<>

2006

 

Hin kornunga Sóley Bjarnadóttir, tólf ára, var heiðruð þriðjudaginn 29. ágúst, fyrir bestu þátttöku í hjólreiðaferðum Íslenska fjallahjólaklúbbsins þriðja árið í röð. Sóley hefur því unnið sér farandbikarinn til eignar. Hjóluð var síðasta kvöldferð sumarsins frá Mjóddinni klukkan 20:00 og niður í Fjallahjólabúðina þar sem afhending og lítið hóf með veitingum í boði GÁP fer fram. Bikarinn er sem fyrr í boði Alhliða flutningsþjónustunnar ehf. Myndir

Svipmyndir úr kvöldferðum sumarssins 2006 úr myndavél Bjarna, Sigríðar Helgu og Sóleyjar
Myndir

20-21. maí. Nesjavallaferð 2006
Skoðið hér
myndir Magnúsar Bergs úr hinni árvissu fjölskylduferð til Nesjavalla. Lagt var af stað frá Árbæjarsafninu. Á laugardagskvöldinu var grillað og að því loknu fjör yfir Evróvision stemmningu sjónvarpsins á meðan aðrir láu í leti í heita pottinum. Á sunnudeginum var svo hjóluð sama leið til baka eftir Nesjavallaveginum. Kiddi var fararstjórinn í ár.

20-21. maí. Nesjavallaferð  2006 
Fleiri myndir úr Nesjavallaferðinni nú úr myndavél Bjarna, Sigríðar Helgu og Sóleyjar
Myndir

Hjólalestin 14. maí. Hjólað var frá Spönginni, Mjódd og Smáratorgi í Nauthólsvík þar sem hóparnir söfnuðust saman og hjóluðu síðan saman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Myndir: Magnús Bergs

Svipmyndir frá viðgerðarnámskeiði 4. maí fyrir byrjendur þar sem Magnús Bergs fór yfir grunnatriðin á gírum og bremsum .
Myndir: Magnús Bergs

2005

 

Samgönguvikan 2005 sett 16/9/2005. Tilgangur vikunnar er m.a. að vekja almenning til vitundar um nauðsyn þess að minnka mengun af völdum umferðar og hvetja til breyttra og betri samgönguhátta. Til að marka upphaf þessa verkefnis afhenti Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Óskari Dýrmundi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Vesturgarðs Samgöngublómið í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Kór barna úr leikskólanum Tjarnarborg söng við afhendinguna.
Sjá nánar hér á vef Reykjavíkurborgar. Myndir PG

Tjarnarspretturinn 17/9/2005
Hjólreiðafélag Reykjavíkur hélt mót á götuhjólum í miðbænum í dag. Hér eru myndir sem Páll Guðjónsson tók og munið að þægilegt er að velja eina mynd og setja síðan á sjálfvirka myndasýningu. Hjólað var kringum tjörnina, markið var á brúnni á Skothúsveginum, beygt inn Tjarnargötu, Vonarstræti, Fríkirkjuveginn og aftur inn á Skothúsveginn. Sjá nánar á vef HFR ásamt fjölda mynda Alberts og mynda Guðmundar Jakobs.

Ofurhugar úr Team GÁP sýndu kúnstir sínar á reiðhjólum í Hljómskálagarðinum eftir Tjarnarsprettinn. Hér eru myndir sem Páll Guðjónsson tók og fleiri á vef HFR sem Albert Jakobsson tók hér.

Svíinn Daniel Johansson hjólaði um landið 2003 með vini sínum og hér er vefurinn hans með ljósmyndum, vatnslitamyndum og ferðasögunni

Svipmyndir úr kvöldferðum sumarssins 2005 og Nesjavallaferðinni í vor sem Sigríður Helga sendi okkur.
Myndir: Sigríður Helga

Á sjómannadaginn 5. júní 2005 fór hjólalest frá eimreiðinni við Reykjavíkurhöfn áleiðis til Nauthólsvíkur. Tilefnið er afhending Bláfánans sem er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Landvernd óskaði eftir þátttöku hjólreiðafólks og vildi leggja áherslu á sjálfbærar samgöngur við afhendingu fánans. - Myndir: Magnús Bergs

