HópurinnFjallahjólaklúbburinn hefur verið með ferðir á þriðjudagskvöldum í sumar og svo verður áfram út ágúst.  Lagt er af stað frá Fjölskyldu og Húsdýragarðinum, aðalinngangi kl 19:30.  Hraða er stillt í hóf og ekki er ákveðið fyrir fram hvert skuli farið, heldur ræðst för af formi, óskum og uppástungum þátttakenda.

T.d. langaði eina að sjá Kópavogsdalinn, hafði aldrei komið þangað en séð fallegar myndir þaðan.  Þá hjóluðum við þangað í gegn um Breiðholtið, niður eftir íðilfögrum Kópavogsdalnum og svo áfram út í Gróttu.  Næsta þriðjudag verður kaffihúsaferð, þá hittumst við eftir sem áður kl 19:30, hjólum aðeins áður en við stingum okkur inn á kaffihús og fáum okkur kökusneið.

Hópurinn

Einn þriðjudaginn mætti mætur hjólagarpur, Jakob Hálfdanarson og stakk upp á að við færum Reykjavík á röngunni.  Og það gerðum við, þræddum hina ýmsu leynistíga og krókaleiðir.  Þar á meðal þrengsta opinbera sund í Vesturbænum, en tveir fullorðnir einstaklingar geta ekki mæst í sundinu, það er of þröngt.  Kunnum við Jakobi bestu þakkir fyrir öðru vísi og skemmtilega hjólaferð.

07-12_046.jpg

Á vef Fjallahjólaklúbbsins er að finna myndir úr ferðum og öðrum viðburðum.  Hér er t.d. að finna fleiri myndir úr þessari skemmtilegu þriðjudagsferð:

https://picasaweb.google.com/ifhkmyndir/2011ReykjavikARongunni#

Gott að velja Fullscreen og Slideshow til að sjá myndirnar í fulri stærð.



Og svo var aðeins verið að vídeóast:

 

Birtist fyrst á bloggi Hrannar: hrannsa.blog.is