Í gær var ég að ræða við konuna mína um hjólabrautir og hjólandi fólk. Við sáum einmitt samtímis til bíla á vegi og hjóls á stígi. Þá datt mér í hug að nefna að maður á hjóli myndi gleðjast yfir því að eyða orku en maður á bíl sjá eftir því að eyða orku. Því sem næst samdi ég þessa vísu:

Ef lít á hluti læri ég mest,
líf er góður skóli.
Mér finnst að eyða orku best
ef um ég fer á hjóli.

Með kveðju,
Philip Vogler, Egilsstöðum