Hjólað í vinnuna Hjólað í vinnuna fór fyrst af stað árið 2003. Landsmenn hafa tekið átakinu mjög vel og hefur þátttaka aukist um 1400% frá upphafi. Meginmarkmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

 

Lýðheilsustöð

Lýðheilsustöð

Fyrsta árið fór átakið fram í ágúst, stóð yfir í eina viku og þá tóku 533 þátt. Árið eftir var það flutt fram í maí og stóð yfir í tvær vikur en árið 2007 var það lengt í þrjár vikur. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt og tóku 8041 þátt í Hjólað í vinnuna árið 2009.

Í Hjólað í vinnuna er keppt í sjö fyrirtækjaflokkum um flesta daga og flesta kílómetra hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna í fyrirtækjum. Allir sem nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu s.s. hjóla eða ganga geta tekið þátt. Þeir sem taka strætó eru einnig gjaldgengir þátttakendur en þá telur sú vegalengd sem gengin er til og frá stoppistöð.

 

Lífrænt hjól! Umhverfisvænt og vandað. - Fjölbrautaskólinn við Ármúla

 Lífrænt hjól! Umhverfisvænt og vandað. - Fjölbrautaskólinn við Ármúla

 

hjoladivinnuna.is

Átakið er byggt í kringum heimasíðu verkefnisins hjoladivinnuna.is . Keppendur skrá sig til leiks á heimasíðunni sem heldur utan um allan árangur liðsmanna, liða og fyrirtækja. Leið­beiningar um skráningu og allar upplýsingar um verkefnið er að finna inn á heimasíðunni og ýmsar gagnlegar upplýsingar um hjólreiðar og tengt efni. Þátttakendur hafa tekið þátt í að gera heimasíðuna skemmtilegri með því að senda okkur reynslusögur og myndir.

 

Kemst þó hægt fari... - Fjölbrautaskólinn við Ármúla

   Kemst þó hægt fari... - Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Sparnaður þátttakenda

Hér fyrir neðan eru skemmtilegar tölur um sparnað þátttakenda Hjólað í vinnuna miðað við árangur þeirra árið 2008 en þá voru hjólaðir hvorki meira né minna en 410.398 km eða 306,5 hringir í kringum landið.

Um 45 þúsund lítrar af eldsneyti spöruðust sé miðað við meðalbifreið sem eyðir í u.þ.b. 11 lítrum á hvern 100 km í innanbæjarakstri. Þátttakendur hafa því hugsanlega dregið úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti sem nemur um 375 tunnum. Þetta þýðir að átakið sparaði mögulega 80 tonn af útblæstri koltvísýrings.

Má áætla að 13 milljónir kaloría hafi þurft til að skila hjólreiðamönnum alla þessa leið en það samsvarar um 65 þúsund glösum af nýmjólk.   
Jóna H. Bjarnadóttir, ÍSÍ.

 

Skip Heiðríkjunnar er ferðbúið. Fjölbrautaskólinn við Ármúla

  Skip Heiðríkjunnar er ferðbúið. Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Birtist í Hjólhestinum, maí 2010: Hjólreiðar - frábær ferðamáti

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691