Lokaathöfn Hjólað í vinnuna í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum mánudaginn 23. maí kl. 12-13. Dagskráin hófst kl. 12 með verðlaunaafhendingu á stóra sviðinu í Fjölskyldugarðinum og í framhaldinu rölt yfir í veitingatjald Húsdýragarðsins þar sem boðið var upp á létta veitingar. Myndir: Magnús Bergs

Fjölskylduferð á Nesjavelli: Helgarferð. Grill og letiferð með alla fjölskylduna spölkorn frá Reykjavík. Tilvalinn ferð til að athuga hjól, búnað og líkamlegt þol fyrir lengri ferðir sumarsins.
Myndir: Magnús Bergs

Hjólað á Nesjavelli
Ég fór í margar ferðir með Fjallahjólaklúbbnum í sumar. Ég hjólaði með klúbbnum á Nesjavelli í vor. Það var mikil rigning fyrri daginn. Ég fór ekkert í trússbílinn og hjólaði með farangurinn minn báðar leiðir. Það fóru átta aðrir krakkar með...
Lesið hér ferðasögu Sóleyar Bjarnadóttir 10 ára.



Hjólalestin fór um Reykjavíkurborg 5. maí. í tilefni af fyrirtækjakeppninni Hjólað í vinnuna. Lagt var af stað frá Spönginni, Mjódd og Smáratorgi kl.12 og hjólað sem leið lá í Nauthólsvík. Þaðan lagði síðan hin eiginlega Hjólalest af stað kl. 13. Hjólað var í lögreglufylgd um miðbæinn sem leið lá í
Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn. Veðrið lék við hjólagarpana sem voru tæplega 300 manns á öllum aldri.
Myndir Magnús Bergs og Páll Guðjónsson

2004

 

Óvenjugott hjólreiðasumar
Sumarið 2004 varð okkur hjónum óvenjugott til hjólreiða enda veðursæld með þvílíkum ólíkindum að menn minnast þessa sumars fyrir hlýindi og þeir sem muna langt aftur bera það saman við sumarið 1939...meira

Endaslepp ferðasaga 
Arnþórs og Elínar um Snæfellsnes sumarið 2003 á Orminum Bláa ásamt reynslusögum þeirra af öðrum tveggja manna hjólum.
Lesið hér

2004

 

17.-19. september. Ferð ÍFHK í Húsafell
Skoðið hér
myndir Magnúsar Bergs úr ferð ÍFHK í Húsafell 2004. Ekið var með hjól og trúss sem leið lá að Húsafelli og gist þar tvær nætur. Farið var í hellaskoðun, í sund og hjólað um kjarri vaxið nágrennið. Á sunnudeginum var hjólað áleiðis heim um Kaldadal.

 

27. ágúst - 5.september. Skotlandsferð
Skoðið hér myndir Öldu Jóns úr Skotlandsferðinni 2004. Þetta var ferð sem Darren skipulagði og heppnaðist sérlega vel. Logh Ness skrímslið var heimsótt og gist m.a. í draugakastala og vita. Skoðið líka nokkrar myndir og kort af leiðinni hér og ferðaáætlunina hér.

15. júní. Kvöldferð um Viðey
Skoðið hér
svipmyndir sem Sigurður Sveinsson tók úr þriðjudagskvöldferð um Viðey. Byrjað var á því að hjóla upp í kirkjuna og hún skoðuð. Síðan var farið vestur eyjuna og hið fallega útsýni skoðað...

22.-23. maí. Nesjavallaferð 
Skoðið hér
myndir Magnúsar Bergs úr Nesjavallaferð ÍFHK 2004. Þetta var fjölskylduferð rétt út fyrir Reykjavík þar sem gist var eina nótt á Nesjavöllum og slakað á eftir fyrri daginn í pottinum þar.

