Besta leiðin til að jafna sig eftir flugferð yfir hálfan heiminn er að hjóla. Það var nákvæmlega það sem ég og bekkjarfélagar mínir gerðum í útskriftarferð okkar til Taílands vorið 2013.

Sumarleyfisferð Hjólaræktar Útivistar 2013 var farin um Vestfirði sunnanverða 4. – 9. júlí 2013. Hópurinn kom  á eigin bílum í Stykkishólm, þar sem ferjan var tekin yfir Breiðafjörð. Reyndar voru nokkur þegar komin vestur á firði og ætluðu að hitta hópinn á Brjánslæk. Við vorum komin tímanlega til að ná ferjunni sem fór frá landi um hálf fjögur. Auk þess þurftum við að finna einhvern til að taka trússkerruna í bátinn, þar sem trússarinn bjó á Patreksfirði og það tókst fljótlega.

Forsagan

Frá því ég keypti CUBE-Fákinn vorið 2012 hefur fólk verið að hvetja mig til að mæta í Bláalónsþrautina. Sumir ætluðust jafnvel til að ég mætti tveimur mánuðum eftir að ég fékk hjólið. Ég var efinst þá en svo viðbeinsbrotnaði ég þannig að ekki þurfti að pæla mikið í því.

Ferðirnar með Fjallahjólaklúbbnum frá Reykjavík að Úlfljótsvatni hafa verið einstaklega góður undirbúningur fyrir Bláalóns keppnina þar sem maður verður að passa að sprengja sig ekki. Það var því ekki spurning um að mæta í keppnina 2013.

Helgina 21.-22.september 2013 var farin haustlitareiðhjólaferð Fjallahjólaklúbbsins í Þórsmörk. Hjólað var frá Seljalandsfossi inn í Goðaland að Básum, gist í skála Útivistar og hjólað til baka. Nánar um ferðatilhögun hér.

Hér má sjá nokkrar myndir sem Ólafur Rafnar Ólafsson tók í ferðinni: