Í mars 1999 var skrifað undir leigusamning til 5 ára á húsnæðinu að Brekkustíg 2. Eins og sést á myndunum hér að neðan þarf að leggja töluverða vinnu í að laga húsið og snyrta en þetta húsnæði.
Það er óvenjulegt og skemmtilegt í laginu eins og sá  hópur fólks sem myndar Íslenska fjallahjólklúbbinn og ætti að henta vel sem framtíðarhúsnæði fyrir okkur.

mvc-024f.jpg

mvc-005f.jpg

Húsið opnað í fyrsta skipti eftir að skrifað var undir leigusamninginn. 
Það eru 2-300m niður Framnesveginn að Hringbraut.

mvc-007f.jpg

mvc-006f.jpg

Þetta er neðri hæðin, um það bil 35m2.  Þar þarf að koma upp salerni í horninu og stiga upp.

1haed-6.jpg

 

Ef horft er upp, má sjá að þar er ágætt loft með um 40m2 gólffleti þó varla mælist þar margir fermetrar. Þarna ætti að vera hægt að útbúa skemmtilega setustofu með blaða og bókasafninu okkar.

ris-2-6.jpg

Haraldur Tryggva, varaformaður, búinn að koma sér fyrir á efri hæðinni.

ht-ris2-6.jpg

Litist um uppi. Halli sýnir stærðarhlutföllin á þessum klippimyndum.

ris-ht-6.jpg


Horfi niður þar sem Maggi er á vappi. Þarna á eftir að koma fyrir salerni og stiga upp

golf-6.jpg

Á þessari klippimynd sést vel gólfflöturinn á jarðhæðinni

veggur-6.jpg

Á þessari klippimynd sést hversu mikil og góð lofthæðin er.

horn-6.jpg

Og að lokum svipast um úr horninu niðri. Eins og sjá má á þessum myndum er mikið verk framundan áður en við getum flutt starfsemina og þangað til verðum við eitthvað áfram í leiguhúsnæðinu að Austurbugt 3 með opið hús á fimmtudagskvöldum.

Okkur bráðvantar sjálfboðaliða til að hjápa til við smíðar, þrif, málun, pípulögn, laga gólfið og að útvega efni og styrki til framkvæmdanna.  Ef þú ert tilbúin/n til að hjálpa hafðu þá endilega samband við okkur, t.d. Magnús Bergsson eða Harald Tryggva.

©ÍFHK 1999 Myndir og texti Páll Guðjónsson