17.-28. maí. Ísland á iði - Hjólað til vinnu.
Skoðið hér
myndir Magnúsar Bergs

Hjólað til vinnu. Samkeppni milli fyrirtækja landsins um t.d. hvaða fyrirtæki hjólar flesta klómetra til og frá vinnu og hvaða fyrirtæki hafi á að skipa flestum hjólreiðamönnum ofl. Þetta var samvinnuverkefni hjólreiðafélaganna og ÍSÍ. um að hvetja til aukinna daglegra hjólreiða.
Nánari upplýsingar hér

Leiðin að kökuhlaðborðinu….
Hjólreiðaferð Magnúsar Bergs sem farin var sumarið 2000. Reynt var að forðast helstu þjóðvegi en þess í stað farið um forna slóða og afrétti norðan jökla.  Hún hefur verið birt í Hjólhestinum undanfarið og hægt er að lesa alla þá kafla hér á vef Magnúsar.

 

2003  
2. sept.

Skoðið hér svipmyndir bikarafhendingu við lok þriðjudagskvöldferða.

September

Lesið hér og skoðið myndir úr hjólaferð Fjölnis Björvinssonar um Móseldalinn

Sumar 2003 

Línuvegurinn. Lesið hér ferðasögu Kidda ásamt myndum.

Sumar 2003 

Sóley 9 ára hjólar frá Landmannahelli til Landmannalauga Lesið hér



20. maí

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Voga og Langnes.

13. maí

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Geldinanes.

2002  
13. ágúst

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Geldinanes.

7. nóv.

Skoðið hér svipmyndir af aðalfundi ÍFHK

13. ágúst

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Geldinanes.

2. júlí

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð til Hvaleyrarvatns.

12-18 júní

Skoðið hér svipmyndir úr Noregsferðinni

4. júní

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Garðabæ.

28. maí

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Lauganes.

25. maí

Skoðið hér svipmyndir úr fjölskylduferð til Nesjavalla

21. maí

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Breiðholt.

14. maí

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Grafarvog.

11 maí

Skoðið hér svipmyndir frá viðgerðarnámskeiði Magnúsar Bergs í klúbbhúsinu.

8 maí

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Kópavog.

   
2001  
20 maí

Skoðið hér  "Sveitafélögin hjóluð saman" með þáttöku borgarstjórans og fulltrúa úr sveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu.

22. maí

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Laugarnesið.

26-27 maí

Fjölskylduferð til Úlfljótsvatns. Lesið um ferðina og skoðið myndir Haralds Tryggva úr henni hér, og frásögn Ara hér

29. maí 

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Garðabæ.

5. júní

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Grafarvog.

12. júní 

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Seltjarnarnes ( "slideshow").

31. júlí 

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um Viðey.

7. ágúst

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð þegar hjólað var að Straumi.

9. ágúst

Klúbbhúsið málað rautt. Skoðið myndir hér og fleiri hér.

14. ágúst

Skoðið hér svipmyndir úr þriðjudagskvöldferð um  Geldinganes ( "slideshow").

18. ágúst 

Reykjavíkurmaraþon. Eins og undanfarin ár hjálpuðu sjálfboðaliðar frá ÍFHK til við að greiða leið hlauparanna með því að fara fyrir. Jakob sendi okkur myndir sem eru hér. Skoðið líka myndir Magnúsar Bergs frá sama degi hér og Jóns Arnar hér og  myndir frá síðustu keppni hér

22. sept.

Hér eru svipmyndir frá opnun hjóla- og göngustígsins í Mosfellsbæ. 

Alda Jóns hjólaði yfir Arnarvatnsheiðina sumarið 2001. Lesið ferðasöguna og skoðið myndirnar.

Fyrir utan það að hjóla um þjóðvegi Íslands er annar spennandi valkostur sem vert er að skoða og það er að hjóla um sérmerktar hjólaleiðir evrópu. Meira 

Klúbburinn fór í skemmtilega ferð um vestfirði í júní 1999 eins og Jóhann Leósson segir frá hér.

Darren Swift kom hér og hjólaði um landið á handaflinu einu saman í hjólastólnum sínum sem var með einföldum hætti breytt í handknúið þríhjól. Lesið hér um útbúnaðinn hans og hér er umfjöllun hans um ferðina og ferðamátann.

