Þorgerður Guðrún Jónsdóttir

Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins var haldinn 25. nóvember 2018 og var þar kosinn nýr formaður og stjórn og gerðar lítillegar breytingar á lögum klúbbsins.

Þorgerður Guðrún Jónsdóttir var ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin líkt og aðrir stjórnarmenn. Páll Guðjónsson, ritari, og Hrönn Harðardóttir, gjaldkeri, voru kosin til tveggja ára í fyrra, Fjölnir Björgvinsson var kosinn varaformaður og Tryggvi Garðarsson, meðstjórnandi. Varamenn í stjórn eru Geir Harðarson og Alfreð Emil Alfreðsson. Skoðunarmenn reikninga eru Björn Bjarnason og Sigurður M. Grétarsson til vara. Fjölnir er einnig formaður ferðanefndar og Páll áfram ritstjóri heimasíðu og fréttablaðs.

Breytingatillögur  við 4. grein laga klúbbsins voru samþykktar. Greinin hljóðar þá svona, nýjar viðbætur og viðbætur feitletraðar:

  • Markmið félagsins er að auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu fyrir þá sem hjóla og að vinna að eflingu og framgangi ferðalaga og samgangna á reiðhjólum hérlendis.
  • ÍFHK standi meðal annars fyrir útgáfu- og fræðslustarfsemi til að kynna stefnu sína og markmið.

Fleira var rætt og má lesa hér Fundargerð aðalfundar ÍFHK 2018 (PDF)

Mynd: Þorgerður Guðrún Jónsdóttir, formaður ÍFHK.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691