Fimmtudaginn 15 febrúar verður kynning á ferðum sumarsins í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Húsið opnar kl 20:00 og kynningin hefst kl 20:15. Heitt á könnunni og viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 

Sjá líka viðburð á facebook: Kynning á ferðum sumarsins

 

Ferðalög 2018

12. - 13. maí: Eurovision - Úlfljótsvatn

Við munum halda í hefðina og hjóla Nesjavallaleið og halda gott Eurovision teiti um kvöldið. Gist í bústað með heitum potti. Farangur trússaður og sameiginleg kvöldmáltíð og morgunverður. Verð 8.000. Fararstjórar Hrönn og Þórður. Vegalengd 50 km á dag. Erfiðleikastig 6 af 10. Getur lækkað niður í 5 ef fólk fær far upp mestu brekkurnar. Sem er í boði.

 

8. - 10. júní: Hjólað að heiman með allan farangur - Reykjanes

Hjólað um Vigdísarvelli í Grindavík á föstudegi, gist þar í tjaldi og við Garðskagavita á laugardegi, hjólað heim á sunnudegi. Vegalengdir 50-60 km. á dag. Fararstjórar Auður, Björn og Guðný. Erfiðleikastig 6 af 10.

 

24. júní: Hvalvatn - Leggjabrjótur - dagsferð

Ferðin hefst við Svartagil kl. 10:30, og þaðan hjólað norður á Uxahryggi og að Ormavöllum. Þar hefst fjallahjólapuð af bestu gerð, áð við Hvalvatn og hjólað síðan norðan við vatnið (töluvert puð hér) vestur að Glym og hjólin teymd niður brattasta partinn og hjólað að Stóra-Botni og þaðan upp á Leggjabrjót og þaðan í Svartagil. Erfiðleikastig 9 af 10. Vegalengd 45 km. Fararstjóri Örlygur Sigurjónss.

 

27. - 29. júlí: Heydalur

Vestfirðir verða heimsóttir í ár. Gist á tjaldsvæðinu í Heydal (fólk getur líka valið innigistingu) og hjólaðar stuttar vegalengdir, 30-40 km á dag. Engar brekkur og góðir vegir. Bæði malar og malbik. Mjóifjörður verður hjólaður á laugardag, snætt í veitingastaðnum Heydal og svo verður hjólaður Gilsfjörður á leiðinni aftur suður. Fólk þarf sjálft að koma sér á staðinn, en reynt verður að sameinast í bíla eftir því sem hægt er. Fararstjóri Hrönn. Erfiðleikastig 4 af 10.

 

25. - 26. ágúst: Borgarfjörður

Hjólað frá Varmalandi upp Norðurárdal, yfir Grjótháls og Þverárhlíðar til baka. Vegalengd um 55 km. Gist í tjaldi á Kleppsjársreykjum, mögulegt að tjalda í gróðurhúsi ef eitthvað er að veðri. Á sunnudegi verður hjólaður hringur um Skorradal. Vegalengd um 42 km. Fararstjórar Auður, Björn og Guðný. Erfiðleikastig 6 af 10.

 

Erfiðleikastig

Erfiðleikastig er á bilinu 1-10.  Það er undirlag, lengd ferðar, brekkur, farangur, árstíð og mat fararstjóra hversu erfið ferð er.  Allir geta tekið þátt í ferðum upp að 5, nægir að hafa hjólað reglulega eða verið í líkamsrækt.  Fólk þarf að vera í góðu hjólaformi fyrir erfiðleikastig 6 og því hærra erfiðleikastig, því betra þarf formið að vera.  Ef þú ert í vafa er upplagt að hafa samband við einhvern í ferðanefnd, email og símanúmer er að finna á heimasíðunni.

 

 

 

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691