Keppnir á "Ordinary" voru orðnar afar vinsælar á Englandi upp úr 1870 og oft voru mikil veðmál í gangi samfara þeim. Keppnisbrautir voru oftast stuttir, sérgerðir hringir og stóðu áhorfendur utan hrings en dómarar og aðstoðarmenn innan hans. Stór skilti voru höfð uppi sem sýndu úrslit keppna og stöðu hvers leiks. Flestir framleiðendur smíðuðu sérstök „kappreiðahjól“ sem voru allt að helmingi léttari en almenn ferðahjól er vógu allt að 25kg. sem þeir svo sýndu á árlegum hjólreiðasýningum. Hin fyrsta sinnar tegundar var The Stanley Bicycle Club Cycle Show sem haldin var 1878.

Stöðugar framfarir í hönnun hjóla áttu sér stað upp úr 1878. Ein útgáfan var kölluð "Match-less" sem kom fram á sjónarsviðið 1883. Það hjól var smíðað með holum stálpípum, bæði framgaffall og stell, til að létta það, auk þess sem gjarðir vora holar að innan. Einnig var tekin upp notkun á kúlulegum. Þessi öra þróun leiddi einnig til nýrrar hönnunar á hverskyns aukahlutum; dekk voru hönnuð úr gegnheilu gúmmíi eða leðri sem skrúfað var á gjarðirnar í fjórum hlutum. 1888 kom svo John Boyd Dunlop með fyrstu slöngudekkin. Stýri voru í fyrstu bein en voru beygð niður þegar framdekkin stækkuðu. Höldurnar voru oftast gerðar úr hornum eða rósaviði, einnig voru framleiddar ýmsar útgáfur hnakka. Bremsur voru aðallega á afturhjólinu í formi teins eða lítils hjóls sem nam við dekkið.
 
Þeim var stjórnað frá höldunum með stöngum. Þetta gerði hjólreiðamönnum kleift að sitja á hjólinu í brekkum, þó svo flestir stigu af baki ef brekkan gerðist of brött.

 

0501-tt2.png


Margir hjólreiðagarpar notuðu allskyns útgáfur af hljóðfærum; bjöllur, málmgjöll, lúðra og flautur. Einnig voru til þó nokkrar útgáfur af kerta- og olíulömpum sem festir voru á hjólið. Ekki voru þó allar þrautir leystar jafn auðveldlega. Þrátt fyrir viðleitni manna til að gera hjólreiðar sem þægilegastar og hættuminnstar voru vegir allajafna harðir. grófir og illa haldið við. Við þær aðstæður var oft erfitt að halda jafnvægi og það gat hreinlega verið lífshættulegt að detta af svo háum hjólum sem "Ordinary-inn" var, jafnvel þótt hjólreiðamenn lærðu að „detta rétt“ í hjólaskólum.

 

The Bicycle Touring Club var stofnaður af Stanley John Ambrose Cotterell, læknastúdent sem hafði áhuga á lengri ferðalögum. Klúbburinn var stofnaður um verslunarmannahelgi 1878 og voru 50 áhugasamir félagar á stofnfundinum. Tveimur árum seinna voru félagarnir orðnir 3000 talsins og þá var tímaritið GAZETTE stofnað. Það hafði ætíð verið ætlun stofnenda hjólreiðaklúbbsins að gæta hagsmuna sinna manna með upplýsingum um vegi og færð og í fyrsta hefti GAZETTE var gefinn út listi yfir hættulegar brekkur í landinu. Árið 1880 tók B.T.C. á móti amerískum hópi hjólreiðamanna og þegar þeir snéru til síns heima stofnuðu þeir The League of American Wheelmen. B.T.C. breytti nafni sínu árið 1883 í The Cyclist Touring Club til þess að hleypa inn þríhjólum. Á sama tíma voru stofnaðir systurklúbbar á meginlandi Evrópu, t.d. á Ítalíu, Sviss, Belgíu og í Frakklandi.

