Þessi viðburður heppnaðist með eindæmum vel. Mjög áhugaverð myndasýning og vel skreytt með feröasögunni. Það mættu um 25 manns í heildina en frá Hjólaklúbb Lýðveldisins komu 4.

Myndasýningin hófst um 20:15 og var í tæpan klukkutíma. Eftir sýninguna var boðið upp á kaffi og vöfflur með rjóma og sultu. Mjög góð stemning var í húsinu og allir skemmtu sér vel.
Fjölnir Björgvinsson


Myndasýning / ferðasaga frá Andalúsíú á Spáni 2005 fimmtudaginn 2. mars kl 20:00
ÍFHK hefur fengið Ágúst Kvaran fyrir hönd Hjólaklúbbs lýðveldisins til að koma í klúbbhús ÍFHK og sýna myndir sem hann og samferða menn hanns tóku í hjólaferð þeirra um Andalúsíu 20. – 29. maí 2005.
Farið verður yfir ferðina í máli og myndum. Bakaðar verða vöfflur og hellt uppá könnuna að venju. Húsið opnar kl 19:45 mætum stundvíslega. Myndasýningin hefst kl. 20 en þið getið tekið forskot á sæluna á vef Ágústar Kvaran http://www.hi.is/~agust/ymisl/myndir/sp05/sp05.htm

Fjölnir B. og húsnefnd ÍFHK.