Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem átti að halda 15. október frestaðist vegna covid en verður haldinn 25. febrúar 2021, kl 20 að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stórn klúbbsins geta haft samband í netfangið ifhk@fjallahjolaklubburinn.is

Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

Lagabreytingartillögur:
Stjórnin tók saman breytingatillögur til að samræma núrverandi lög / samþykktir ÍFHK við kröfur Fyrirtækjaskrár og má lesa þær hér: Tillögur að breytingum á samþykktum ÍFHK.
Leitast var við að halda inni öllu sem snýr að stafseminni svo hún þarf ekki að breytast en bætt inn atriðum eins og að félagið standi ekki í atvinnurekstri, að stjórnin fari með málefni félagsins, hver er með firmaritun og slíkt. Dagsetning aðalfunda er líka færð nær félagsárinu þar sem skírteinin gilda frá mars út febrúar næsta árs.

Núgildandi lög / samþykktir ÍFHK má lesa hér: Lög ÍFHK

Sjáumst á aðalfundinum,
Stjórn Íslenska fjallahjólaklúbbsins.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691