 

Ýmis ágreiningsmál skutu þó alltaf upp kollinum. Frá upphafi hafði klúbburinn haft sinn einkennisbúning, sem breyttist með tískustraumum ár frá ári, en alltaf var kvenfólkið meira og minna utan við myndina, þeim til mikillar armæðu og leiðinda. Þær voru í sífelldri baráttu við að fá sérstakan búning á sig og í byrjun árs 1884 var haldin baráttufundur kvenna.   Lítið fór fyrir skilningi karlanna í klúbbnum en þó var gefið lítilsháttar eftir af The National Dress Association. sem voru aflurhaldssöm samtök og stjórnuðu klæðaburði hjólamanna á tíma.

 

Fylgi C.T.C. óx jafnt og þétt og um 1886 voru meðlimir orðnir 21.000 og fór fjölgandi. Frá aldamótunum 1800 til upphafs fyrri heimsstyrjaldar datt áhugi manna á hjólreiðum þó aðeins niður þegar vélknúin ökutæki ruddu sér braut inn í líf þeirra.

 

 

0501-tt1.png


Það er kaldhæðni örlaganna að vegirnir sem bílar óku nú á í miklum mæli hefðu aldrei orðið jafn góðir og raun varð á ef ekki hefði komið til áhugi C.T.C. manna á bættum samgöngum, lagfæringu vega og umferðaskilta sem aðallega vöruðu við hættulega bröttum brekkum. Við skulum ekki fjalla of mikið um C.T.C. að þessu sinni en þess má þó geta hér í lokin að í dag eru félagar yfir 40.000 og samstarfshópar og félög eru um 400 víðs vegar um Bretland.

 

En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þrátt fyrir mikla velgengni og stóran hóp áhangenda stóðst „háhjólið“ ekki tímans tönn. Þeir sem vanir voru hjólinu vörðu það sem mest þeir máttu en yngra fólk, jafnt sem gamalt og flest allt kvenfólk þyrsti í nýrri og þægilegri gerð.

 

Vegna hönnunar "háhjólsins" var afar erfitt að koma sér af stað og þegar á skrið var komið var mikil kúnst að halda jafnvægi svo ekki sé talað um erfiðleikana sem fylgdu því að stoppa og stíga af baki án þess að detta um koll. Einnig var sett nokkuð út á það hversu hæggeng hjólin voru en það gerði þó víðast hvar ekki til þar sem hjólreiðamenn voru hornreka í umferðamálum samtímans. (Nokkuð sem við ættum að kannast við úr daglega lífinu nú á dögum).

 

Hjólreiðamönnum þá„ sem nú, var ógnað, bæði af hestvögnum og hinum hræðilegu bílum sem þá voru að verða æ vinsælli. Oft enduðu hjólreiðamenn utan vegar og ekki voru til nein skýr lög um það hvar þeir áttu að vera. Þeir máttu allavega ekki vera á gangstígum, þurftu að hringja stöðugt bjöllunni og leyfður hámarkshraði var aðeins 10 km/klst. Margt annað var til þess að angra hjólreiðamenn, sem var þó leyst að mörgu leyti með tilkomu C.T.C. En eins og áður sagði var komið að lokum „háhjólsins“. Menn vildu fara að sjá öruggari hjól sem gætu hentað fleirum. Upp úr 1885 voru afturhjóladrifm „Rover“ hjól farin að taka yfir markaðinn á „háhjólunum“. Þau voru með 22" - 26" afturdekk í stað 16" - 18" eins og var á Ordinary hjólunum. Einnig var betra bil fyrir dekkin og fleira komið fram sem einkenndu hina nýju hönnun. Það var svo um 1892 að hinum merka kafla um Ordinary hjólin var lokið.

 

Lauslega þýtt úr "A History of Bicycles" eftir S. Beeley.

Jón Örn Bergsson.

Birtist fyrst í Hjólhestinum 1. tbl. 5. árg. febrúar 1996