Forgangsakreinin að Hlemm Nú liggur fyrir Alþingi fumvarp um að banna eigi umferð hjólafólks á forgangsakreinum eins og þessari á myndinni ásamt sektum við broti þar á.

Landsamtök hjólreiðamanna, sem ÍFHK er aðili að, sendi inn umsögn vegna frumvarpsins og leggur til að hjólafólki verði veittur forgangur í umferðinni með þessum forgangsakreinum og bent á hættur þess að vera með bílaumferð beggja vegna við sig á annarri akreininni. Sem fylgiskjal var send umfjöllun John Franklin um þversagnir í öryggismálum hjólafólks þar sem meðal annars er fjallað um forgangsakreinar. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig þessi ríkisstjórn bregst við, hvort hún vill stuðla að bættri aðstöðu til hjólreiða á Íslandi eða fæla fólk frá hjólreiðum með þessu banni.