Hjólhesturinn 2014

Við viljum hvetja fólk að borga sem fyrst því þá getum við sent nýtt félagskírteini með Hjólhestinum og sparað klúbbnum auka póstburðargjöld. Glænýr Hjólhestur er kominn úr prentsmiðjunni, óvenju stór og pattaralegur enda stútfullur af efni. Endilega reynið að ganga frá greiðslu fyrir helgi svo þið verðið með í fyrstu dreifingu.

Hjólhestinum pakkað og dreift - sjálfboðaliðar óskast
Sunnudaginn 23 mars ætlum við að hittast í Klúbbhúsinu, Brekkustíg 2 kl 17:00, pakka niður Hjólhesti og skírteinum og ef fólk getur, taka að sér að bera út í eitt hverfi eða svo.  Við munum gera hlé á pökkuninni kl 18 og fá okkur pizzu og gos.  Margar hendur vinna létt starf.  Ætti ekki að taka meira en 2 tíma.

Það er enn verið að fríska upp á klúbbhúsið og hafa framkvæmdir aðeins dregist eins og gerist í grasrótarfélagi. Við biðjumst velvirðingar á því en vonandi verður þeim mun vistlegra á eftir.

Stjórn og Húsnefnd