Lítil vinna virðist í gangi við breytingar á reglugerð um umferðarmerki þrátt fyrir aðkallandi þörf á að bæta þau og vegmerkingar vegna aukinna hjólreiða. Verkefnið var áður á verksviði Vegagerðarinnar en virðist hafa færst yfir á verksvið Samgöngustofu þegar lögum um þessar stofnanir var breytt 2012. Margskonar nýjar merkingar á yfirborði vega (og stíga) vantar en sumar eru þegar  í notkun hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum. Til dæmis má nefna línur sem afmarka hjólareinar og hjólastíga, örvar sem sýna hjólastefnu, hjólamerki, göngumerki, hjólavísamerki o.fl. Þá vantar ýmis umferðarmerki á skiltum. Til dæmis má nefna skilti sem sýna hjólarein, leið út úr botngötu, stefnuörvar fyrir hjólastíg, nýja vegvísa fyrir reiðhjól og myndræn undirmerki fyrir reiðhjól og önnur ökutæki. Velta má fyrir sér hvort heppilegt sé að skilgreina sérstaka hjólabraut yfir akbraut þar sem umferð hjólandi hefur forgang eins og á gangbraut. Til þess þarf þó einnig lagabreytingu.

http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/289-1995

Undirmerkið sýnir að merking á við fyrir reiðhjól.

1. Undirmerkið sýnir að merking á við fyrir reiðhjól.

 

 Á yfirborð vega til að sýna stíg eða rein fyrir reiðhjól.

2. Á yfirborð vega til að sýna stíg eða rein fyrir reiðhjól.

 

Á yfirborð vega til að sýna stíg fyrir gangandi.

3. Á yfirborð vega til að sýna stíg fyrir gangandi.

 

Botngata: Upplýsingamerki til að sýna hjólsstíg úr botni götu.

4. Botngata: Upplýsingamerki til að sýna hjólsstíg úr botni götu.

 

Hjólarein: Hugmynd að upplýsingamerki til að sýna hjólarein.

5. Hjólarein: Hugmynd að upplýsingamerki til að sýna hjólarein.

 

Hjólastígur: Hugmynd að upplýsingamerki til að sýna hjólastíg (ekki boðmerki).

6. Hjólastígur: Hugmynd að upplýsingamerki til að sýna hjólastíg (ekki boðmerki).

 

Hjólastígur: Hugmynd að upplýsingamerki til að sýna hjólastíg (ekki boðmerki).

7. Hjólaþverun: Hugmynd að merki til að merkja hjólaþverun.

 

Hjólarein: Hugmynd að upplýsingamerki til að sýna hjólarein.

8. Hjólarein: Hugmynd að akreinamerki til að sýna hjólarein.

 

Hjólhesturinn 25. árg. 1. tbl. mars. 2016