Kvöldferð um Grafarvog - fuglaskoðunÞað voru um 20 hressir hjólakappar sem tóku saman hjóltúr um Elliðaárdal og Grafarvoginn í gær. Með í för var Ólafur Einarsson fuglafræðingur og sagði hann frá þeim fuglum sem við sáum. Merkilegt hvað augu manns opnast við að hafa fræðimann sér við hlið. Til dæmis á leið sem ég hef hjólað oft undanfarið, benti hann okkur á hrafn sem lá á hreiðri á nokkuð áberandi stað. Ekki grunaði mig að þarna væri hreiður, sérstaklega þar sem ég fer oft þarna um. Við stoppuðum oft til að líta í kringum okkur og spjalla. Frábær hringur. Fjölnir