Nú er hafin frí dreifing á kortinu „Cycling Iceland 2013 with route map of public transport around Iceland“. Á kortinu eru nánast allar upplýsingar um reiðhjólatengda þjónustu. Viðar á Húsavík og Þorsteinn á Króknum; þeir og urmull annarra landsmanna reyndust liðtækir í hjólaviðgerðum þegar farið var að rýna í hjólakjörin allt í kringum landið.

Auk þess er annað og enn ótrúlegra kort í þessari útgáfu. Kort sem aldrei áður hefur verið fullunnið á Íslandi en marga dreymt um að fá að sjá, allar almenningssamgöngur landsins á einni mynd. Leiðalykill teiknaði mynd fyrir útgáfuna af öllum almenningssamgöngum í landinu á eitt kort. Kortið er svokallað "túbukort" og sýnir allar ferðaleiðir almenningssamgangna sem í boði eru um sveitir landsins. Rútur, ferjur og flug og síðan tengingar inn á heimasíður þeirra sem þjónustuna bjóða, til þess að átta sig á áætlununum sem í boði eru.



Það er hægt að ferðast með almenningssamgöngum frá Laugarvatni á Bíldudal. En það er ekki hægt að fara með opinberum hætti á Grenivík og aðeins hægt að fljúga á Vopnafjörð.

Hjólafærni á Íslandi er útgefandi kortsins og er það unnið í náinni samvinnu við Hugarflug og höfund Leiðalykilsins Inga Gunnars Jóhannssonar. Kortið er prentað í 30.000 eintökum og er dreift frítt um landið og fer á vefsíður hjólreiðasamtaka um allan heim. Kortið er unnið á ensku.

Verkefnið er styrkt af Umhverfisráðuneytinu, Vegagerðinni, Strætó og Ferðamálastofu.

Kortið í PDF-útgáfu (12 mb) má nálgast hér eða á rafrænuformi fyrir neðan, smellið á tengilinn og stækkið eftir þörfum með tólinu efst til vinstri: