Klúbbhúsið okkar á BrekkustígnumFimmtudaginn 2. október byrjar hreinsunarátak í klúbbhúsinu. Öll aðstoð vel þegin við að fegra húsnæðið að innan sem utan. Hafir þú áuga á að láta gott af þér leiða fyrir klúbbinn er þetta kjörið tækifæri.

SamgönguvikaStofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, miðvikudaginn 17. september kl. 20:00. Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Markmið félagsins er ekki að berjast gegn einkabílum eða bíleigendum, heldur einungis að stuðla að fjölbreyttari samgöngum og berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli ólíkra samgöngukosta. Skoðið vef þeirra billaus.is.

Það verður líka mikið í gangi á laugardag þegar skipulagðar hjólalestir leggja af stað víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og safna fólki. Hjólalestirnar sameinast svo í Nauthólsvík og hjóla þaðan í hóp að Ráðhúsinu þar sem ýmsir viðburðir eru skipulagðir, eins og Tjarnarspretturinn og Hjólasirkus.

hjólalest Taktu frá laugardaginn 20. september til að taka þátt í hápunkti evrópskrar samgönguviku.

Undirbúningur er í fullum gangi og dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Þar má nefna nokkrar nýjungar, meðal annars munu þátttakendur í hjólalestum frá: Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi njóta léttra veitinga í boði bæjarfélaganna á hverjum stað. Keppt verður í hinum árlega Tjarnarsprett og dagskrá verður í Hljómskálagarðinum.

 

Helgina 6. - 7. september verður farin óvissuferð ársins. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að gefa út nákvæma dagskrá en rétt er þó að gefa helling af "vísbendingum".

Skiltið sýnir áætlaða vatnshæð eftir virkjun

Leiðin sem varð fyrir valinu liggur um ægifagurt landslag á bökkum Þjórsár, um svæði sem mun kannski fljótlega fara undir virkjanir. Leiðsögumaður er Björg Eva Erlendsdóttir sem starfar við leiðsögn um svæðið og er því mjög kunnug. Hjólað verður eftir vegslóðum og troðningum sem eru í heildina léttir yfirferðar og fær öllum sem hafa sæmilegt vald á fjallahjóli. Brekkur eru svo fáar og litlar að það tekur því ekki að nefna það. Gist verður í Fossnesi í Gnúpverjahreppi.

Spáin er ljómandi góð, hægur andvari og bjartviðri. Þó er rétt að vera við öllu búin/n því farið er að hausta lítillega.

Lagt verður af stað á laugardagsmorgun og komið aftur seinnipart sunnudags.

Hjólafærni er verkleg hjólakennsla fyrir stjórnendur reiðhjóla, sem vilja læra að umgangast hjólið sitt af ábyrgð og alúð.
Þátttakandi í Hjólafærni lærir að meta ástand síns reiðhjóls, fær leiðsögn um bestu nýtingarmöguleika hjólsins og tekur virkan þátt í samræðum um gagn og gaman þessa magnaða farartækis.

fjallabrunLaugardaginn 30 ágúst næstkomandi verður haldið Íslandsmeistaramótið í DownHill í Vífillsstaðahlíð í Heiðmörk. Mótið verður haldið í brautinni sem að strákarnir í Voffa klúbbnum hafa unnið hörðum höndum að í allt sumar.

FÁ

Það er vaxandi skilningur meðal stjórnenda fyrirtækja og stofnana á því að því fylgir mikill kostnaður að bjóða uppá og halda við bílastæðum fyrir einkabílinn og að eðlilegt sé að hvatningarkerfi sé komið á laggirnar til að minnka bílastæðaþörfina. Lesið hér Samgöngustefnu FÁ og Samgöngusamning sem skólinn bíður starfsmönnum sínum. Nú eru bílastæðin við skólann aðgangsstýrð. Nemendur sem vilja bílastæði þurfa að sækja um aðgang og greiða 8000 kr. fyrir haustönn. 

