Það er áætlað að á Bretlandseyjum látist 29.000 manns um aldur fram vegna loft­mengunar og þar af 4.300 í London. Nýlega var fjallaði The Guardian um tilraun sem borgar­­stjórn Camden, King’s College London og the Healthy Air Campaign framkvæmdu í mið­borg Lundúna. Þar var mælt hvort þeir sem nýttu sér mismunandi fararmáta önduðu að sér jafnmikilli mengun og niðurstöðurnar sýndu afgerandi mun.

Fjórir ferðuðust sömu leið og lögðu af stað á sama tíma. Tveir til viðbótar nýttu sér það að gangandi og hjólandi hafa meira val um leiðir og völdu þau sér aðra leið með minni umferð.

Þau sem ferðuðust undir beru lofti gangandi eða hjólandi önduðu að sér mun minni loftmengun en þeir sem voru inni í einka­bíl eða almenningsvagni.

Svo virtist sem mengaða loftið færi inn í lokuð farartækin og sæti þar mun lengur en sú mengun sem hinir urðu fyrir undir beru lofti. Og þó sá sem gekk leiðina væri lengur á ferð sýndi mælirinn að upp­söfnuð mengun var helmingi minni en þess sem ferðaðist á einkabílnum. Sá sem hjólaði var fljótastur og slapp því best.

Leiðarvalið hafði líka greinileg áhrif hjá þeim sem ferðuðust fjær þyngstu umferðinni, þau urðu fyrir minnstu menguninni eins og sést á neðstu línunum á línuritinu.

Páll Guðjónsson

Hjólhesturinn 1. tbl. 24. árg. mars 2015

Hér má sjá frétt The Guardian: http://www.theguardian.com/environment/video/2014/aug/12/london-air-pollution-public-transport-video