Hjólateljari var settur upp síðasta sumar við nýja hjólastíginn meðfram Suðurlandsbraut, rétt hjá gatnamótunum við Kringlumýrarbraut. Hann telur þá sem hjóla framhjá og sýnir hversu margir hafa hjólað hjá yfir daginn og yfir árið. Talningin er líka birt á heimasíðu framleiðandans og hægt er að kalla fram niðurstöður úr teljaranum í sólarhring eða mánuð aftur í tímann á heimasíðunni.

Nánar: http://www.bicyclecounter.dk/BicycleCounter/BC_Reykjavik.jsp