úr þriðjudagskvöldferðEftir sólríkt og skemmtilegt hjólasumar er komið að lokaferð þriðjudagsferða Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Frá því um miðjan maí hafa vaskir reiðhjólaunnendur safnast saman við Mjóddina kl. 20 á þriðjudagskvöldum og hjólað saman um borgina. Ferðirnar hafa teygt sig víða; fuglaskoðun í Grafarvoginum, Gróttuviti heimsóttur, kaffihúsaferð á Hressó, hjólað í kringum Rauðavatn, Heiðmerkurhringur, Elliðavatn, í Hafnafjörð og víðar.

Frá fyrstu ferð vorsins var ljóst að hjólamönnum fjölgar ört í borginni. Hópurinn hefur að meðaltali verið 40 - 60% stærri í ferðum sumarsins en á undanförnum árum. Samhliða ferðunum hafa þátttakendur safnað ferðum og í lokaferðinni verður einmitt afhentur mætingarbikar sumarsins. Annars vegar farandbikar og hins vegar annar minni til eignar. Þess má geta að ein manneskja hefur eignast farandbikarinn fyrir að vera með bestu mætinguna í þriðjudagskvöldferðirnar í 3 ár; það var hin knáa Sóley Bjarnadóttir sem það gerði fyrir tveimur árum, þá 12 ára gömul.

Ferðin á þriðjudaginn hefst við Mjóddina, þar sem strætó stoppar, kl. 20 og hjólað verður þaðan sem leið liggur í GÁP í Mörkinni. Þar verður loka hátíð þriðjudagsferðanna, verðlaunaafhending og léttar veitingar.

Sigma ljósÍ tilefni dagsins bíður GÁP 30% afslátt af hraðamælum og Sigma ljósum.

Ferðin er opin öllum hjólamönnum og ætti að vera lokið fyrir kl. 22.

Allar nánari upplýsingar veita Bjarni Helgason í s. 8494245 og Sesselja Traustadóttir í s. 864 2776

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum verður haldið laugardaginn 30. ágúst kl. 11. Lagt verður af stað frá Leirunesti, innst við pollinn, og hjólað austur og svo norður með Svalbarðsströndinni, yfir Víkurskarð, inn Ljósavatnsskarð og snúið við Fosshól (Goðafoss) og farin sama leið til baka.

20. ágúst voru stofnuð Samtök um bíllausan lífsstíl af hópi fólks sem hefur að sameiginlegu áhugamáli að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri kosti en nú er

Tilgangurinn er margþættur, allt frá því að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið og draga úr útblástursmengun og yfir það að skapa líflegra og mannvænna borgarumhverfi.

Í hópnum er fólk sem bæði lifir bíllausum lífsstíl og þeir sem gjarnan vildu gera það, ef aðstæður til þess væru betri.

Hópurinn er þverpólitískur, og leggur því meiri áherslu á að berjast fyrir réttindum þeirra er kjósa sér bíllausan lífsstíl fremur en sértækum og hugsanlega umdeilanlegum lausnum.

Kíkið á síðu þeirra billaus.is

Nú er mikilvægt að sem flest hjólreiðafólk sjái sér fært að mæta í klúbbúsið að Brekkustíg 2 n.k. fimmtudag kl. 20:00.

Kynntar verða hugmyndir um fyrirhugaða hjólreiðabraut milli Reykjavikur og Hveragerðis í máli og myndum. Að ýmsu ber að hyggja og er mikilvægt að stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna fái skýr skilaboð um hvað sé vilji hjólreiðafólks í þessum efnum. Verður farið yfir alla framkvæmdinar allt frá grófleika slitlags yfir í leiðarval.

Allir eru velkomnir. Hafið með ykkur gesti. Heitt verður á könnuni.

Kær kveðja,
Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna

Frá Íslandsmótinu 2007 Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur Meistaramót Íslands í fjallahjólreiðum sunnudaginn 10. ágúst 2008.
Keppnin verður haldin við Rauðavatn.  Rásmark er á hefðbundnum stað austan megin við Rauðavatn (sjá kort) og við skógarlundinn (sjá kort af skóarlundi). Keppnin hefst kl. 10:00. Brautin sem keppendur hjóla er blanda af malarstígum, grasi og skógarlundsstígum. Brautin er 5.4 km og með heildarhækkun upp á 70 metra (sjá mynd).

stillingStilling bíður nú félagsmönnum 12% afslátt af verkfærum, smurefnum og reiðhjólafestingum ásamt ýmsu öðru sem fæst í verslunum þeirra viðsvegar um landið.

