NesjavallaferðÞessi pistill fjallar um hjólreiðar.  Þeir sem eru nú þegar búnir að átta sig á gagni þessa fararmáta þurfa ekki að lesa lengra. Þið hin sem rákuð augun í þennan pistil og hafið ekki enn uppgötvað það – lesið áfram...

Mín hjólasaga nær ekki langt aftur, tja... svona u.þ.b. átta ár aftur í tímann. Hún hófst þegar góður vinur bauð okkur hjónum í hjólatúr ásamt fleirum ... svona helgarferð. Ætlunin var að fara hringinn umhverfis Skorradalsvatn. 

tjarnarspretturinn 2008 Það var mikil hjólahátíð á Samgönguvikunni þann 20. sept. Íslenski fjallahjólaklúbburinn, Landssamtök hjólreiðamanna og fleiri aðstoðuðu við hjólalestir sem löguð af stað víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og mættust síðan allar í Nauthólsvík. Þaðan var síðan hjólað í stórri hjólalest að Ráðhúsinu þar sem við tók fjölbreytt dagskrá sem Hjólareiðafélag Reykjavíkur átti stóran þátt í. Á vef þeirra hfr.is má lesa meira um keppnirnar og skoða fjölda mynda frá viðburðunum en hér eru myndir sem Páll Guðjónsson tók við Tjörnina. Á síðustu myndinni er verið að afhenda nýtt stígakort Reykjavíkur sem minnir meðal annars á það mikilvæga atriði að reglulegar hjólreiðar lengja lífið !

Þriðjudagsferð Farinn var hringur um Elliðavatn í þriðjudagskvöldferðinni í gær. Um daginn var veðrið ekki með besta móti, en eins og svo oft áður lygndi með kvöldinu og stytti upp. Við fengum meira að segja kvöldsól. Mikið fuglalíf er á svæðinu og sáum við meðal annars; himbrima og svana parið með ungana sem hefur verið umtalað í fréttum undanfarið. Ungarnir voru reyndar ekki nema 3 en feitir og pattaralegir.

Við vorum góður hópur sem áttum mjög góða stund við Heiðmörkina í gærkvöldi. Stopp var gert á mörgum stöðum til að njóta kyrrðarinnar, svo dagskráin teygðist aðeins. Lauk því ferðinni ekki fyrr en rétt rúmlega 10.

Ferðanefndin.

Hjólað í MosfellsbæFleiri myndir úr Mosfellsbæjar hringnum, þessar myndir voru teknar af Einari Val. Skellið ykkur með í þriðjudagskvöldferð með okkur. Þær eru yfirleitt auðveldar og henta því öllum vel.

MosfellshringurUm 30 manns fóru Mosfellshringinn í gær. Mjög gott veður og kvöldsólin skartaði sínu fegursta. Kollur með ungana sína syntu með ströndinni rétt við stíginn. Nokkrir hestamenn viðruðu fáka sína og golfvellirnir sem við fórum framhjá voru vel nýttir enda veðrið til þess. Sökum veðurblíðu (og minniháttar bilana) dróst ferðin fram eftir kvöldi eða til um 22:30. Nokkrir garpar skáru sig úr hópnum í Mosfellsbæ og héldu áfram inn fyrir Úlfarsfellið og uppá Nesjavallaleið. Við hin fórum sömu leið til baka með fram sjónum.
Fjölnir

hópurinnVaskur hópur hjólar frá Kaupmannahöfn til Berlínar undir leiðsögn Sesselju sem skipulagði ferðina á vegum ÍFHK. Ferðasagan bíður betri tíma en ferðin heppnaðist frábærlega og allir ánægðir eins og sjá má á myndunum þeirra Sesselju og Kjartans.

Köben - BerlinFyrstu myndir úr Berlínarferðinni. Við erum í Kansholte á eyjunni Møn. Tveir dagar búnir og gengur allt áfallalaust fyrir sig. Hópurinn er frekar breiður en þéttist við gatnamót og í bæjum. Höfum verið mjög heppin með gistingar og aðstaða okkar til fyrirmyndar. Gistum í Ishøj fyrstu nóttina/næturnar og þaðan eru fyrstu sex myndirnar. Klæðnaðurinn er ekki af því að það sé svo kalt heldur til að skýla okkur fyrir sólinni þar sem nokkur okkar voru byrjuð að sólbrenna þrátt fyrir sólarvörn í talsverðu magni.

Vona að við komumst í svona gott netsamband aftur ti að senda fleiri myndir. Hjólakveðjur úr Danmörku.
Fjölnir Björgvinsson

Nesjavellir 2008 Við vorum að setja inn fleiri myndir úr vel heppnaðri ferð klúbbsins á Nesjavelli. Þetta eru myndir sem Magnús Bergsson tók. Það er skemmtilegt að sjá hversu fjölbreyttan búnað fólk er farið að nota. Magnús sjálfur er á "recumbent" hjóli þar sem hann situr í þægilegu sæti bak við vindskel og nýtur þess hve mikið minni vindmótstaða erí svona fararskjóta miðað við venjuleg hjól. Einnig eru nokkrir í ferðinni með svokallaða Bob vagna í eftirdragi. Þeir eru frábær valkostur við bogglabera með töskum að því leitinu til að maður finnur varla fyrir þeim þegar hjólað er. Klúbburinn á einn slíkan sem við leigjum út. Skoðið myndir Magnúsar hér .

úr NesjafallaferðinniFyrsta ferðalag klúbbsins í sumar heppnaðist vel. Samkvæmt hefðinni grilluðum við þegar á áfangastað var komið og þeir sem höfðu áhuga gátu svo fylgst með Eurovision um kvöldið í 50" plasmaská. Að sjálfsögðu var einnig slakað á í pottinum. Við hjóluðum svo saman til baka á sunnudeginum þegar allir voru búnir að kýla út kviðinn.

Skoðið myndir úr ferðinni sem Pétur tók

Kvöldferð um Grafarvog - fuglaskoðunÞað voru um 20 hressir hjólakappar sem tóku saman hjóltúr um Elliðaárdal og Grafarvoginn í gær. Með í för var Ólafur Einarsson fuglafræðingur og sagði hann frá þeim fuglum sem við sáum. Merkilegt hvað augu manns opnast við að hafa fræðimann sér við hlið. Til dæmis á leið sem ég hef hjólað oft undanfarið, benti hann okkur á hrafn sem lá á hreiðri á nokkuð áberandi stað. Ekki grunaði mig að þarna væri hreiður, sérstaklega þar sem ég fer oft þarna um. Við stoppuðum oft til að líta í kringum okkur og spjalla. Frábær hringur. Fjölnir