Hjóladagurinn í Laugardalnum 19 júní var samstarfsverkefni Íþróttabandalags Reykjavíkur og ÍFHK  vegna Íþróttaviku í Reykjavík, Menningarborg 2000.  

Farnar voru hjólaferðir um Laugardalinn og upp í Elliðárdal.  Hjólaþrautir voru á planinu fyrir framan ÍSÍ húsið og einning var boðið upp á tískusýningu á hjólafatanaði frá Nanoq, Erninum og ME Co-op. Á hjólaleiðinni voru stimpilstöðvar og fengu þáttakendur verðlaun: Sprite frá Vifilfelli, hjólahjálma og húfur.  Hjóladagurinn tókst vel þrátt fyrir rigningu og sérstök ánægja að hafa Árna Þór borgarfulltrúa með í hjólahringnum til að kynna sér aðstæðurnar. AJ

 

P6180066.jpg

Þessa svipmynd frá hjóladeginum sendi Hjördis hjólagarpur heimasíðunni.