Skoðið afslættina sem félagsmönnum bjóðast hér.

Nú er lag. Íslenski fjallahjólaklúbburinn leggur í slíka ferð um Vesturland helgina 27. - 29. júní. Við hittumst við N1 á Ártúnshöfða kl. 19. Við brunum við vestur í land, nánar tiltekið að Hálsabóli í Grundarfirði, þar sem við verðum með tjaldbúðir í kringum eitt orlofshús. Í orlofshúsinu er aðgangur að snyrtingu, heitum potti og eldunaraðstöðu. Að öðrum kosti sér hver um að skaffa sínar nauðsynjar; í mat, drykk, svefnaðstöðu og öðru því sem hver þarf fyrir sig í svona ferð.

Vilberg Helgasoner yfirskriftin á bloggi þar sem Vilberg Helgason birtir skoðanir sínar á aðstæðum hjólreiðamanna á Íslandi, fréttir af hjólreiðaviðburðum og setur inn fræðsluefni fyrir byrjendur og lengra komna í hjólreiðum.

Skoðið blogglistann okkar eða bloggið hans.

Þessi kaflaskiptu gatnamótOkkur var bent á bloggarann Hjóla-Hrönn sem er áhugamaður um hjólreiðar og búin að hjóla í borginni í ein 15 ár. Hún bloggar um reynslu sína með skemmtilegum hætti í máli og myndum og við settum bloggið á blogglistann okkar til að auðvelda ykkur að fylgjast með því eins og bloggi annarra sem blogga um hjólreiðar með einum eða öðrum hætti.

FjölnirKvöldferðin í gær var farin um Kópavoginn. Farin var klassískur hringur frá Mjódd um Kópavogsdalinn, undir Kringlumýrarbrautina. Út fyrir Kársnesið, Fossvoginn og svo að lokum yfir brúna upp í Mjódd aftur. Ca 15km á rétt tæpum tveim tímum með góðum og mörgum stoppum enda voru nokkrir snáðar með í för. Þrátt fyrir skýjafar og smá rigningu voru sléttir 30 manns og sérlega góður andi í hópnum sem var mjög breiður svona styrktarlega séð og þurfti að þétta hópinn nokkrum sinnum. Sem betur fer voru það ekki alltaf þeir sömu sem drógust afturúr og "hrærðist því vel í hópnum". Allir mjög kátir með ferðina.

Ég veit ekki betur, en ég held að þetta sé met mæting í kvöldferð á rigningardegi.

Glöggir lesendur taka kannski eftir gjörbreyttu útliti á vefnum. Guli liturinn og þríhyrningurinn utan um merki klúbbsins var látinn flakka, enda það margir farnir að hjóla þessa dagana að það er óþarfi að líta endalaust út eins og aðvörunarskilti. Um leið var skipulaginu í valmyndum aðeins breytt en efnið er það sama gamla sígilda og sífellt meira af nýju efni líka. Nú er líka hægt að stækka og minnka leturstærð eftir því sem hverjum og einum hentar og leita í textanum. Vonum að ykkur líki þetta vel en ef vefurinn kemur ekki eðlilegur upp hjá ykkur látið okkur þá endilega vita af því og jafnframt hvaða stýrikerfi er á tölvunni ykkar og hvaða útgáfu af vafra þið notið. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Landssamtök Hjólreiðamanna bjóða til hádegisverðarfundar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fimmtudaginn 22. maí kl: 12:00 - 13:00.

Veronica Pollard fyrirlesari og kennari mun kynna hjólafærni sem kennd er við LifeCycleUK, á Bretlandi og hefur verið viðurkennt af the National Cycle Training Standard. Veronica mun kynna leiðir til úrbóta fyrir hjólreiðafólk í umferðinni hér á landi.