Fyrsta ferðalagið er nokkuð sem margir mikla fyrir sér en stundum þarf maður bara að drífa sig af stað eins og Alda gerði þegar hún hjólaði til Þingvalla í útilegu í fyrsta skiptið, og það með alla fjölskylduna. Lesið pistilinn

Skagfirska 8an er hjólakeppni í frábæru umhverfi.  Hún er ekki haldin af klúbbnum en það er óhætt að segja að félagsmenn ÍFHK og einnig HFR fjölmenntu í keppnina og var fólk almennt mjög ánægt með keppnina.  Ekki voru allir að keppa að titli heldur bara að taka þátt í ferðinni og hafa gaman af.  Skoðið svipmyndir úr Skagfirsku 8unni 7. og 8. ágúst 1999.

Í enda maí 1998 förum við létta helgarferð til Nesjavalla sem henta bæði fjölskyldufólki og nýliðum, enda hafa þarna margir farið sína fyrstu ferð hjólandi út úr bænum. Þeirra á meðal var Bára Bryndís Sigmarsdóttir og hér má lesa hennar sögu. Skoðið myndir Páls úr ferðinni eða lesið ferðasögu Öldu Jóns. Hér eru svipmyndir úr Nesjavallaferðinni 1999 sem Björgvin tók og frásögn Gísla Guðmundssonar.

Í enda veiðitímabilsins í Veiðivötnum, í enda ágúst, höfum við farið í létta helgarferð á hálendið í einstöku umhverfi Veiðivatna og Jökulheima sem alltof fáir hafa kynnst. Hér eru myndir úr fyrstu ferðinni 1997 sem Ólafur Rafnar Ólafsson tók og annað myndagallerí með myndum Jóns St. KristjánssonarJón Örn skrifaði svo um viðburðaríka ferð okkar 1998.  Hér eru svo svipmyndir úr Jökulheimaferðinni 1999, þar sem var farið upp að jöklinum.

Ein vinsælasta ferð klúbbsins var lengi vel Landmannalaugaferðin í byrjun september. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni 1995 sem Páll Guðjónsson tók, ferðasagan eins og Guðbjörg Halldórsdóttir upplifði ferðina og aftur eins og Gísli J. Guðmundsson upplifði hana. 1994 sem Guðrún Ólafsdóttir tók.  Þessi ferð hefur reyndar verið í pásu síðustu sumur. Gísli hjólaði líka um vestfirði sumarið 1996, hér er stutt frásög frá þeirri ferð.

"Sumir eiga bíla og aka þeim, eins og þeim þóknast um landið. En við getum ekki öll átt bíla. Það er heldur ekki nauðsynlegt. …ég á skemmtilegri farkost en bílinn. Það er Skjóna mín. Skjóna mín er reiðhjól, og heitir eftir henni Skjónu litlu, sem ég eignaði mér, þegar ég var heima. Ég hef farið nær alla akvegi landsins á Skjónu minni, og aðalvegina oft." Svona skrifaði Oddný Guðmundsdóttir um ferðalög sín og viðrar skoðanir sínar í bland.

Marty Basch hjólaði umhverfis Ísland sumarið 1996 á leið sinni eftir heimskautabaugnum og hafði ferðatölvu með sem hann notaði til að fá sögu sína birta jafnóðum á internetinu.

Arnþór Helgason og Elín Árnadóttir hjóluðu frá Reykjavík á Austfirði en notuðu aðra tækni en flestir. Þau fóru nefnilega á tveggja manna hjóli og með hluta af farangrinum í Bob farangursvagni. Lesið ferðasöguna og skoðið myndir úr ferðinni.     

Vorið 1997 hjóluðu þau um Skotland . Þar leigðu þau sér tveggja manna hjól, könnuðu hjólaleiðir í kringum Glasgow og tóku fjölda mynda. Lesið ferðasöguna og skoðið myndirnar.

Kalli og María hjóluðu saman austur á Austfirði og norður á Akureyri þar sem leiðir skildu en Kalli hélt áfram á Vestfirði og áfram. 20 myndir.

Jón Örn hefur verið fararstjóri í mörgum ferðum klúbbsins en líka í ferðum með erlendum túristum sem setjast á bögglaberana, segja "hott hott" og leggja svo kollhúfur þegar ekkert gerist.

Feðgarnir Konni og Elli eru einnig með skemmtilegar heimasíður sem vert er að heimsæka, með myndum úr ferðum og ýmsum fróðleik 

Sverrir Kiernan og félagar fóru hjólandi yfir sprengisand í júlí 2004. Skoðið vefinn