Vantar stíg Í sumar ákvað ég að skoða nýja hjólastíginn í álverið, enda um frábært framtak að ræða þar. Ég veit hvernig á að keyra þangað framhjá Smáranum og IKEA svo ég reyndi að finna hjólastíga sömu leið enda hefur mikið verið kynnt net öruggra hjóla og göngustíga um allt höfuðborgarsvæðið.

Malarstígur aðalleiðin í Hafnarfjörð Ég myndaði það sem bar fyrir augun á leiðinni og það væri gaman að fá komment við textann og myndirnar.

En það er skemmst frá því að segja að það eru ekki neinar leiðir við sumar helstu umferðaræðarnar og það sem var merkt á kortum er víða stórhættulegt og engum bjóðandi.