Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins 28. 10. 2010

15 manns mættir. Fundargerð ritar Örlygur Sigurjónsson.

1. Fjölnir Björgvinsson formaður setur fundinn. Árni Davíðs kosinn fundarstjóri.

2. FB flytur skýrslu stjórnar. Fer yfir ferðir og starfsemi klúbbsins. Framkvæmdir og fleira. Tilgreinir sérstaklega að tekist hafi að fjölga virkum félögum um 200.

3. Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir reikningar félagsins. FB aths. um kostnað fyrir bankaþjónustu. Hann mun lækka. Um sé að ræða greiðsluseðla sem sendir voru tvisvar fyrir mistök. Mistök bankans. Páll Guðjóns aths.: Kostnaður við heimasíðu of hár. Ætlar að flytja hýsinguna til 1984 og lækka hann. Morten Lange aths. vegna veitinga. Garðar Erlingsson útskýrir að um sé að ræða veitingar sem keyptar voru vegna Reykjavíkurmaraþonsins  og uppákoma í Brekkustíg. Árni Davíðs. aths. um að litlar tekjur komi á móti útgjöldum í klúbbhúsinu. FB aths.: Búnaður klúbbsins of lélegur til að hægt sé að leigja hann gegn gjaldi. Barnavagn o.fl. Þess vegna lánaður frítt. PG aths.: Klúbburinn stefni að því að eiga ekki tekjuafgang heldur nota peninga í starfið. FB aths: stjórn hefur samþykkt að nefndir eigi að hafa fjárlög. Reikningar bornir undir atkv. og samþykktir einhljóða.

4. Tillögur að lagabreytingum. Tillaga v 7. gr. samþykkt án aths.

Tillaga v. 10. samþykkt með athugasemd um að bæta við málsgr. Stjórnarfundir skulu haldnir að jafnaði mánaðarlega. Greinin hjóðar svona eftir breytingar: "10. grein: Stjórnarfundir skulu haldnir að jafnaði mánaðarlega. Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins. Hún ber  ábyrgð á eignum þess og boðar til funda. Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið nema þrír stjórnarmenn séu henni fylgjandi. Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra félaginu til vansa. Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi."

5. Kosning formanns. Örlygur Sig. einn í kjöri og sjálfkrafa kosinn.

6. Kosning stjórnar. í kjöri: Arnaldur Gylfas. Hrönn Harðard. Einar Kristinsson og Unnur. Öll kosin. Varamenn FB og Stefán Birnir Sverrisson.

7. Nefndir mannaðar. Ritnefnd: SBS, PG og FB.
Ferðanefnd: ÖS, Sigurður Grétars. Hrönn Harðar, Einar Valur og Einar Krist.
Húsnefnd. ÁD, ÖS AG FB EK, EV,Unnur Hrönn og Sólver H Sólv.

8. Tillaga að fjárhagsáætlun allt að 100 þús krónur til nefnda. Samþykkt.

9. Önnur mál. Morten Lange fjallar um  íorðanefnd um hjólahugtök. Hefur sett sig í samband við íslenska málstöð og mikill áhugi þar á bæ fyrir að setja hjólahugtök í íslenskan orðabanka. ML gerður að fyrirsvarsmanni málsins.
Rætt um kerrukaup og almennar umræður. Fleira var ekki gert. ÖS.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691