Framundan er helgarferð um ægifagurt landsvæði.  Lagt af stað laugardaginn 22 maí kl 11:00 frá Olís Bensínstöðinni við Norðlingaholt.  Hjólað eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg.  Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns, þar sem gist verður í góðum bústað með heitum potti.  Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki.  Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer.  Rafmagnsreiðhjól gæti verið góður kostur. 

Það verður sameiginleg máltíð á laugardagskvöldið.  Fólk þarf að hafa með sér nesti til tveggja daga, Vatn fyrir daginn, drykkjarföng að eigin vali um kvöldið (enginn bar á svæðinu), rúmföt (lak, sængur og koddaver), tannbursta og sundföt.  Fylgdarbíll tekur farangur og aðrar pjönkur, möguleiki á að fá aðstoð upp Hengilinn ef brekkurnar taka um of í.  

Það er sjónvarp í bústaðnum og hægt að fylgjast með Eurovision keppninni sem er á laugardagskvöldið.  Áfram Daði og Gagnamagnið.

Næsta dag er lagt af stað um hádegisbil og hjóluð sama leið til baka.  Það er gistirými fyrir 8 manns, svo það þarf að bóka sig fyrirfram í ferðina.  Sendið email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og tiltakið fjölda þáttakenda.  Verð pr fullorðinn 8000 kr.  Innifalið gisting, kvöldverður, hafragrautur í morgunmat og trúss á dóti.

Vinsamlega takið fram ef ferðalangur er á grænmetisfæði.  Fararstjóri er Hrönn Harðardóttir, gsm: 823-9780 

Erfiðleikastig 6 af 10.  Áætlaðar dagleiðir 5-7 klst í austurátt, 4-6 í vestur.

Fólk er á eigin ábyrgð í ferðum Fjallahjólaklúbbsins.

Mynd: Geir Harðarson

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691