vef siðunni ergo.is stendur :
"Ergo stefnir að því að vera leiðandi í grænni hugsun fjármálafyrirtækja á Íslandi. Leiðarljós okkar er að hjálpa þér að taka upplýsta ákvörðun. Við viljum vinna með þér að því að spara peninga, vernda umhverfið og efla þjóðarhag."
En samt eru þeir með öflugum hætti að ýta undir því að fólk velji sér bíl.
Með engu móti er bent á aðra og mun betri möguleika til að "vernda umhverfið" og spara peninga, og efla þjóðarhag.
Það er nefnilega þannig að fyrir njög marga í þéttbýli, þá er svarið miklu, miklu frekar að hjóla, gang nota almenningssamgöngur mun skilvirkari leið til að stuðla að þessu sem Ergo segjast stuðla að.
Ergo nafnið er notað eins og þeirra málflutningur sé mjög lógiskur. Hún er það einmitt ekki. Þetta er sennilega samt ekki nógu skýr tenging til að Neytendastofa mundi geta skipa þeim að drag úr fullyrðingar sínar. (?)
( Já, já ég veit að geta ekki allir etc, en hér er sem sagt verið að ýta undir bílasölu, en EKKI benda á aðrar leiðir. Það geta ekki allir nota bíl heldur. Hugsa sér hvernig færi ef allir í Kaupmannahöfn, London, Kalkota eða Shanghai færu á bíl )
Það kemur ekki fram í fréttinni af spasraksturskeppninni hvar var ekið og hversu langa vegalengd.
Mjög hátt hlutfall ferða í Reykjavík eru styttri en 5 km, og ágætis hlutfall ferða styttri en 3 km.
Í þessum ferðum, er reiðhjólið mjög verðug keppinaut. Oft er ferðatíminn á bíl og reiðhjól svipaður á 3 - 5 km leiðum. Á þeim tíma dags sem flestir eru á ferðinni samtímis, mynda bílarnir litlar umferðarteppur sem reiðhjólið rennur fímlega fram úr, og kemur reiðhjólið á leiðarenda á undan.
Reiðhjólið er þann faramáta sem eyðir minnstu orku, segja fræðingar. Ganga eyðir meiru.
Þar fyrir utan er viðhald á reiðhjóli og annar rekstur mun ódýrari og mengunin hér um bil enginn. Ekki er heldur neinn ógnun af reiðhjólum í umferðinni ólíkt bílunum (Miðum til dæmis við árlegri tölfræði yfir drepnum og alvarlega slösuðum í umferðinni). Sumar kostir hafa bílarnir fram yfir reiðhjólið, en kostirnir á hinn vegin sem ég gæti bætt við eru líka fjölmargar. Eki síst ef við skoðum samfélagsleg áhrif.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.