Árviss ferð að hausti. Hist verður við Árbæjarsafn 15. september kl. 12 og hjóluð Nesjavallaleið yfir Hengilinn og niður að Úlfljótsvatni. Náttúrufegurðin er einstök við bæjardyr höfuðborgarsvæðisins og fallegt að sjá haustlitina með þessum vistvæna ferðamáta. Gist verður í góðum bústað með rúmum og svefnlofti, grillað og farið í pottinn. Hjóluð sama leið til baka.  Mestur hluti leiðarinnar er á malbiki og leiðin vel fær götuhjólum, þó ekki racerum.  Það eru nokkrar brattar brekkur, svo fólk þarf að vera í sæmilegu hjólaformi, en þetta er ferð sem flestir sem hafa hjólað í klukkutíma eða meira samfleytt geta farið í.

Áætlaður ferðatími: 5-6 klst. fyrri daginn og 4-5 klst. síðari daginn (ca 50 km).  Fólk taki með rúmföt (lak, kodda- og sængurver), sundföt og handklæði fyrir heita pottinn.  Kjöt á grillið (ferðanefnd skaffar meðlæti, kartöflusalat, grænmeti og sósu), drykkjarvörur að eigin vali.  Ferðanefnd sér um að allir fái næringargóðan morgunverð, það verður hafragrautur í boði.  Farangri verður skutlað yfir í bústaðinn og aftur heim, en annars þarf fólk að hafa með sér skjólgóðan fatnað, aukapeysu til að bregða yfir sig í pásum, hjól í góðu standi, pumpu og aukaslöngu.

Erfiðleikaflokkun: 6 af 10.

Fararstjóri í ferðinni er Hrönn Harðardóttir.  Upplýsingar og bókanir: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 823-9780